Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 31

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 31
sem hafa gott forspárgildi um horfur í upphafi sjúk- dóms eru interleukin-6 (IL-6) og PMN-elastasi (80% forspárgildi >12 kls), en þessar mælingar eru enn ekki komnar í almenna notkun á sjúkrahúsum. Aður fyrr var talið að meinsemdin við bráða bris- kirtilsbólgu væri fof virkjun á efnahvötum í briskirtl- inum sem leiða til sjálfsmeltingar. Nú er ljóst að marg- ir mismunandi þættir geta sett briskirtilsbólgu af stað. Við gallsteina-briskirtilsbóigu er virkjun efnahvata í kirtlinum sá þáttur sem setur sjúkdóminn af stað. Hjá hluta sjúklinganna þróast sjúkdómurinn áfram yfir í alvarlega briskirtilsbólgu og nú er talið að um óeðli- lega svörun bólgu-/ónæmiskerfisins sé að ræða (9). Líta má á alvarlega briskirtilsbólgu sem «tveggja stiga» sjúkdóm. I upphafi er bólgusvörunin yfirgnæf- andi þáttur sem síðar getur þróast yfir í að drep mynd- ist í og umhverfis brisið sem getur síðar leitt til biiun- ar á líffærakerfum (>72 klst.). Ef á annað borð myndast drep í briskirtlinum þá gerist það innan 72 klst. eftir að veikindin hófust hjá um 95% sjúklinga (10 ) (Tafla 5). Sýking í drepi kem- ur oftast 2-3 vikum eftir að veikindi hófust(lO) en sjaldan innan 6 daga eða eftir 3 vikur. Horfur og dánartíðni sjúklinga með briskirtils- bólgu eru í beinu samhengi við hve mikið drep mynd- ast í og við bris, hvort sýking verður í drepinu og al- varleika líffærabilunar (Tafla 6). Beger (11) sýndi fram á að hjá sjúklingum með minna en 50% drep í briskirtli jókst dánartíðnin frá 13% til 39% ef drepið sýktist og hjá sjúklingum með drep í yfir 50% af bris- kirtli jókst dánartíðnin úr 14% í 67% við sýkingu. Af Tafla 6.________________________________________ | Dánartíðni í alvarlegri briskirtilsbólgu: 10-30%] Sterilt drep:10% Sýkt drep: 30-40% Fjöldi líffærakerfa sem bila: Eitt: 10% dánartíöni Tvö: 30-35% dánartíöni Þrjú > 50-90% dánartíðni sjúklingum sem fá drep í briskirtil fá ca. 50 % líffæra- bilun. Sjúklingar sem deyja úr alvarlegri briskirtils- bólgu deyja oftast úr bilun á tveim eða fleiri líffæra- kerfúm (12,13). Tölvusneiðmynd (TS) af kvið og brisi með skugga- efni í görnum og æð er besta rannsóknin til að meta magn dreps og þar með þyngd sjúkdómsins og þarf oft að endurtaka rannsóknina reglulega. Meta þarf; a) útbreiðslu bólgu í og umhverfis briskirtil, b) magn og staðsetningu á drepi í briskirtli og c) merki um sýkingu. Sem höfuðreglu má segja að eftir því sem drep er staðsett lengra til hægri í brisi því verri eru horfurnar (14). Meðferð bráðrar briskirtilsbólgu Strax við innlögn er mikilvægt að gera nákvæmt klíniskt mat og rannsóknir sem miða að því að finna orsök briskirtilsbólgunnar. Við innlögn er tekin blóðprufa fyrir blóðstatus, blóðsölt auk kalsíum, lifr- arpróf og blóðfitur. Omskoðun af lifur og gallvegum er gerð við innlögn hjá öllum sjúklingum með bráða briskirtiIsbólgu til að útiloka gallsteina. Það á að gera TS rannsókn af kvið og brisi með skuggaefni (í æð og görn) strax við innlögn ef líkur eru á að alvarlegur sjúkdómur sé í uppsiglingu. Alvarlegur sjúkdómur er líklega í uppsiglingu ef sjúklingurinn er mikið veikur með brettharðan kvið og mikla verki og/eða CRP er hátt (>120 mg/1). Það er öruggt merki um alvarlegan sjúkdóm ef sjúklingurinn er með einkenni um bilun á cinu eða fleiri líffærakerfum. Meðferð er háð því hvort um er að ræða gallsteina- briskirtilsbólgu eða ekki og hvort um vægan eða al- varlegan sjúkdóm er að ræða. Gallsteina briskirtilsbólga Ef gallsteinar sjást í gallblöðru eða gallpípu (ductus choledochus) við ómskoðun er gerð ERCP rannsókn með sphincterotomiu og úthreinsun á gallpípu. Ef sjúklingurinn er með cholangitis þarf að gera sphinct- erotomiu strax við komu. Ef sjúklingurinn er með ein- kenni um alvarlega briskirtilsbólgu þarf að gera sphincterotomiu og úthreinsun á gallpípu innan 24 klst. (15,16). Við væga brisbólgu er miðað við að sphincterotomian sé gerð áður en sjúklingurinn út- skrifast. Ef ERCP er gert innan 24 klst. frá komu er um helmingur sjúklinga (sem leggjast inn með bris- kirtilsbólgu og hafa gallblöðrusteina) með stein í gall- pípu (17,18). Ef gallpípusteinn er ekki Ijarlægður fær stór hluti sjúklinga sem eru lagðir inn vegna brisbólgu endurteknar bólgur innan fárra vikna (19,20). 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.