Læknaneminn - 01.04.1990, Page 97

Læknaneminn - 01.04.1990, Page 97
38. gr. sjálfa. Liður 2: Benda má á að nær samfellt síðustu áratugi hafa tengsl læknadeildar við sjúkrahúsin verið til endurskoðunar. Leitað hefur verið álits erlendra sérfræðinga og fjöldi nefnda starfað og skilað álili. Jafnan hefur það verið niðurstaðan að við menntun lækna bæri að nýta sem best aðstöðu í öllum sjúkrahúsum í Reykjavík. Arið 1974 skipaði Ólafur Bjarnason, þáverandi deildarforseti, nefnd til þess að gera tiilögur um framtíðarskipulag klíniskrar kennslu við læknadeild. Helstu niðurstöður voru að stofnað skyldi til fastra og formlegra tengsla Borgarspítala, Landakotsspítala og Landspítala við læknadeild Háskóla Islands og mælt með gerð rammasamninga. Einnig var þess getið að vísindalegar rannsóknastofur klíniskra kennslugreina yrðu reistar á sameiginlegri lóð Landspítala og Háskóla íslands, og að allir kennarar Læknadeildar skyldu hafa þar vinnuaðstöðu. I framhaldi var gengið frá samningi Háskólans við sjúkrahúsin, sem Borgarspítalinn og Landakot undirrituðu 1983. Landspítalinn skrifaði aldrei undir samninginn. Liður 3: Þegar er starfandi nefnd sem er að vinna að breytingum á framgangskerfinu. Nú liggur breytingartillagan ásamt mótmælum frá Félagi læknanema, stjórnum og læknaráðum Borgarspítalans og Landakots og jafnvel fleiri athugasemdum í menntamálaráðuneytinu. Fengnar verða umsagnir frá heilbrigðisráðuneytinu og fjár- málaráðuneytinu. Búast má við að samræming afstöðu ráðuneytanna taki nokkurn tíma. Því er óvíst um afdrif breytingartillögunnar. Þessi þróun gæti leitt til þess að Landspítalinn verði eina kennslusjúkrahúsið við Læknadeild. Minna má á að samkvæmt skoðanakönnunum fyrri ára hafa læknanemar iðulega verið mjög ánægðir með klíníska kennslu á hinum kennslusjúkrahúsunum. Lokaorð Af framansögðu má ljóst vera að mörg mikilvæg mál eru á ferðinni er varða læknanema. Sjálfsagt er að kynna sér þau af gaumgæfni og fylgja þeim vel eftir. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Sem fráfarandi embættismaður langar mig til að hvetja læknanema til að taka þátt í því sem félagsstarfið hefur upp á að bjóða. í mörgu hefur verið að snúast á s.l. ári en í heildina séð þá hefur þetta verið mjög góður tími. Nú er mál að linni og komið nóg að sinni. Kristín Sigurðardóttir, fonnaður SKÝRSLA KENNSLUMÁLANEFNDAR Sem fyrr voru það ákveðnir fastir punktar sem tóku tíma nefndarinnar. Kennslunefndarfundir voru óvenju margir s.l. vetur, auk þess sem einstaka nefnarmenn störfuðu í undirnefndum sem fjölluðu um einstaka mál. Hér verður drepið á það helsta. Endurskipulagningin S.l. haust kom fljótlega í ljós að tímasetning prófa á öðru ári gekk ekki upp. Flytja varð prófið í lífefnafræði, sem vera átti um jól, fram á vor. Voru að vonum margir óhressir með þá niðurstöðu, einkum þó kennarar. Nú í haust var tímum á haustönn fækk- að til að reyna að láta dæmið ganga upp. Þriðja árið hófst síðan í haust og vill svo gleðilega til að búið er að breyta uppröðun fyrirlestra í lyfjafræði til að auka samfellu og það sem meira er, LAUGARDAGS- TÍMARNIR ERU ÚR SÖGUNNI !!! Nú er undirbúningur fyrir klínísku árin á fullu. Unnið er að skipulagningu vísindaverkefnis á 4ða ári og hefur BS-nefndin verið fengin til að aðstoða við það. Þar eygjum við möguleika á að nýta okkur prógrömm í öðrum löndum, en til þess að það geti gerst verðum við stúdentar örugglega að vinna talsvert í því sjálfir. Það má annars um endurskipulagninguna segja að hún tekur alltof mikinn tíma kennslustjóra og kennslunefndar, tíma sem annars mætti nota til að beina huganum að öðrum verkefnum sem vissulega hvíla á nefndinni. Kennslukannanir I vor tókst loks að ljúka frágangi og úrvinnslu á “kennslukönnuninni” okkar. Niðurstöður hennar ættu nú að vera aðgengilegar fyrir læknanema og aðra þá LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.