Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Side 57

Læknaneminn - 01.04.2002, Side 57
Niðurstöður: 1. Aldursstöðluð tíðni aðgerða og greininga á 100.000 íbúa: Greiningar Ar 83-88 89-94 95-00 breytingar 83-88 89-94 95-00 Breytingar kyn karlar konur 0-29 4,0 5,1 7,5 46,7% 26,0 38,8 51,8 49,7% 30-59 35,9 42,5 60,8 40,9% 82,7 112,5 155,7 46,9% 60-eldri 77,3 85,7 75,1 -2,9% 124,9 122,4 119,0 -5,0% Aðgerðir Ár 83-88 89-94 95-00 83-88 89-94 95-00 kyn karlar konur 0-29 3,5 4,7 7,1 50,6% 24,3 36,4 50,2 51,6% 30-59 30,4 36,4 57,2 46,7% 72,9 106,1 152,6 52,2% 60-eldri 54,3 69,7 62,8 13,6% 86,4 98,4 109,9 21,4% IVIAT Á HREYFIFÆRNI ELDRI EINSTAKLINGA Borgarspitala og Landakoti (siðar Sjukrahús Reykja- víkur) og Landspítala með greiningarnar: 574 og 575 (ICD 9) og K80 og K81 ( ICD10) á árunum 1983- 2000. Úr sjúkdómaskráningum fengust upplýsingar um aðgerðir, aðgerðardag, innlagnar- og útskriftardag auk aldurs og kyns sjúklings. Tíðni greininga og aldurs var fundin fyrir hvert ár og stöðluð beint miðað við íbúafjölda á Stór-Reykjavík- ursvæðinu samkvæmt manntali með tilliti til aldurs- dreifingar og kyns. 2. Meðalaldur við fyrstu sjúkdómsgreiningu lækkar úr 62 árum í 54 og meðalaldur við aðgerð lækkar úr 58 í 52 ár. 3. Línuleg fækkun meðallegudaga um 74,4% og meðallegu eftir aðgerð um 74,6% verður á tímabilinu. Ahrif kviðsjáraðgerða eru greinileg en ekki afgerandi. Leiðrétting fyrir auknum fjölda sjúklinga sýnir fækkun heildarlegudaga á ári vegna sjúkdómsins 38,5% og eftir aðgerð 31,9%. Umræða: Aukning greininga og aðgerða hjá fólki undir 60 ára aldri og lækkun meðalaldurs í báðum flokkum á sér líklegast margar skýringar, t.d. almennari nokun óm- skoðunar, breyttar neysluvenjur, aukna meðalþyngd og almennari notkun getnaðarvarnarlyfja. Fækkun legudaga skýrist hugsanlega af betri aðbúnaði á sjúkrahúsum auk styttri legutíma eftir kviðsjáraðgerð- ir en með því næst rekstrarlegt hagræði. Með grunn- vinnu þessarar rannsóknar er búinn til grundvöllur fyrir frekari rannsóknir á gallsteinasjúkdómum. Ingunn Jónsdóttir læknanemi, Ólafur Þór Gunnarsson lyf- og öldrunarlæknir, Lilja Elsa Sörladóttir forstöðumaöur félagsmiðstöðvarinnar Árskógum Inngangur: Á íslandi hefur hingað til lítil áhersla verið lögð á lík- amsrækt og endurhæfingu aldraðra. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að með líkamsþjálfun má bæta lífs- gæði eldri einstaklinga og draga úr ýmsum vandamál- um sem hrjá þennan aldurshóp. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hreyfifærni eldri borgara sem búa í þjónustuíbúðum í Reykjavík með SPPB prófi (short physical performance battery) og bera það sam- an við ýmsar lýðfræðilegar breytur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var þversniðsrannsókn. Öllum íbúum Ár- skóga 6 og 8 var boðin þátttaka. Þátttakendur gengust undir mat á hreyfifærni með SPPB prófi sem mælir jafnvægi, vöðvastyrk í fótum og gönguhraða. Niður- stöður úr prófinu eru á bilinu 0-12 með 12 sem besta skor. Þátttakendur svöruðu spurningalista um ýmsa lýðfræðilega þætti svo sem aldur, hæð, þyngd, hjú- skaparstöðu, skólagöngu, árstekjur o.fl. I úrvinnslu gagna var frammistaða í SPPB prófinu borin saman við lýðfræðilegu breyturnar svo og þær innbyrðis. Niðurstöður: 95 manns tóku þátt i rannsókninni 36 karlar og 59 konur og voru það 70% af mögulegum þátttakendum í húsunum. Þátttakendur voru á bilinu 64-99 ára og var meðalaldur 76,5 ár. Meðalaldur annarra íbúa sem ekki tóku þátt var 72,5. Meðalskor á SPPB var 10,13 ( 2,11. Neikvæð fylgni var milli aldurs og heildar- stigaíjölda á prófinu (p< 0,002) sem og einstakra þátta prófsins. 55

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.