Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Page 25

Læknaneminn - 01.04.2002, Page 25
Nýjar rannsóknir á íslandi beinast að því að nota ís- lenska efniviðinn til að skoða allt erfðamengið nánar (14), og finna þannig svæði sem gætu tengst sjúk- dómnum. Taka þarf tillit til mismunandi forma sjúk- dómsins í þeirri leit. Þá þarf að skoða tjáningu gena í veíjaskemmdum miðað við eðlilega legsiímhúð betur. Þar verður reynt að fá heildarmynd af tjáningarmynstri gena (transcriptional profile) með nýrri aðferð (Affy- metrix GeneChip-greiningartækni) til að rannsaka tjáningarmynstur um 12,600 þekktra gena úr sérvöld- um sjúklingahópi og viðmiðunarhópi. Þegar búið er að einangra nægilegt magn RNA úr veíjasýnum, er því breytt yfir í cDNA með öfugri umritun (reverse transcription), síðan í cRNA og merkt með flúrljóm- andi samsætum. Þetta nýtist sem þreifari (probe). Samloðun (hybridization) verður við tugþúsundir DNA-raða á iitlu kísilundirlagi og Argon laser-tæki les merkið sem kemur frá hverjum erfðaefnisbút. Þannig er vonast til að finna gen sem sýna breytilega tjáningu í sjúkum vef samanborið við þann heilbrigða. Einkenni um legslímuflakk Slæmir og langvarandi blæðingaverkir (dysmenorr- hea) og verkir sem kona finnur við samfarir (dyspare- unia) eru megin einkenni sjúkdómsins (3,9,21,22,23). Verkir með tíðablæðingum tengjast blæðingum inn í vefi, en verkir við samfarir koma vegna aumra hnúta í rectovaginal septum og vegna blöðrumyndana í eggja- stokkunum. Blæðingum inn í eggjastokka fylgja trufl- anir á hormónamyndun, en slæmir verkir þaðan koma ekki fyrr en blóðfyllt blaðra á eggjastokknum spring- ur og blóð lekur úr henni og ertir lífhimnuna (ekki eru taugar í ytri hluta eggjastokksins). Blæðinga- og egg- lostruflanir leiða til minni frjósemi. íslenskar konur með sjúkdóminn hafa talsvert minni frjósemi en al- mennt gerist eða sjá má hjá systrum þeirra (Stefáns- son H, Geirsson RT, óbirtar athuganir). Samkvæmt íslensku rannsóknunum virðist sem tvær svipgerðir sjúkdómsins séu til, sem kallaðar hafa verið týpa I og II (Jónsdóttir K, Sverrisdóttir G, Guðnason GA, Geirsson RT o.fl., óbirt athugun). Konur með týpu I virtust fá mjög slæma blæðinga- verki fljótlega eftir að fyrstu tíðir hófust og hélst svo fram yfir greiningu sjúkdómsins mörgum árum seinna. Konur með týpu II voru einkennalausar fram- an af, en fengu verki síðar, stundum ekki fyrr en stuttu áður en sjúkdómurinn greindist. Hjá þeim var oftar um þunga grindarholsverki að ræða sem ekki hurfu al- veg milli blæðinga, oft tengt blöðrum á eggjastokkum sem voru fylltar gömlu blóöi (,,súkkulaðicystur“). Þegar fór að leka úr þeim inn í kviðarholið, gátu verkirnir versnað skyndilega. Þær höfðu oftar náð að eiga börn áður en einkenni fóru að gera vart við sig, meðan hinar náðu ekki sama barneignafjölda, enda hófst sjúkdómurinn sennilega fyrr hjá þeim. Samsvör- un milli systra og mæðra og dætra var mikil í þessum tveim svipgerðum. Greining Þó nákvæm taka sjúkrasögu og íjölskyldusögu geti gefið vísbendingu um tilvist sjúkdómsins, einkum hjá ungum konum (21,24), þá þarf að sjá ummerki um sjúkdóminn og helst fá vefjagreiningu (1,2,3,9,22,25,26). Það verður ekki gert nema með kviðsjárspeglun eða opinni lcviðarholsaðgerð. Óm- skoðun getur þó stundum verið góð til að greina ein- kennandi blöðrur á eggjastokkum. Sjúkdómurinn er flokkaður eftir svonefndu rAFS-kerfi (revised Amer- ican Fertility Society criteria) í vægan (minimal, mild), mcðal slæman (moderate) eða slæman (severe), á grundvelli útbreiðslu og staðsetningar og eftir gerð vefjaskemmda (samvextir milli líffæra) (9). Nýjar hugmyndir um flokkun byggjast á því sem sést við kviðsjárspeglun (2,25). Meira um tilurð sjúkdómsins (pathogenesis) Nokkrar rannsóknir, einkum frá Hollandi, hafa gefið nýja innsýn í það hvernig sjúkdómurinn nær að búa um sig í kviðarholinu (4,5,10,11,27). I rannsóknum á lífhimnum og líknarbelg (amnion), sem hefur svipaða gerð, hefur komið í ljós að mesothelial frumulagið hindrar að blæðingalegslímhúð nái bólfestu á lífhimn- unni. En hvað skemmir þá lífhimnuna? Legslímhúð sem losnar við tíðablæðingar hefur þann eiginleika að geta límst á Iífhimnu, en ekki legslíma á vaxtarskeiði. Skemmdirnar hljóta því að vera tilkomnar, a.m.k. að hluta til, vegna hormónaáhrifa. Ef chorioallantoín himna úr kjúklingum var notuð til að líkja eftir líf- himnu (11), kom í ljós að bæði uppistöðufrumur (stro- ma) og kirtilfrumur hafa hæfileika til ífarandi vaxtar. Fyrst náði uppistöðuvefurinn bólfestu (eftir einn sól- arhring) og síðan kirtilvefurinn (eftir tvo sólarhringa), enda er uppistöðuvefurinn forsenda þess að kirtilvefur geti búið um sig. Eftir þrjá sólarhringa var kirtilvefur- inn með enn meiri þroskamerki. í lífhimnuvökva (peritoneal fluid) kvenna með leg- slímuflakk sést aukin virkni átfruma (macrophaga) og nýmyndun æða (angiogenesis). Ýmis cýtókín, s.s. TNF-alfa (tumor necrosis factor alfa), ICAM-1 (veitir viðnám gegn sundrun fruma af völdum drápsfruma), interleukín 6, 8, 10 og 13, cýtókín sem hvetja átfrum- ur, bólgu-prostaglandín, fosfólípasar, og próteasa- hindrar eru einnig auknir. Þetta bendir til að hjá þess- um konum verði bólgusvar í lífhimnunni og undir henni og að erfiðara sé að hreinsa burt af lífhimnunni þær legslímufrumur sem festast á hana. Frumubundið 23

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.