Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Strandveiðifélag Íslands boðaði til mótmælaaðgerða laugardaginn 15. júlí síðastliðinn. Tilefnið var ótímabær stöðvun strandveiða fjórða árið í röð. Hundruð trillukarla og -kvenna söfnuðust saman við Hörpu og gengu fylktu liði niður á Austurvöll. Þar tók KK lagið og stappaði í okkur stálinu; Kristján Torfi og Trillukarlakórinn sungu um vélarvana bát og fiskifræði; Valdimar Jóhannesson, kvótabani og reynslubolti, hvatti okkur til frekari aðgerða; Arthur Bogason minnti hópinn á mikilvægi samstöðu; og Kári Stefánsson kjarnaði boðskap mótmælanna með þrumuræðu. Hann benti á að það væri á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að aflaheimildum væri skipt með sanngjörnum hætti: „Þegar ráðherra sem hefur látið hafa það eftir sér að hún sé hlynnt strandveiðum segir nú að ekki sé lagaheimild fyrir að auka aflaheimildir strandveiða, er hún að benda okkur á, svo ekki verður um villst, að Alþingi Íslendinga sé ekki að vinna vinnuna sína.“ Þess vegna mótmæltum við Hverju vorum við þá að mótmæla? Við vorum að mótmæla þeirri vanvirðingu og því skeytingarleysi sem okkur hefur verið sýnt. Við erum vön óvissu, enda háð duttlungum veðurfars, vélabilana og fiskgengdar. En stærsti óvissuþátturinn eru þó stjórnvöld og í ár náði þessi sveiflukenndi ruglingur sem einkennir ákvarðanatöku stjórnvalda hæstu hæðum. Fyrirkomulag vertíðarinnar var óráðið í báða enda. Hún hófst á frumvarpi um svæðaskiptingu aflaheimilda sem kom inn á borð atvinnuveganefndar örfáum dögum fyrir vertíðarbyrjun. Þegar ljóst var að frumvarpið myndi ekki ná í gegnum Alþingi í tæka tíð fórum við í fyrsta róður sumarsins með það hangandi yfir okkur að fyrirkomulagið gæti breyst í miðri vertíð. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, orðaði það svo: „Að vori er sumarið fram undan í strandveiðinni í óvissu“, og bætti svo við: „Það er verið að taka áhættu með markmið kerfisins og því er stefnt í hættu.“ Vertíðin byrjaði með óvissu og endaði með sama hætti. Svo fór að lokum að þessi vertíð varð sú stysta frá upphafi og strandveiðiflotanum var tilkynnt það 11. júlí kl. 14.00 að hann væri allur eins og hann leggur sig atvinnulaus frá og með miðnætti. Nú segir ráðherra að ráðuneyti hennar hafi „ekki lagaheimild“ til þess að bæta við pottinn þó svo að Strandveiðifélag Íslands hafi síðasta sumar bent henni á hvar aflaheimildir væru að finna. Hvers vegna hefur verið hægt að auka heimildir öll undanfarin ár en ekki þetta árið? Svandís hafði allan veturinn til þess að hugsa þetta og finna lausn en ákvað að gera það ekki. Hún getur ekki falið sig á bak við lagaheimildir. Þetta var pólitískt val. Það sem er þó sárast eru þau sviknu loforð sem einkenna framkomu ráðherra og Vinstri grænna í okkar garð. Þegar Svandís settist í ráðherrastól sjávarútvegsmála fór strandveiðiflotinn að þora að vona að kannski væri kominn ráðherra sem myndi mjaka kerfinu í rétta átt. Hennar flokkur var þá nýbúinn að heyja kosningabaráttu þar sem lofað var að „aflaheimildir í 5,3% kerfinu verði auknar í hóflegum áföngum með það sem endamarkmið að 8-10% veiðiheimilda verði til ráðstöfunar í slíkum tilgangi“ og að festa „þarf strandveiðar enn betur í sessi“. Þegar hennar fyrsta strandveiðivertíð, 2022, endaði með ótímabærri stöðvun 21. júlí, óskaði Strandveiðifélagið eftir fundi. Við áttum í kjölfarið góðan fund með ráðherra (þó hún hafi séð til þess að draga hann svo langt fram eftir ágústmánuði að ljóst var að þeirri vertíð yrði ekki bjargað) og gengum við hæfilega bjartsýn af þeim fundi. Svandís sýndi okkur mikinn skilning og virtist bæði skilja sjónarhorn okkar og hafa samúð með því. Fundinum síðasta sumar lauk með loforði um samvinnu, að ráðuneytið og strandveiðiflotinn myndi vinna að bættu kerfi í sameiningu. En svo heyrist ekki múkk frá ráðuneytinu og nú virðist ráðherra ekki kannast við nein þessara