Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 LÍF&STARF Handverksbrugghúsin á Íslandi: Perlan í alfaraleið Í undanförnum tölublöðum Bændablaðsins hafa birst pistlar um íslensk brugghús. Rétt er að benda á að athugasemdum má gjarnan koma á framfæri við greinarhöfunda ef einhverjar eru. En nú er komið að Smiðjunni, brugghúsi og veitingastað í Vík í Mýrdal. Vík í Mýrdal er einn af þessum stöðum sem lætur ekki mikið yfir sér í fyrstu en þegar betur er að gáð leynast þar ýmsar perlur. Vík er syðsta sjávarþorp landsins og það eina sem hefur enga almennilega hafnaraðstöðu. Vegna staðsetningar sinnar og mikillar náttúrufegurðar í umhverfi Víkur hefur bærinn orðið vinsæll áningarstaður ferðamanna og líklega hefur Katla, Netflix- þáttaröð Baltasars Kormáks lítið dregið úr áhuganum. Ferðamannastraumnum hefur fylgt ýmislegt túristalegt en þó eru þar ýmsar perlur sem teldust jafnvel faldar. Ef að meginstraums ferðamannakaffihús henta ekki er hægt að finna frábæra litla skólarútu þar sem kaffibrennslan Skool Beans er rekin. Þar er nýbrennt og malað handverkskaffi afgreitt út um baklúguna á gömlum amerískum skólabíl og fullvaxnir greinarhöfundar geta ekki alveg staðið uppi. Heimabrugg tók völdin En handverkskaffið er ekki eina matarhandverkið í Vík, því þar er líka Smiðjan, handverksbrugghús og veitingastaður en það er umfjöllunarefni þessarar greinar. Þórey Richardt Úlfsdóttir og Sveinn Sigurðsson voru samstillt par þegar kom að matar- og vínáhuga. Hún er frá Egilsstöðum en hann frá Hvolsvelli. Eftir að hafa klárað viðskiptafræði í HR þar sem lokaverkefni Sveins var verkefni tengt Ölvísholti ákváðu þau að halda til náms í Danmörku 2014 þar sem Sveinn lagði stund á vörumerkjastjórnun við CBS. Í Danaveldi tók heimabruggið völdin, Sveinn gerðist bjórbloggari og flestum verkefnum í skólanum var snúið upp í bjór. Svo gerðist það að vinur þeirra, Vigfús Þór Hróbjartsson, fékk Bjór, umhverfis jörðina á 120 tegundum, sem deilir höfundum með þessum greinarflokki, í jólagjöf og hafði samband og spurði hvort þau ættu ekki að stofna brugghús í Vík. Þá hafði Sveinn verið nýbúinn að skila inn viðskiptaáætlun fyrir lítið brugghús á Fjóni, sendi vini sínum áætlunina og sagði í gamni að hann skyldi bara þýða hana yfir á íslensku. Þegar Vigfús Þór sendi þeim teikningar 2 dögum síðar þar sem hann hafði breytt gömlu sláturhúsi í Vík í brugghús, veitingastað og hótel, varð ljóst að ekki var aftur snúið. Vorið 2018 opnaði Smiðjan og síðan þá hefur stöðugur straumur legið þangað í mat og drykk. Fljótlega bættist annar Vigfús í eigendahópinn en báðir Vigfúsarnir eru frá Vík meðan Þórey og Sveinn eru núna sest að í Vík og standa saman að daglegum rekstri Smiðjunnar. Allt þetta hefur vaxið úr því að vera lítið ástríðuverkefni í rúmlega 20 manna vinnustað sem er í stækkun og fram undan er að byggja bjórböð, líkt og notið hafa mikilla vinsælda. Kveikur sem fólk elskar og hatar Kunnasta framleiðsla Smiðj unnar er líklega Haltá ketti, margþurr- humlaður IPA bjór með mjólkursykri og gerjaður með norsku sveitageri kölluðu