Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023
Góð smurning
Komdu við á næstu Olísstöð
Góð smurolía eykur endingu véla og dregur úr sliti
og kostnaði við rekstur. Við eigum mikið úrval frá
Texaco, Castrol og Cargo Oil fyrir öll hugsanleg tæki.
Helluhraun 4, Hafnarfirði
sími 565 2727 & 892 7502
www.rag.is
TILBOÐSVERÐ
4.900.000,-
Við auglýsum svo
sannarlega ekki “verð frá”.
VIÐ AUGLÝSUM
ALDREI
„VERÐ FRÁ“
SERES 3
Luxury Rafmagnsbíllinn
býður upp á ríkulegan
staðalbúnað og frágang
í hæsta gæðaflokki!
Sveitasæla Skagafjarðar
Landbúnaðarsýningin og bænda-
hátíðin Sveitasælan verður
haldin í Skagafirði þann 19. ágúst
næstkomandi.
Hátíðin er nú endurvakin eftir
þriggja ára dvala en hún er haldin
af sveitarfélaginu Skagafirði,
reiðhöllinni, Búnaðarsambandi
Skagfirðinga og búgreinafélögum
á svæðinu. Viðburðurinn fer fram í
reiðhöllinni á Sauðárkróki. Bændur
og áhugafólk um landbúnað gera
sér þar glaðan dag, kynna starfsemi
sína, handverk og vörur beint frá býli,
fram fer kálfasýning, hrútaþukl og
aðrar óvæntar uppákomur. Hátíðin
verður með myndasamkeppni þar
sem myndasmiðir eru beðnir um
að sýna sína sveitasælu með því
að tagga myndir af hátíðinni og
verða vinningar í boði fyrir bestu
myndirnar. Hægt er að nálgast
allar frekari upplýsingar gegnum
samfélagsmiðla Sveitasælunnar. /ghp
Kálfasýning fer fram á Sveitasælunni. Mynd /Aðsend
Þetta eru kvígurnar Dröfn og
Díla frá Laxamýri í Suður-
Þingeyjarsýslu.
„Þær voru komnar í heiminn að
morgni 10. júní þegar fólk kom í
fjós og eru fimmtu tvíkelfingarnir á
árinu,“ segir Atli Vigfússon, bóndi
á Laxamýri, aðspurður um þessa
litfögru tvíkelfinga.
Móðir Dröfn og Dílu heitir
Medúsa og er út af Núma nr.16038
frá Gaulverjabæ. Faðirinn heitir
Hjörtur frá Hjartarstöðum á Héraði
og er sonur Ýmis nr.13051 frá Klauf
í Eyjafirði. Kvígurnar eru verðandi
mjólkurkýr og hafa verið settar á í
þeim tilgangi.
Á Laxamýri er blandað bú
með 85 nautgripum í fjósi, þar af
rúmlega 40 kýr. „Við sem búum
hér á bænum höfum mikinn áhuga
á litaflóru íslenska kúastofnsins og
þar er sægrátt og grátt í uppáhaldi.
Það er að vísu erfitt í ræktun því gráu
litirnir eru víkjandi litir en stundum
koma kýrnar skemmtilega á óvart
með fallegum litarafbrigðum,“ segir
Atli alsæll. /mhh
Fimm tvíkeflingar á ári
Nýjustu tvíkelfingarnir á Laxamýri, systurnar Dröfn og Díla, sem eru
einstaklega fallegar á litinn enda sérstakt áhugamál á bænum að rækta
sægráar og gráar kýr. Mynd /Aðsend