Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 32

Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Þetta gerir skógarbóndi Störf bænda eru fjölbreytt árið um kring. Vinnuár skógarbænda hefst strax um áramót, því þá þurfa þeir að vera búnir að ákveða hvað þeir ætla að gera það árið. Samkvæmt skógræktaráætlun sinni leggja þeir inn beiðni til Skógræktarinnar um ákveðið magn af plöntum til gróðursetningar. Út frá því útvegar Skógræktin plöntur til handa bændum. Fyrstu vetrarmánuðina segir Björn að sé nokkuð rólegur tími. „Ég er engu að síður í þeim hópi sem tel mikilvægt að skógar- bændur sæki þau námskeið sem eru í boði. Við fæðumst ekki með vitneskjuna um skógrækt en auðveldasta og fljótlegasta leiðin til að öðlast þekkinguna er að sækja sér menntun.“ Þannig, segir Björn, sé lærdóms- ríkt að taka þátt í félagsstarfi skógarbænda. Þau hjón eru sjálf í einum af þremur leshópum skógar- bændafélagsins þar sem m.a. er farið í heimsóknir milli bænda og þeir kynna sér starf kollegana og læra jafnvel af árangri þeirra og mistökum. Þegar líður að vori sé mikilvægt að útvega sér allt sem til þarf í gróðursetningu, kaupa áburð og yfirfara öll tól og tæki. „Það er fátt leiðinlegra en að lenda í biluðum verkfærum fyrir gróðursetningu,“ segir Björn, enda má þá engan tíma missa því frá miðjum maí er mikið um að vera. „Við vitum það að viku af júní þá þurfum við að vera búin með gróðursetningu á öllum plöntum sem koma úr frysti. Við getum svo tekið okkur aðeins lengri tíma með bakkaplöntur og asparstiklinga.“ Þegar vorgróðursetningu lýkur tekur við girðingarvinna og viðhald slóða. „Svo skiptir miklu máli, eins og núna í júlí, að komast reglulega um og skoða trén með tilliti til sjúkdóma og plága sem geta sprottið upp,“ segir Björn. Ef svo ber undir þurfi að bregðast fljótt við, láta sérfræðinga á Mógilsá vita. „Sem betur fer höfum við verið mjög laus við plágur hingað til. Við förum vikulega, göngum um og skoðum trén. Hér getur komið upp ertuygla á greni sem er mjög hvimleitt.“ Þá er júlí einnig tími jarðvinnu. Ef undirbúa þarf svæði fyrir haust- gróðursetningu þarf að koma því í verk og einnig er gott að undirbúa svæði fyrir næsta ár. „Í ágúst taka svo haustgróður- setningar við. Um leið og við gróðursetjum gefum við áburð. Við erum komin með seinleystan áburð sem plönturætur geta legið upp við án þess að brenna og því gefum við jafnóðum.“ Eftir að öllum gróðursetningum er lokið hefst vinna við umhirðu skógarins; uppkvistun, tvítoppar teknir og millibilsjöfnun – en í því felst að lökustu trén eru tekin og magn trjáa minnkar þar. Fyrsta grisjun hefst svo um 30 ára aldurinn. „Umhirðuþátturinn er mjög mikilvægur og skógarbændur verða að gera sér grein fyrir því að um leið og maður setur niður tré þá er verkefnið ekki þar með búið. Maður þarf að passa vel upp á að það fjármagn sem ríkið leggur til nytjaskógræktar á Íslandi nýtist sem best.“ Að njóta og nýta Björn segir að enginn fari af stað í skógrækt í dag til þess að græða peninga, heldur til að græða upp landið. „Auðvitað geta jarðir hækkað í verði þegar á þeim er skógur en þú ert samt á öðrum forsendum. Þeir sem mennta sig í skógrækt gera það ekki til að fara í „bissness“. Þeir sem ráða sig í skógræktarvinnu spyrja ekki um laun – fólk er í þessu af hugsjón. Þannig er þetta bara.