Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 FRÉTTIR Ólafur Lindgren Sigurðsson tekur við eggjabúi í Noregi í haust. Hann segir bankann hafa verið viljugan til að lána, þar sem afkoma búsins er góð. Ólafur, sem er 25 ára, hefur dvalið löngum stundum á Krossi í Landeyjum þar sem pabbi hans er kúabóndi. Hann er þó alinn upp að mestu í Noregi, hjá norskri móður sinni. Ólafur hefur alltaf viljað vera bóndi og stefndi um tíma að því að taka við búi föður síns. Victoria, unnusta Ólafar, hafði ekki áhuga á að flytja frá Noregi og settu þau því stefnuna á að hefja búskap þar í landi. Fjármögnun mikil vinna Ólafur segir mikla vinnu liggja að baki fjármögnun á jörðinni, en hann þurfti að eiga fyrir þriðjungi kaupverðsins. „Það sem hjálpaði okkur er að það eru svo góðar tekjur af búinu,“ segir Ólafur, sem gerði lánastofnanir viljugri til að fjármagna. Hann telur að ekki fengist fyrirgreiðsla fyrir kaupum á jafndýru búi með verri afkomumöguleika. Enn fremur er seljandinn tengdur Ólafi fjölskyldu- böndum og seldi unga parinu á lægra verði en á almennum markaði. „Hann vildi að við tækjum við. Hann var búinn að segja að ef við tækjum ekki við, þá myndi hann ekki selja,“ segir Ólafur, en fráfarandi bóndi er 74 ára gamall. Ólafur og Victoria taka formlega við búinu 1. september næstkomandi. 7.500 lausagönguhænur Bærinn er staðsettur við Ulefoss, sem aftur er skammt frá Skien í Þelamörk, í sunnanverðum Noregi. Á búinu eru 7.500 hænur og er uppistaða búrekstursins eggjaframleiðsla. Á jörðinni eru einnig gróðurhús sem eru notuð til að rækta blóm á vorin. Þau eru með litla sjálfsafgreiðsluverslun þar sem fólk getur keypt afurðirnar af bænum. „Fólk kemur inn og tekur það sem það vill fá. Þau skrifa niður hvað þau taka og borga annaðhvort í síma eða með peningum,“ segir Ólafur. Búðin er smá og er staðsett í gömlu útihúsi á bænum. Þar að auki eru þau með litla krá. Dagleg störf eggjabóndans Núna eru þau gjarnan með fráfarandi bónda í almennum störfum. Dagleg bústörf felast meðal annars í því að fara í hænsnahúsin á morgnana og tína saman þau egg sem hafa dottið úr hreiðrunum. Hænurnar ganga lausar og verpa almennt í varpkassa og rúlla eggin þá niður á færiband. Þaðan fara eggin í rými þar sem þau eru með aðstöðu til að flokka og pakka afurðunum í neytendapakkningar. Stærstu eggin eru seld heima á bæ, á meðan flest eru seld í verslunum í gegnum bændasamlagið Nortura. Nokkurt ræktarland fylgir jörðinni, sem er leigt út. Ólafur segir ekki mikinn pening fást úr ræktun korns þessi misserin, en er áhugasamur um að stunda slíka ræktun síðar. Ólafur mun einnig taka yfir snjómoksturinn á svæðinu, sem fráfarandi bóndi hefur sinnt til þessa. Ólafur segir að það sé gott að vera bóndi í Noregi, þó hlutirnir gætu alltaf verið betri. „Þetta eru þokkaleg laun, en mættu alveg vera meiri þegar maður sér hversu marga tíma maður er að vinna.“ Hann viðurkennir að starf bóndans sé líka lífsstíll. Aðspurður um frekari samanburð á búrekstri á Íslandi og í Noregi, segir Ólafur að veðrið sé óneitanlega mildara hjá honum, á meðan á Íslandi sé oft rok og rigning. Þegar Bændablaðið ræddi við Ólaf var 30 gráðu hiti, sem hann sagði að væri reyndar fullmikið af því góða. /ÁL Ungur Íslendingur eggjabóndi í Noregi – Segir afkomumöguleika góða og lánakjör hagstæð Eggjabúið er við Ulefoss. Á bænum er líka blómarækt í gróðurhúsum, krá og bændaverslun. Myndir / Aðsendar Ólafur Lindgren Sigurðsson og Victoria Bjune taka við eggjabúi í Þelamörk í Noregi í haust. Ólafur á ættir að rekja til Landeyjanna. Góð aðstaða er til að flokka og pakka eggjunum. Auðhumla mun aftur taka upp viðmið varðandi úrvalsmjólk og verðfellingar á grundvelli líftölu- mælinga frá og með 1. ágúst nk. Í tilkynningu frá samvinnu- félaginu er sagt að vel hafi verið fylgst með mælingum líftöluvélarinnar og að undanfarnar vikur hafi hún gengið mjög vel og mælingar verið stöðugar og án vandkvæða. Því muni félagið aftur miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk og verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið sem má nálgast á vefsíðu Auðhumlu. Í mars sl. gaf félagið það út að vafi léki á réttmæti á niðurstöðum líftölumælinga og því notaði það ekki þær tölur til verðfellingar á hrámjólk frá 16. janúar sl. Á sama tíma var viðmiðunum vegna úrvalsmjólkur breytt tímabundið. Frá 1. ágúst nk. mun Auðhumla miða við að greiða fyrir úrvalsmjólk sem er undir 20.000 ein/ml og verðfella hrámjólk miðað við hefðbundin viðmið, þ.e. hrámjólk sem fær hærri líftölugildi en 80.000 ein/ml falli í 2. flokk með 16% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur, hrámjólk sem fari yfir 200.000 ein/ml falli í 3. flokk með 36% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur og hrámjólk sem fer yfir 500.000 ein/ml falli í 4. flokk með 60% verðfellingu af lágmarksverði mjólkur. /ghp Tekur aftur upp verðviðmið Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) munu efla samstarf sín á milli á næstu misserum. Í því felst að faghópar munu vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál. Sérstaklega verður hugað að samstarfi um ný rannsóknarverkefni BS, MS og PhD nema og leiðir til fjármögnunar slíkra verkefna. „Endurmenntun LbhÍ hefur eflst mikið á undanförnum misserum og lögð er áhersla á að standa saman um áframhaldandi uppbyggingu námskeiða sem svara best þörfum bænda og annarra hagaðila,“ segir í tilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að í ágúst verði sameiginlegur ráðunautafundur RML og LbhÍ þar sem starfsmönnum gefst kostur á að setja sig inn í verkefni hver annars ásamt því að ræða nýja samstarfsfleti. „Sérfræðiþekking einstakra greina í landbúnaði byggir á mjög fáu fólki og því mikilvægt að samvinnan sé góð á milli aðila. Mikil tækifæri eru til að efla enn frekar samstarfið og þá ekki síst til að sækja fram og auka enn frekar samstarf í rannsóknum og nýsköpun,“ segir í tilkynningu frá RML og LbhÍ. /ghp Samstarf RML og LbhÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.