kveik, sem þýðir einfald- lega ger á flestum þeim mállýskum þar sem þetta var notað í Noregi. Kveik gerið gerjar bjórinn oft hratt og harkalega og er hann þar af leiðandi tilbúinn fyrr og kemur gerið með ýmis ávaxtakenndari brögð en hefðbundið ger. Óvísindaleg könnun greinar- höfunda sýndi að fólk skiptist í tvo hópa, fólk sem elskar kveik og fólk sem hatar kveik. Fáir eru þarna á milli. Wet all day IPA bjórinn er annar sem notið hefur töluverðra vinsælda og hefðbundnari session IPA bjór. (Session bjór er alla jafna vægari í áfengisprósentu en reglubundna útgáfan). Söluhæsti bjórinn þeirra í Vínbúðinni í fyrra var þó Haltá Jólaketti, en varla þarf að útskýra orðagrínið frekar. Bjart fram undan Unnendur handverksbjóra hafa væntanlega tekið eftir því að hönnunin á Smiðju bjórunum er nokkuð einkennandi, þó hún sé ekki beinlínis alltaf eins. Þar gætir áhrifa listamannsins Bobby Breiðholt sem hefur verið sá sem hannað hefur flestar umbúðirnar fyrir brugghúsið upp á síðkastið. Tengingarnar voru þannig að fjölskylda herra Breiðholts var með hús á Vík og þegar hann bað þau um að gera mat fyrir brúðkaupið sitt varð úr að hann tók að sér hönnunina fyrir fyrirtækið og hefur hann séð um hana að mestu leyti síðan. Þrátt fyrir þessi sterku einkenni á dósunum er kannski samt það sem einkennir þetta brugghús að Vínbúðin er ekki þeirra stærsti útsölustaður, heldur er það veitingastaðurinn þeirra í Vík. Lauslega má áætla að um 90% af framleiðslunni sé til heimanota og voru eigendurnir oft í stökustu vandræðum að manna bjórkranana 10 með eigin framleiðsluvörum. Gekk það svo langt að frá júní til september 2022 seldi Smiðjan ekkert til Vínbúðarinnar en hafði þó ekki undan að framleiða upp í staðareftirspurn. Hefur það leitt til stækkunar brugghússins sem verið er að leggja lokahönd á en gerjunarrýmið er að fara úr um 8.000 lítrum í 28.000 lítra sem segja má að þýði lauslega um 280–300 þúsund lítra árlega framleiðslugetu. Sem er kannski eins gott því Smiðjan var fyrsta smábrugghúsið til að tryggja sér leyfi til að selja handverksbjórinn beint af framleiðslustað þegar lögum var breytt vorið 2022. Það er ljóst að það er bjart fram undan í Vík þegar kemur að bjór og ljóst að Smiðjan er varla falin perla mikið lengur, heldur orðið að raunverulegu aðdráttarafli fyrir ferðamenn. Það þurfti engan Baltasar Kormák til þess. YLEININGAR Léttar stálklæddar samlokueiningar sem fást með þéttifrauðs- eða steinullarkjarna. Auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. Hafðu samband: bondi@byko.is Höskuldur og Stefán hoskuldur@bondi.is Sveinn Sigurðsson og Þórey Richardt Úlfsdóttir stofnuðu Smiðjuna ásamt vini sínum, Vigfúsi Þór Hróbjartssyni. Síðar bættist annar Vigfús í eigendahópinn. Smiðjan er staðsett í hringiðu ferðamannastraumsins í Vík í Mýrdal. Hér má sjá brugghúsið að utan á snjóþungum vetri. Smiðjan hefur vaxið úr því að vera lítið ástríðuverkefni í rúmlega 20 manna vinnustað. Kunnasta framleiðsla Smiðjunnar er líklega Haltá ketti, margþurrhumlaður IPA bjór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.