Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2002, Page 63

Læknaneminn - 01.04.2002, Page 63
isjá. Einnig var tjáning yfirborðssameinda og frumu- dauði (apóptósa) metin með flúorskins merktum mótefnum og frumuflæðisjá. Niðurstöður: Tilhneiging var í þá átt að TGF-(1 hefði hemjandi á- hrif á fjölgun hnattkjarna hvítfruma eftir ræsingu með CD3-mótefni. Við nánari athugun kom í Ijós að TGF- (1 hafði eingöngu hamlandi áhrif á fjölgun CD8+ T- fruma. Þessi áhrif voru sterkari á CD8+ frumum úr heilbrigðum (p= 0,001) heldur en hjá einstaklingum með psoriasis (p =0,015). TGF-( 1 hafði engin áhrif á tjáningu á B7 eða CD28 sameindir eftir ræsingu með CD3-mótefnum eða SPEC hjá heilbrigðum. Hins veg- ar hafði TGF-( 1 marktæk bælandi T-fruma úr psorias- is sjúklingum áhrif á CD28 tjáningu eftir ræsingu með SPEC. Slík áhrif greindust ekki eftir CD3- mótefnaræsingu né fyrir B7 tjáningu hvorki hjá heil- brigðum eða psoriasis sjúklingum. Þar sem meingerð psoriasis byggist að miklu leyti á íferð og ræsingu T-fruma í húð voru áhrif TGF-(1 á Cutaneous Lympocyte Antigen (CLA) og intergrin (7 athuguð. CLA stýrir T-frumum út í húð en (7 stýrir þeim út í slímhúðir. TGF-(I hafði engin áhrif á tján- ingu CLA eftir ræsingu með CD3-mótefni eða SPEC. Við antiCD3 ræsingu hafði TGF-(1 hamlandi áhrif á tjáningu (7 hjá heilbrigðum og psoriasis (p = 0,01). TGF-(1 hafði einnig bælandi áhrif á (7 tjáningu hjá psoriasis sjúklingum en ekki hjá heilbrigðum. TGF-(1 hindraði dauðaT- fruma eftir antiCD3 ræs- ingu hvort sem er hjá heilbrigðum eða einst. með psoriasis (p = 0,001). Hins vegarhindraðiTGF-(l ekki frumudauða hjá T-frumum eftir ræsingu með SPEC. Alylctun: TGF-(1 hefur bælandi áhrif á vissa eigin- leika sem T-frumur fá eftir ræsingu. í sambandi við psoriasis er athyglisvert að TGF-(1 hamlar sértækt fjölgun CD8 T-fruma. Sú vísbending sem kom fram í þessari rannsókn að CD8 T-frumur psoriasis sjúklinga séu minna næmar fyrir TGF-(1 að þessu leyti er á- hugaverð í ljósi þess að CD8 T-frumur gegna líklega mikilvægu hlutverki í meingerð psoriasis. Öndunarörðugleikar hjá börnum sem fæðast með valkeisara Snorrí F. Dónaldsson', Þórður Þórkelsson12, Hörður Bergsteinsson2, Hildur Harðardóttir13, Atli Dagbjartsson'2 og Ásgeir Haraldsson12. 'Læknadeild Háskóla íslands, "Barnaspítali Hringsins og "Kvennadeild Landspítalans. Inngangur: Börn sem fæðast með valkeisara án þess að móðirin sé komin í fæðingu eru í aukinni hættu að fá öndunarörð- ugleika, sem geta verið mjög alvarlegir. Talið er að það sé vegna þess að þau séu látin fæðast of snemma, þó svo flest þeirra séu fullmeðgengin (>37vikur) skv. alþjóða skilgreiningum. Öndunarörðugleikar þeirra eru vegna votra lungna eða slcorts á surfactanti lunga, þ.e. glærhimnusjúkdóms. Mikilvægt er að telcið sé til- lit til þessarar hættu og þess gætt að gera valkeisarann ekki of snemma. Til greina kemur að hægt sé að finna þær konur sem eru í mestri hættu að fæða börn sem fá öndunarörðugleika, t.d. með því að taka tillit til hversu lengi þær gengu með sín fyrri börn. Eftirfarandi tilgátur voru kannaðar: 1) Tíðni alvarlegra öndunarörðugleika barna sem fæð- ast með valkeisara er í öfugu hlutfalli við meðgöngu- lengd. 2) Mæður barna sem fæðast með valkeisara og lenda í alvarlegum öndunarörðugleikum ganga að jafnaði lengur með sín börn en þær konur sem fæða börn með valkeisara og elclci fá öndunarörðugleika. Efni og aöferöir: Upplýsingar úr fæðingaskrá voru fengnar um þau börn sem fæddust með valkeisara á Kvennadeild Landspítalans 1996-2000. Upplýsingar voru fengnar um þau börn sem lögðust inn á vökudeild Barnaspít- ala Hringsins vegna öndunarörðugleika á satna tíma- bili og fengu greininguna vot lungu eða glærhimnu- sjúdóm. Tíðni öndunarörðugleika var reiknuð út fyrir þau börn sem fæddust eftir 35 vikna meðgöngu. Seinni tilgátan var könnuð með afturskyggnri til- fella-viðmiðarrannsókn. Fundin voru þau börn sem greindust með alvarlega öndunarörðugleika, þ.e. glær- himnusjúkdóm og lögðust inn á vökudeild eftir ( 38 vilcna meðgöngu 1990-2000 (n= 16). Fundnar voru þær mæður þessara barna sem einhverntíma áður eða eftir umræddan valkeisara höfðu farið í fæðingu (n= 13). Fyrir hvert tilfelli voru síðan til viðmiðunar fundin 3 börn sem fæddust með valkeisara eftir sömu meðgöngulengd en fengu eklci öndunarörðugleika. Meðgöngulengd systkina þessara barna var borin saman við meðgöngulengd systkina barnanna sem lent höfðu í öndunarörðugleikum. Niöurstöður: Tiðni öndunarörðugleika var í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd barnanna. Tíðnin fór úr 18,2% við 35 vikna í 2,5% við 40 vikna meðgöngu. Mestur var munurinn á tíðni öndunarörðugleika frá 38 til 39 vikna meðgöngu, 6,7% vs. 2,6% (p=0.012). Meðgönguiengd systkina þeirra barna sem fæddust með valkeisara og lentu í öndunarörðugleikum var marktækt lengri (41v. og 2 d. ( 2 d.) en viðmiðunar- hópsins (40 v. (1,4 d.) (p=0.0049). Einnig voru mark- tækt fleiri drengir en stúlkur í fyrri hópnum, auk þess 61

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.