loforða. Óhreinu börnin Það er ómögulegt að segja hvað vakir fyrir Svandísi með þessari ótímabæru stöðvun og skeytingarleysi í okkar garð. Henni hefur verið tíðrætt um það að trillukarlar og -konur mættu kalla sig ráðherra strandveiða. Ég hef enga ástæðu til að trúa öðru en að hún vilji, innst inni, gera okkur hærra undir höfði. Það er þó í hæsta lagi furðulegt að ráðherra Vinstri grænna skuli taka grjótharða afstöðu gegn lítilmagnanum sem stundar umhverfisvænar fiskveiðar. Eitthvað er það sem hræddi hana svo mjög að úr varð stysta strandveiðivertíð í sögu kerfisins. Það kæmi mér ekki á óvart að sá orðrómur sé á rökum reistur að handhafar kvóta hafi herjað bæði á matvælaráðuneytið og aðra stjórnarflokka og hótað öllu illu ef bætt yrði í pottinn. Hvað sem því líður þá hefur ráðherra enn sem komið er ekki sýnt það í verki að hún sé strandveiðiráðherra, enda erum við hætt að líta á hana sem slíka. Okkur trillukörlum og -konum líður eins og óhreinu börnunum hennar Evu. Atvinnugrein sem ætti að vera í algjörum forgangi er alltaf látin mæta afgangi og fær í besta falli nokkrar mylsnur sem detta af gnægtarborðum sægreifanna. Við erum bæði sár og reið yfir því að komið sé fram við okkur sem annars flokks útgerðarform, þegar sannleikurinn er sá að við stöndum fremst meðal jafningja hvað varðar umhverfisvernd, byggðasjónarmið, gæði og verðmæti afla, og rétt almennings til atvinnufrelsis og rétt til að velja sér búsetu. Samt er þessu málefni iðulega stillt þannig upp að umhverfisvænar veiðar sem skapa sjálfbær störf í brothættum byggðum séu eitthvert sérstakt vandamál. Frumvarpaveturinn mikli Það þýðir lítið að gráta orðinn hlut. Nú verðum við að horfa til framtíðar og styrkja strandveiðikerfið þannig að sátt ríki um það hringinn í kringum landið. Svandís hefur sagt að „væntanlega verður næsti vetur tileinkaður nýjum frumvörpum til heildarlaga“ og því til mikils að vinna. Ég tel að mótmæli síðustu helgar hafi sýnt að strandveiðiflotinn ætli ekki lengur að líða sinnuleysi stjórnvalda. Eins er ljóst að ráðherra verður að taka til greina vilja þjóðarinnar, en samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands vilja 72,3% Íslendinga að hærra hlutfall heildarkvóta renni til strandveiða. Við köllum því á ný eftir samstarfi við ráðherra og hennar ráðuneyti í því að finna farsæla lausn á vanda strandveiðiflotans til frambúðar. Hún getur fallið í gleymskunnar dá sem enn einn ráðherrann sem lúffaði fyrir ofríki stórútgerðarinnar. Eins gæti hennar verið minnst í sögubókum sem þeim ráðherra sem vann samkvæmt vilja þjóðarinnar og hafði mannréttindi og náttúruvernd að leiðarljósi. Hennar er valið. NYTJAR HAFSINS Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Breyting á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. maí 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Borgarbyggðar. Ofangreind tillaga er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulags- stofnunar www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 20. júlí til og með 4. september 2023. Ef óskað er eftir nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta skipulagstillögu og er frestur til að skila inn athugasemdum til 4. september 2023. Athugasemdum skal skila inn í Skipulagsgátt eða skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is. Borgarbyggð, 20. júlí 2023 Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar. SKIPULAGSAUGLÝSING Óhreinu börnin hennar Svandísar Kjartan Páll Sveinsson kjartan.sveinsson@gmail.com Hundruð trillukarla og -kvenna gengu fylktu liði niður á Austurvöll laugardaginn 15. júlí til að mótmæla stöðvun strandveiða. Greinarhöfundur er fyrir miðju. Mynd / Gísli Páll Guðjónsson „Við erum bæði sár og reið yfir því að komið sé fram við okkur sem annars flokks útgerðarform,“ segir Kjartan í grein sinni. Mynd / Ragna Gestsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.