Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 17
umsækjanda sem geti hugsað sér að dvelja lengur. Eins og áður sagði eru ST-blokkir auglýstar í sænska iæknablaðinu. Afleysingastöður eru á hinn bóginn ekki auglýstar sérstaklega en ráðið er í þær all- an ársins hring, allt eftir samkomulagi. Best er að spyrjast lyrir um afleysingastöður með því að hringja á viðkomandi deild eða skrifa. Ágætt ráð er að leita til Islendinga sem eru á svæðinu eða eru nýkomnir heim úr sérnámi. Þeir hafa oft persónuleg sambönd við yf- irmenn en slík sambönd skipta miklu máli við ráðn- ingar lækna í Svíþjóð. Sótt um stöðu Þegar sótt er um stöðu er algengast að skrifað sé bréf til viðkomandi stofnunar. Til eru stöðluð umsóknar- eyðublöð, sem fást í flestum bókabúðum í Svíþjóð, en slík eyðublöð þarf yfirleitt ekki. Umsóknirnar er best að stíla á yfirmenn (klinikchef) deilda eða heilsu- gæslustöðva en nöfn þeirra og heimilisföng er hægt að fá hjá sænska sendiráðinu í Reykjavík. Einnig er hægt að leita til Læknafélags Islands eða lækna sem eru ný- komnir heim frá Svíþjóð til þess að fá gefin upp nöfn og heimilisföng. Oft vísar yfirlæknirinn umsóknunum til umsjónarlæknis deildarinnar (schemalaggare) en hann sér um að skipuleggja vaktir og halda utan um umsóknir. I umsókninni (bréfinu) er æskilegt að fram komi hvaða stöðu og sérnám umsækjandi hefur í huga, ífá hvaða tíma og hversu lengi. Oft er getið stuttlega um menntun, fyrri störf og vísindavinnu. Að öðru leyti eru slíkar upplýsingar (ítarlegri) að finna í afrekaskrá (sjá síðar). Til þess að minnka líkur á því að umsókninni sé hafnað er vænlegast að hafa upp á íslenskum læknum sem eru eða hafa verið í námi á viðkomandi stað og hafa sambönd og þekkja til yfirmanna. Einnig er gott að senda með umsólcninni meðmælabréf frá yfir- manni/prófessor auk afrekaskrár, sérstaklega ef um- sækjandi hefur lagt stund á rannsóknir. Oft eru fyrstu svörin „Tyvárr....“ (=því miður) en sjálfsagt er að skrifa aftur ef umsækjandi hefur mikinn áhuga á við- komandi stað. Til þess að sýna áhuga er hægt að bjóð- ast til þess að koma út í viðtöl, annars eru formleg við- töl ekki skilyrði við ráðningar í Svíþjóð, gagnstætt því sem tíðkast í Bandaríkjunum og Englandi. Fáist jákvætt svar (eða svar sem ekki er neikvætt!) er mikilvægt að svara fljótt. Oft er umsækjandi beðinn um frekari gögn, s.s. afrit af prófskírteini, einkunnum og lækningaleyfi auk afrekaskrár og meðmæla hafi þau ekki verið send áður. Afrit af latneska hluta próf- skírteinisins er hægt að fá á skrifstofu Læknadeildar í Læknagarði en einnig afrit af einkunnum á ensku auk útskýringa á einkunnagjöf. Vottorð af íslensku lækn- ingaleyfi á sænsku („Kopia av bevis om lákarlegi- timation“) eða ensku er hægt að fá í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og kostar u.þ.b. 1000 kr. Einnig er oft beðið um vottorð frá Læknafélagi íslands („Intyg frán Islands Lákarförening“) til staðfestingar á því að umsækjandi hafi ótakmarkað lækningaleyfi á Islandi og fæst það ókeypis á skrifstofu Læknafélag- anna. I sumum tilvikum getur þurft að sýna afrit af stúdentsprófsskírteini, t.d. vegna vinnu í háskóla. Ef maki hyggur á nám í Svíþjóð er skynsamlegt fyrir hann eða hana að taka með sér afrit af einkunnum og prófskírteini á sænsku eða ensku. Þegar komið er til fyrirheitna landsins Eftir að komið er út er mikilvægt að leita strax á næstu skattaskrifstofu (Skattemyndigheten) til að fá sænska kennitölu (personnummer), en það verður maður að hafa til þess að fá síma, barnabætur og fleira sem teng- ist félagslega kerfinu. Til þess að geta fengið kenni- tölu verður að framvísa samnorrænu flutningsvottorði (Internordisk flytteattest). Stundum er einnig farið fram á hjúskapar- og fæðingarvottorð fyrir alla fjöl- skylduna en þessi vottorð fást á Hagstofunni. Yfirleitt þarf að bíða eftir að kennitalan fáist og því er skyn- samlegt að leita sem allra fyrst á næstu skattaskrif- stofu eftir að komið er út. Biðtíminn er mislangur, 1-4 vikur. Eftir að kennitalan hefur borist er hægt að sækja um nafnskírteini/skilríki (legitimation) og síma. Skilríki fæst í næsta bankaútibúi og verður að fylgja með ein passamynd (stærri en hefbundin passamynd). í sömu ferð er hægt að stofna bankareikning (launareikning) og sækja um greiðslukort. Ef menn þiggja bætur frá sjúkrasamlaginu (Försákringskassan) eða eiga von á bótum er rétt að verða sér úti um flutningstilkynningu frá sjúkrasam- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.