Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Side 52

Læknaneminn - 01.04.2002, Side 52
lyfjameðferð voru eftirfarandi (Tafla 1). Mann Whitney U test. Sambærilegt fékkst fyrir konur. SEM: standard error of mean. Algengi áhættuþáttanna í töflu 1 var eftirfarandi(SS2;SB): Háþrýstingur ((160/100); 27,6vs.6,2% p<0,0004. TG((2,2); 44,8vs.l0,9% p<0,0000001. Kól/HDL((5,0); 69,0vs.44,0% p<0,02. BMI((25,0); 89,3vs.64,4% p<0,01. Lækkað HDL((0,90); 31,0vs.9,l% p<0,0009. Systólískur blóðþrýstingur var sterkasti áhættuþátturinn í þekktum kransæðasjúkdómi hjá körlum 40-80 ára skv. fjölþátta aðhvarfsgreiningu. 16,9%±4,7%CI SS2 voru með greindan kransæðasjúkdóm en 8,8%±1,1%CI SB (p<0,00005) sem gefur líkindahlutfall upp á 2,0(95%CI 1,5-3,0) fyrir þekktan kransæðasjúkdóm. Sambærilegt fékkst fyrir bæði kynin í báðum aldurs- hópum. Ályktanir: Hátt hlutfall hafði ógreinda sykursýki sem gæti bent til aukningar á sjúkdómnum. Marktækur munur er á áhættumynstri stóræðasjúkdóma og algengi þess hjá nýgreindum sykursjúkum með skimun og heilbrigðum. Hærra hlutfall sykursjúkra er á blóðþrýstings- og blóðfitulækkandi lyfjum. Niðurstöðurnar auka vægi þess að taka upp kerfis- bundna skimun við SS2 á Islandi þar sem meðhöndlun ofangreindra áhættuþátta kemur í veg fyrir og hægir á framgangi fylgikvilla. Áhættuþættir skíöa- og snjóbrettaslysa Gísli E. Haraldsson, Jón Baldursson, Brynjólfur Mogensen Slysa- og bráðamóttaka Landspítala háskólasjúkrahúss Fossvogi Inngangur: Skíða- og snjóbrettaslys eru talin algeng. Margir á- hættuþættir hafa verið nefndir en lítið er vitað um vægi þeirra hjá íslenskum skíðaiðkendum. Markmið rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um fjölda skíðaslysa og mikilvægi áhrifaþátta með forvarnastarf í huga. Efniviður og aðferðir: Fengnar voru komur slasaðra vegna vetraríþrótta frá 1. janúar 1998 - 31. desember 2000 úr skráningarkerfi slysa- og bráðamóttöku (SBM) Landspítala Fossvogi. Athugað var nýgengi, aldur, kynjaskipting, tímasetn- ing slyss, staðsetning áverka og innlagnarhlutfall. Síðan voru athugaðir sérstaklega þeir sem komu á SBM 1. janúar - 30. apríl 2001 vegna slysa við vetrar- íþróttir. Auk upplýsinga úr slysaskráningarkerfinu fylltu þeir út spurningalista um þætti eins og þjálfun, reynslu, tilsögn, veður, færð, nánari staðsetningu slyss og búnað. Niðurstööur: A þremur árum komu 780 slasaðir vegna skíða- og snjóbrettaslysa. Nýgengi skíðaslysa var 6,5 slys pr 1000 skíðadaga. Kynjaskipting er álíka í skíðaslysum en karlar eru í miklum meirihluta í brettaslysum (80%). Nánast allir slasast fyrstu fjóra mánuði ársins. Algengustu áverkarnir voru áverkar á framhandlegg og áverkar á hné. Innlagnarhlutfall skíðaslysa er um 4,4%. Þann 18. mars voru 59 einstaklingar komnir í síðari hluta rannsóknarinnar. Flest urðu slysin í svig- brekkum (64%). Fjórðungur slysanna varð á ótroðnu svæði. 45% slysanna urðu á harðfenni. Flest slysin gerðust annaðhvort á fyrstu klukkustund skíðaferðar (32%) eða á síðustu klukkustund áætlaðrar skíðaferð- ar (42%). 53% höfðu enga tilsögn fengið varðandi bretta- eða skíðaiðkun. Öryggisbindingar virkuðu ekki hjá þremur einstaklingum. 10 slasaðir höfðu ver- ið með hjálm en lítil notkun var á öðrum öryggisbún- aði. Ályktanir: Nýgengi skíðaslysa hérlendis er svipað og erlendis. Stór hluti slasaðs skíða- og brettafólks hérlendis hefur ekki fengið neina tilsögn. Óvarkárni og ónóg upphit- un í upphafi og þreyta í lok skíðaferðar virðast vera verulegur orsakavaldur í skíðaslysum ÁHRIF EGF 0G ÁVERKUNAREFNA G-PRÓTEIN TENGDRA VIÐTAKA Á PKB/AKT ÖRVUN í ÆÐA- ÞELSFRUMUM Guðrún Dóra ClarkeHaraldur Halldórsson2, Guðmundur Þorgeirsson23 1 Læknadeild Háskóla íslands,2 Rannsóknarstofa Hl í lyfjafræði, 3 Lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Inngangur: Starfsemi æðaþelsins er mikilvæg til viðhalds á heil- brigði æðakerfisins. Vanstarfsemi þess markar upphaf ýmissa sjúkdóma eins og æðakölkunar, háþrýstings og fl. Athygli manna beinist nú mjög að prótein kínasa B/Akt sem er serine/threonine kínasi sem örvaður er af vaxtarþáttum. Virkjun (fosfórun) hans virðist vera miðlað í gegnum phosphoinositide 3-OH kínasa (P13K) því P13K hindrinn wortmannin kernur í veg fyrir fosfórunina. Þekkt áhrif PKB/Akt örvunar eru hindrun á stýrðum frumudauða, fjölgun og færsla æðaþelsfrumna, örvun á NOS og stýring á metabol- ískum áhrifum insúlíns. Ahrif histamíns og thrombíns á PKB/Akt örvun 50

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.