Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 24
getur sést hér og hvar á lifhimnunni í grindarholinu, s.s. yfir þvagblöðru, milli þvagblöðru og legs, á breiðu legböndunum, á hliðarveggjum grindarhols, á enda- þarmi og bugaristli (colon sigmoideum) og í holinu milli legs og endaþarms, á og við uterosacral böndin. Þegar blóðið umbreytist og meira hefur blætt inn í vef- inn verða skemmdirnar bláleitar („bláar skemmdir“). Eftir síendurtekna hringferð blæðinga, sem leiða til bólgusvars og eftirfarandi örmyndunar, þá myndast hvítar örvefsskellur á lífhimnunni („hvítar skemmd- ir“) (1,8). Smám saman grefur skemmdin sig dýpra inn, allt að 1 cm inn úr lífhimnunni og getur þá haft áhrif á nálæg líffæri eins og þvagleiðara eða taugavef í grindarholinu, t.d. settaug. Þá dregst örvefurinn sam- an og holur myndast niður í lífhimnuna. Margt af þessu sást alls ekki með eldri aðferðum. A eggjastokkunum grefur legslíman sig inn undir yfirborðið og þar myndast blöðrur, fylltar gömlu brún- leitu blóði (,,súkkulaðicystur“), sem geta orðið margir cm í þvermál (1,7). Bólga á yfirborði eggjastokkanna og lífhimnunnar leiðir til þess að vefirnir límast sam- an í grindarholinu. Þegar bólgan minnkar standa band- vefsstrengir („samvextir") eftir milli líffæranna. Þetta hefur áhrif á hormónaseytun í eggjastokkum, á egglos og eðlilegan hreyfanleika eggjastokka og eggjaleiðara (,,peristalsis“). Hvað veldur því að sumar konur fá sjúkdóminn en aðrar ekki ? Þar sem það er algengt að svolítil eðlileg legslímhúð („eutopic endometrium") berist inn í kviðarholið við blæðingar, en tíðni legslímuflakks er aðeins 1-2% meðal kvenna á frjósemisaldri, þá hlýtur að þurfa sér- stakar aðstæður til að afbrigðileg staðsetning legslímu („ectopic endometrium") geti þróast (4,10,11). Það er hlutverk sérhæfðra hvítra blóðkorna, einkum dráps- fruma, að fjarlægja eðlilegan vef lílcamans sem deyr eða lendir á afbrigðilegum stöðum (4). Nái vefurinn engu að síður að festast, þá eyðast og örgerast senni- lega margar vægar skemmdir og valda elcki meiri skaða (8). Hjá konum með legslímuflakk hefur verið sýnt að starfsemi drápsfruma gæti verið frábrugðin því sem er hjá heilbrigðum konum og tjáning á ýms- um cýtókínum sem hafa áhrif á starfsemi T-eitilfruma er öðruvísi (4). Því kann það að vera mikilvægur þátt- ur í meingerð sjúkdómsins að ónæmiskerfi líkamans nær ekki að „hreinsa" burt legslímuvef sem sest á líf- himnuna eða hefur umbreyst þar úr frumstæðari frum- um í lífhimnunni. Þá er vitað að sjúkdómurinn er algengari í eineggja miðað við tvíeggja tvíbura (12,13) og i nánum ættingj- um eins og dætrum, systrum og systkinadætrum kvenna með legslímuflakk (14,15,16). Nýjar rann- sólcnir á íslandi hafa m.a. sýnt fjölskyldulægni sjúk- dómsins betur en áður var unnt (14). Konur með sjúk- dóminn hafa talsvert hærri skyldleikastuðul en makar þeirra eða tilviljanakennt úrtak. Rannsóknir á Rhesus öpum í tilraunabúrum hafa einnig sýnt talsverð fjöl- skyldutengsl (17). Erfðatilhneiging virðist því vera ein af forsendum þess að sjúkdómurinn myndist. Efni í umhverfinu geta einnig haft áhrif. Polyklór- bíphenýl (PCB), díoxín og slcyld efni hafa uppbygg- ingu sem lílcist kynhormónum og þau safnast fyrir í fæðukeðjunni. I Rhesus-öpum sem haldið er sem til- raunadýrum hefur fundist samband milli magns dí- oxínefna sem þeim var gefið og legslímuflakks (17). Sjúkdómurinn var verri hjá þeim öpum sem fengu dí- oxín (18). Legslímuflakk mun vera algengt í Belgíu og magn díoxíns í fæðu er þar með því hæsta sem þekk- ist (19). Þessi efni geta borist hingað til lands frá áburðarnotkun í Bandaríkjunum gegnum fæðukeðju hafsins. Östrógen hafa einnig áhrif, eins og reykingar (20,21). Konur þurfa einnig að hafa tíðablæðingar nógu oft og nógu miklar til að áhættan aukist. Vel nærðar og holdmeiri nútímakonur eyða mun meiri tíma óþungaðar og eru með meiri blæðingar en for- rnæður þeirra sem voru nær hungurmörkum og höfðu sjaldnar blæðingar og egglos, eða þær voru þungaðar og með börn á brjósti. Erfðir, umhverfisþættir og breytingar í ónæmiskerfi líkamans geta því komið saman til að örva festu og innvöxt legslímu á lífhimnu eða eggjastokkum. Kannski má líta á þennan sjúkdóm sem erfðastýrðan menningarsjúkdóm. Þau kandidatgen sem helst hefur verið beint sjónum að, eru gen sem gegna hlutverki í afeitrun efna, í galaktósa efnaskiptum og mismunandi tjáningu horm- ónaviðtaka. Cytokróm P450-genið er á litningi 15 og gegnir hlutverki í afeitrunarferlum (detoxification sy- stems), eins og glútathíón S-transferasa-genið á litn- ingi 1 og N-acetýl transferasa genið á litningi 8. Cytókróm-gen tjáningu hefur verið hægt að tengja af- eitrun efna eins og díoxíns og aukin tjáning þess hef- ur sést í legslímuflakksvef. Aðrar rannsóknir hafa gef- ið misvísandi niðurstöður hvað þetta varðar (13). Gen sem tengist efnaskiptum galaktósa og er á litningi 9 vakti athygli vegna dýratilrauna sem gátu bent til að galaktósemía leiddi til þrengingar á leghálsi og meiri tilhneigingar til bakflæðis á tíðablóði. Nýjar íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þetta fær ekki staðist (4). Litn- ingabreytingar sem sjást í vefjaskemmdunum hafa heldur ekki gefið slcýrar vísbendingar, en tengjást þó helst æxlisbæligenum. Legslímuflakksvefur getur orð- ið illkynja í eggjastokkum (endometroid ovarian cancer) og tíðni krabbameins í eggjastokkum hjá kon- um með legslímuflakk er aukin (13). 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.