“ Hjónin segja skógræktina einnig fjölskyldufag og taka bæði börn þeirra og barnabörn virkan þátt í uppgræðslunni. „Við tökum myndir af svæðinu og biðjum þau að skoða þær eftir þrjátíu til fimmtíu ár. Þar sem áður voru rofabörð og svartir melar verður gróðursæll verðmætur skógur.“ Því ef vel gengur mun ásýnd Klufta breytast verulega næstu áratugi. Rúmlega 100 hektara skógur með blönduðum trjátegundum munu prýða landið og ofan við það mun uppgrætt land og birkikræða líðast upp yfir 300 metra hæðina. Berjamóa má finna víða. Timbur skógarins verður nýtanlegt og gnægð fæðu verður að finna, slóðarnir munu svo bjóða upp á gönguleiðir gegnum fjölbreytt skógarlandslag. „Í framtíðinni verður þetta skógur til að njóta, ekki síður en að nýta,“ segir Björn enda feli útivist í skógi í sér mikla hugarró. Skógurinn er óárstíðarbundinn bendir Jóhanna á. „Það er alveg eins gott að fara út í skóg á veturna og á sumrin. Hann gefur þér alltaf kyrrð og friðsæld. Þegar maður kemur á svona stað þá er eins og það hægi á hjartslættinum.“ Midea Varmadæla Arctic Series - Loft í vatn - Nýtt útlit - tekur lítið gólfpláss Innbyggður neystluvatnstankur Wifi tenging - hægt að stjórna og fylgjast með úr snjalltæki Hafðu samband við okkur og við finnum réttu dæluna fyrir þig Frábær verð Umhverfisvænn kælimiðill Allt að 80% orkusparnaður www.kaelitaekni.is Huppa frá Kluftum Jörðin Kluftar var lengi efsta byggða ból í Hrunamannahreppi en fór í eyði árið 1954. Saga Klufta er samofin sögu íslensku mjólkurkýrinnar, en þar ólst upp afburðakýrin Huppa. Hún fæddist þann 3. nóvember árið 1926 og lifði þar til 17 ára aldurs. Huppa er talin vera sú kýr sem hefur haft hvað víðtækust áhrif á naut- griparækt hér á landi. Í Morgunblaðinu á fæðingardegi Huppu árið 1976 er grein um kúna í tilefni 50 ára afmælis hennar. Þar er sagt að synir hennar hafi verið notaðir til kynbóta á nokkrum stöðum á landinu og síðar sonar- og dætrasynir. „Eftir að sæðingar nautgripa hófust og einkum eftir að djúpfrystingartæki voru tekin í þágu nautgriparæktar, hefur útbreiðsla Kluftakynsins enn aukist og má nú telja víst, að þorri íslenskra kúa eigi ætt sína að rekja að einhverju leyti til Huppu.“ Áhrifa Huppu gætir nú sem fyrr og óhætt er að segja að sem næst allar núlifandi kýr reki ættir sínar til hennar á einn eða annan hátt. Þá dregur afurða- og skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt nafn sitt af Huppu. Jörðin Kluftar var tekin af skrá yfir eyðibýli nýlega enda hafa Björn og Jóhanna þar nú búsetu. Björn lítur yfir brekku með furutrjám sem eru að ná sér á strik eftir vorhretið. Í skóginum má meðal annars finna greni, aspir og birki. Íbúðarhús hjónanna sést í fjarlægð. Hér sést nokkuð myndarleg ösp í forgrunni en í bakgrunni má sjá brekku með úrvalsbirki úr yrkinu ´Emblu´. Þegar líða fer að vori þarf að yfirfara öll verkfæri fyrir gróðursetningu og kaupa áburð. Neðst til vinstri sést áburðurinn sem bændurnir nota; seinleyst korn sem sett eru niður undir plönturnar. Bæjarrústir Klufta sem fór í eyði árið 1954. Þar var kýrin Huppa til 17 ára aldurs. Í forgrunni má sjá breiðu af höskollum. VIÐTAL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.