Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Side 23

Læknaneminn - 01.04.2002, Side 23
Hvað er legslímuflakk (endometriosis) ? Legslímuflakk (e. endometriosis) er sjúkdómur sem veldur um eitt þúsund konum á íslandi vanda, sem sumum vcitist erfitt að skilja og erfitt er að lifa með. Legslímhúðin, endometrium, sem á aðeins að þekja legholið sjálft að innan, er til staðar utan legholsins, fyrst og fremst í og reyndar rétt undir lífhimnuklæðn- ingu grindarholsins og á eggjastokkunum. Mánaðar- lega blæðir ekki einasta úr legslímunni í legholinu, heldur líka í þessari afbrigðilegu slímhúð. Afleiðingin verður blæðing inn í vefi í kviðarholinu með bólgu í kjölfarið. Örvefur myndast þegar bólgan hjaðnar. Samvextir myndast milli líffæra og aumir, langvinnir bólguhnútar standa eftir. Þetta getur valdið miklum verkjum, sérlega við blæðingar, sársauka við samfarir, blæðingatruflunum og truflunum á egglosi og frjóvg- un. Hvernig kemst vefurinn á þessa afbrigðilegu staði? Hvað auðveldar honum að ná bólfestu utan legsins í vef þar sem hann á ekki að vera? Af hverju getur hann stundum hegðað sér þannig að minnt getur á ífarandi vöxt, þó hann sé ekki illkynja? Hér verður leitast við að veita þau svör sem nú er hægt að koma með um orsakir, eðli og hegðan leg- slínuiflakks. Þó til sé svipaður sjúkdómur í legvöðv- anum (svonefnd innri endometriosis eða adenomyos- is), þá hefur það ástand ekki sömu þýðingu og þá yf- irleitt ekki fyrr en dregur nær lokum frjósemiskeiðs. Því verður ekki fjallað urn það, fremur en sjaldgæf form legslímuflakks, t.d. í botnlanga, lungum eða nefi eða legslímuflakk í skurðsárum sem getur orðið til ef Iegslíma berst í skurðsárið við aðgerðir þar sem farið er inn í leghol eða eftir fæðingar. Hinn „klassíski" legslímuflakksvefur er í grindarholi og á eggjastokk- um og samanstendur af legslímhúðarkirtilvef (endometrial frumur) og uppistöðuvef (stroma) (1,2). Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Jón Torfi Gylfason, stud.med., Kvennadeild, Landspítala-háskólasjúkrahúsi, 101 Reykjavik Jón Torfi Gylfason Reynir Tómas Geirsson, Læknadeild Háskóla íslands 101 Reykjavik. Hvernig verður legslímuflakk til ? Megin kenningin um tilurð legslímuflakks er svo- nefnd bakflæðiskenning, kennd við Sampson sem setti hana fram árið 1921 (1,2). Samkvæmt henni berst tíðablóð upp gegnum eggjaleiðarana og sest á eggja- stokka og lífhimnu grindarhols þar sem legslímufrum- ur (bæði uppistöðu- og kirtilvefur) ná að festast og grafa sér leið inn úr lífhimnu eða yfirborðsþekju eggjastokka. Nýrri rannsóknir með kviðspeglun (la- paroscopy) hafa sýnt að bakflæði við tíðablæðingar sést hjá 70-90% kvenna á frjósemiskeiði (2,3). Því þarf eitthvað annað að koma til, s.s. verri geta til að eyða þessum frumum á lífhimnuyfirborðinu, meira næmi fyrir festingu þeirra tengt erfðum eða umhverf- isþáttum, þættir úr ytra eða innra umhverfi konunnar (hormónajafnvægi hennar), rneiri geta frumanna sjálfra til að festast eða meira magn þeirra (4,5). Ef kona hefur miklar og tiðar blæðingar eða ef legháls er þrengdur, t.d. eftir skurðaðgerð á leghálsi, virðist leg- slímuflakk algengara, sennilega vegna meiri tilhneig- ingar til bakflæðis (6). Þessi kenning skýrir legslímu- flakk best, en sumt fellur ekki undir hana, svo sem legslímuflakk á afbrigðilegum stöðum eða sjaldgæf tilvik í körlum. Til að skýra það hefur verið talið að umbreyting (metaplasia) geti orðið á lífhimnufrumum eða slímhúðarfrumum annars staðar (3,7). Lífhimnan hefur sama fósturfræðilega uppruna og legsliman. Nýjar aðferðir við kviðspeglun, þar sem notast er við stóra skjámynd með verulegri stækkun og betri kviðspeglunaráhöld, hafa aukið við þekkingu manna á sjúkdómnum og sýnt betur en áður hversu útbreiddur hann getur verið í grindarholinu. Ummerki um sjúk- dóminn sjást sennilega fyrst sem litlir separ í lífhimn- unni þar sem slím úr kirtilfrumum legslímu safnast fyrir í lífhimnunni og einskonar gulhvítar bólur eða separ myndast („gular skemmdir"). Þegar blæðir í vef- inn myndast litlir rauðir dílar á lífhimnunni, þar sem vefurinn hefur náð að grafa sig gegnum lífhimnuna og fersk blæðing hefur orðið („rauðar skemmdir“). Þetta 21

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.