Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 10

Læknaneminn - 01.04.2002, Qupperneq 10
Að sitja beggja megin borðsins - Reynslusaga læknanema Þetta á ekki aö verða eins og viðtal í Nýju lífi. Það átti að minnsta kosti ekki að verða það. Þegar ég var beðinn um að skrifa stutta grein um veikindi sonar míns hugsaði ég: „ Auðvitað, það verður bara gaman að gera það.“ Samt hef ég frestað þessu þar til að kvöldi síðasta dags. Kannski lýsir það vel aðstæðun- um. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt hvað maður þurrlcar fljótt út slæmar minningar til að skapa pláss fyrir þær góðu. Ég held hreinlega að ég hafi verið bú- inn að gleyma hversu erfitt þetta var. Hins vegar held ég að það sé gott að ég segi þessa sögu, eklci síður fyrir mig en ykkur. Sagan á eftir að hljóma eins og svolítið væl en það er vegna þess að ég var alitaf vælandi. Guðjón Gunnar fæddist í janúar 1999. Ég var þá á öðru ári í læknadeildinni. Fyrstu dagarnir gáfu fyrir- heit um það sem koma skyldi. Guðjón Gunnar var lagður á vökudeildina vegna gruns um sýkingu, en síðan kom í ljós að görnin á honuin var stífluð af fóst- urhægðum. Þetta mál leystist farsæilega en enginn veit af hverju þetta gerðist. Kannski var þetta bara til að venja okkur við. Það er alveg ótrúlega sársauka- fullt að fara heim af fæðingardeildinni tómhentur. Að hafa ekki hugmynd um hvað sé á seyði. Að vona það besta en óttast það versta. Valtýr S. Thors Eftir þetta gekk þó vel og fyrsta árið dafnaði dreng- urinn vel. A fyrstu vikunum tók hins vegar að bera á ljósum blettum víðsvegar um líkamann og fljótlega vaknaði grunur um að hann væri haldinn sjúkdómi sem heitir neurofibromatosis. Þetta er taugasjúkdóm- ur og einkennist m.a. af góðkynja æxlum á taugaend- um í húð, í miðtaugakerfi og nýrnahettum. Litróf þessa sjúkdóms er geysilega ijölbreytilegt og getur spannað allt frá því að hafa engin einkenni til þess að hafa banvænan sjúkdóm. Þetta greiningarferli tók nokkra mánuði en okkur var sagt að þó hann hefði þennan sjúkdóm væri lang- líklegast að það yrðu engin meiriháttar vandamál vegna þess. Við vorum þess fullviss að strákurinn okkar væri í raun alveg heilbrigður og stundum hvarfl- aði að okkur að þessi greining væri kannski bara vit- laus. Hluti af uppvinnslu sjúkdónisins er segulóm- skoðun af öllum skrokknum. Guðjón Gunnar reyndist hafa tvö æxli í miðtauga- kerfinu. Annað lá á sjóntauginni en hitt á mænunni rétt neðan höfuðkúpunnar. Mænan var farin að víkja sér undan æxlinu vegna plássleysis í mænugöngunum. Hann var þó einkennalaus, a.m.k. að mestu. Þetta var eins og að láta sparka í punginn á sér nema að ég óskaði þess að geta frekar fundið til sársauka en þess- arar yfirgnæfandi hræðslu. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.