Læknaneminn - 01.04.1990, Side 94
samviskusamlega á alla fundina sem ég vissi um að
undanskildu jólaglögginu en þá fór ritari í fjarveru
formanns. A þessum fundum voru kallaðir saman
formenn allra félaga stúdenta innan Háskólans, mál
úr stúdentaráði og háskólaráði kynnt og sameiginleg
mál stúdenta tekin til umræðu. Einna mestar umræður
urðu um Gæðakönnun Háskólans, sem gerð var í
fyrsta sinn í fyrra.
Kynningarfundur með 1. ári. Hann var haldinn 20.
september, en þá voru 1. árs nemar boðnir velkomnir,
starfsemi félagsins kynnt, auglýst eftir mönnum í
embætti og nemendur hvattir til að líta upp úr bókun-
um og mæta á kynningarballið. Allt þetta gekk vel
nema hvað formanni tókst ekki að tala í hljóðnemann.
Ymis mál
Numerus clausus. I febrúar síðastliðnum gekk
stjórn Félags læknanema fyrir könnun á viðhorfi
læknanema tilfjöldatakmörkunar í deildinni. Alls
voru það 157 sem svöruðu könnuninni (68,3%
læknanema) og þar af voru 5 andvígir
fjöldatakmörkunum en 152 hlynntir þeim í einhverri
mynd. Núverandi kerfi var vinsælast, en það völdu
79 (52%j). Þar á eftir kom hærri lágmarkseinkunn, en
50 (32,9%) voru hlynntir þeim kosti. Langflestir þeirra
töldu að einkunnin ætti að vera á bilinu 6,5 til 7,0.
Aðrir möguleikar hlutu litlar undirtektir, þó ber að
nefna að einn vildi happdrætti.
A félagsfundinum 23. mars 1990 var samþykkt á-
lyktun þess efnis að Félag læknanema væri samþykkt
núverandi kerfi á fjöldatakmörkunum og var þar
stuðst við niðurstöður skoðanakönnunar. Þetta eru
mikil tímamót því að frá því að clausus var tekinn
upp hefur opinber stefna félagsins verið sú að
læknanemar vildu hærri lágmarkseinkunn.
Lesstofumál. Lesstofumál læknanema hafa verið í
hinum mesta ólestri á síðustu árum. Stjórn Félags
læknanema hefur undanfarin ár leitað til ýntissa
aðila innan Læknadeildar Háskóla Islands án þess að
viðunandi úrbætur hafi fengist.
I vetur var ákveðið að Læknadeild beitti sér formlega
fyrir bættri lesaðstöðu læknanema. Deildarforseti
sagðist reiðubúinn að styðja viðleitni læknanema í
baráttunni fyrir bættri lesaðstöðu og kennslustjóri
gerði greinagóða skýrslu þar sem vel er tekið á
lesstofumálum.
Lestrarmiðstöð læknanema er í Læknagarði, en
læknanemar dreifast á fyrstu 3 hæðirnar. Á 3. hæð-
inni er lesstofa með 29 borðum og önnur minni með 9
borðum. Ekki er annað hægt en að minnast á
kaffiaðstöðuna á sömu hæð sem er það nýjasta í dag,
“back to the future”, grá hrá steinsteypa, stórbrotinn
stfll og engu ofaukið. - En ég var víst að ræða um
lesstofur. Á annarri hæð lesa fáeinir læknanemar, en
þess má geta að tannlæknanemar hafa forgang að
flestum borðum þar. Á fyrstu hæð (í kjallaranum) er
splunkuný lesstofa sem gengið var frá í flýti til að 6.
árs Iæknanemar kæmust einhvers staðar að og gætu
hafið lestur þeirra fræðibóka sem þeir áttu að hafa
lesið á 4. ári. Ber sérstaklega að þakka Þórarni
Magnússyni húsverði en það var fyrir hans tilstilli að
þetta lesherbergi varð að veruleika.
Nýtingin á lesstofunum síðastliðið vor var fremur
léleg og þurfa læknanemar að taka sig á í þessum
málum áður en Læknadeild beitir sér fyrir bættri
aðstöðu. I því sambandi verða nú stofnuð tvö
lesstofustjóraembætti og komið með bráða-
birgðareglugerðir til að reyna að greiða úr þessum
málum. Það er næstu stjómar að fylgja þessum málum
eftir og festa ákveðnar reglur í sessi.
Húsvörður í læknagarði. Ekki er hægt að líta yfir
farinn veg, án þess að minnast þess hve Þórarinn
Magnússon húsvörður hefur reynst okkur
læknanemum sérlega vel. Viljum við enn einu sinni
þakka honum Iiðlegheitin.
Matsalur Landsspítalans. Haustið 1987 voru þær
reglur settar á, að einungis þeir stúdentar sem væru í
verklegu námi á Landspítalanum fengju þar að borða.
Fram til þessa höfðu 2., 3. og 4. árs nemar einnig
mátt vera þar í fæði (og einstaka maður af 1. ári, en
það var víst aldrei ætlunin).
Þáverandi formanni FL var sagt að þessi ráðstöfun
væri vegna manneklu í eldhúsinu, en þegar úr því
rættist yrði aftur fært í fyrra horf. En svo fór ekki.
(Miðað við að eldhúsið framreiði um 1400 máltíðir á
dag, er nokkuð ljóst að útilokun hluta af nemum úr
matsalnum leysti ekki vanda eldhússins). Þegar næsti
92
LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.