Læknaneminn - 01.04.1990, Side 100

Læknaneminn - 01.04.1990, Side 100
Fræðabúrið var áður staðsett í Suðurgötu, húsi læknanema, þar sem erfitt gat verið að nálgast þau gögn sem þar voru geymd og nýttist það því ekki sem skyldi. Því var í vetur brugðið á það ráð að flytja fræðabúrið í Læknagarð, þar sem það er nú í bráðabirgðahúsnæði á 3. hæð, sem enn er ekki útséð um hvort við fáum að halda til frambúðar. Það er mjög mikilvægt að læknanemar hafi einhverja að- stöðu hér í Læknagarði fyrir fræðabúrið eða aðra starfsemi. Er það nrikilvægt verkefni fyrir næstu stjórn að beita sér fyrir því af megni. Fjórir fræðslufundir voru haldnir s.l. vetur. Sá fyrsti var um nálarstungur í lækningaskyni, og fræddi Magnús Ólason læknir okkur um það efni. Annar fundurinn fjallaði um glasafrjóvganir og var mjög fróðlegur, sérstaklega með tilliti til þess að líklegt er að þær verði teknar upp hér á landi innan skamms. Þennan fyrirlestur héldu þeir Jón Hilmar Alfreðsson kvensjúkdónralæknir og Leifur D. Þorsteinsson frumulíffræðingur. Tveir síðari fyrirlestrarnir voru með heldur nýstárlegu sniði. Fyrst er að telja vínsmökkunarkvöld á vegum hins þjóðkunna vínsmakkara Einars Thoroddsen. Greinilegt var að læknanema þyrsti í fróðleik á þessu sviði, því að á fundinn þyrptust fleiri en nokkurn tíma hafa sótt slíka fundi fyrr ! Að lokum var lagt í langferð til Hveragerðis, þar sem snæddur var hádegisverður í boði heilsuhælisins og hlustað á fyrirlestur um endurhæfingar og starfsemi hælisins. Enduðu síðan flestir í sundi, en aðrir fóru í Eden og fengu sér ís. F.h. fræðslunefndar þakka ég fyrir starfið í vetur og óska næstu fræðslunefnd góðs gengis. Hlíf Steingrímsdóttir SKÝRSLA ÍÞRÓTTANEFNDAR Starfsemi íþróttanefndar varð nú ekki eins blómleg og til stóð. Helst er um að kenna stöðugum þrýstingi landlæknis á undirritaðan að bæta úr brýnni þörf landsbyggðarinnar fyrir hæfa lækna. Þegar þeirri þörf landsbyggðarinnar hafði verið fullnægt og formaður hugðist setja störf íþróttanefndar í fullan gang reyndust flestir læknanemar orðnir afhuga íþróttaiðkun. Eftirfarandi mót fóru (þó) fram. Knattspyrnumót (utanhúss). Fór fram í okt. 1989 á gervigrasvellinum í Laugardal. Fimm lið tóku þátt.(l. árið tók ekki þátt í þetta sinn). Úrslit urðu mjög óvænt, vægast sagt. 6. árið bar sigur úr býtunr eftir langa og stranga úrslitaviðureign við 5. ár. Knattspyrnumót (innanhússs). Fór fram í KR-sal 14. mars. Fimm lið tóku þátt, aðeins vantaði 4. árið. Úrslit urðu enn og aftur mjög óvænt og marði 6. árið óverðskuldaðan sigur. Skákmót. Fór fram í matsal Landspítalans að kvöldi 18. febrúar. Aðeins þrjú lið mættu til leiks, önnur báru við miklum önnunr, m.a. aerobic æfingum. Úrslit urðu þau að 2. ár sigraði örugglega báða andstæðinga sína. Bridgemót. Þrátt fyrir ákafar tilraunir formanns tókst honum ekki að srnala læknanemum saman til bridgemóts, og er það mjög miður. Körfuholtamót. Var haldið í byrjun febrúar í íþróttahúsi Háskólans. Þar fór svo að 2. ár vann yfirburðasigur. Handboltamót. Stóð til að halda það í vikunni 25.03 - 30.03 en sökum ónógrar þátttöku féll það niður og skoðast því 5. árið sigurvegari. Gunnar Þór Jónsson STÚDENTASKIPTI Starfsár stúdentaskiptanna að þessu sinni var nokkuð óvenjulegt. Umsvif þessarar ágætu félagsstarfsemi okkar aukast með ári hverju og í vetur þótti tími til kominn að auka við mannafla þann sem gjörir gott við jafnt erlenda sem innlenda ævintýraþyrsta læknanema. Þótti hæfilegt að bæta við fjórum dugnaðarforkum, tveimur af öðru ári og einum af hvoru ári, þriðja og fjórða. Ekki vantaði áhuga á þessum embættum og óformleg stúdentaskiptanefnd leit dagsins ljós í byrjun marsmánaðar. 98 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.