Bændablaðið - 20.07.2023, Page 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023
Búið er að birta lokaskýrslu
verkefnisins „Ræktun gegn riðu
- Áhrif mismunandi leiða við
innleiðingu verndandi arfgerða
metin með slembihermunum“ á
heimasíðu RML.
Verkefnið var unnið af
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í
samstarfi við Landbúnaðarháskóla
Íslands og var styrkt af Þróunarsjóði
sauðfjárræktarinnar. Niðurstöðurnar
sýna að þrátt fyrir að hin viðurkennda
verndandi ARR-samsæta sé mjög
sjaldgæf er hægt að innleiða hana
tiltölulega hratt hér á landi, þannig að
allar kindur á riðusvæðum verði með
verndandi arfgerðir eftir innan við 10
ár og allur stofninn eftir innan við 20
ár. Þetta er hægt með viðráðanlegum
fjölda arfgerðagreininga og án þess
að setja stofninn í hættu vegna
skyldleikaræktar eða lítillar virkrar
stofnstærðar.
Þegar fyrstu íslensku kindurnar
sem bera ARR-samsætuna fundust
á bænum Þernunesi á Austurlandi
í fyrra vöknuðu miklar vonir
um innleiðingu samsætunnar í
íslenska sauðfjárstofninn og sigur
í baráttunni gegn riðu, en ARR-
samsætan er alþjóðlega viðurkennd
sem verndandi gegn riðu. Fáir
arfberar ARR, sem allir eru úr sömu
hjörðinni í upphafi, vekja hins
vegar áhyggjur um að innleiðing
samsætunnar í allan stofninn geti
verið tímafrek og kostnaðarsöm,
dregið úr erfðaframförum í
kynbótastarfinu ásamt því að valda
óhóflegri skyldleikarækt og tapi
á erfðafjölbreytni í stofninum.
Markmið þessa verkefnis var
því að meta áhrif mismunandi
leiða innleiðingar ARR í íslenska
sauðfjárstofninn og voru helstu
áhrifaþættir til skoðunar: Hraði
innleiðingar, skyldleikarækt, virk
stofnstærð og erfðaframför.
Í rannsókninni var íslenski
sauðfjárstofninn og kynbætur á
honum settur upp með hermilíkani
í tölvu og reyndum við eftir fremsta
megni að líkja eftir stofninum í
raun. Stofninum var skipt niður
í hjarðir og hjörðunum skipt
þannig að hluti var á riðusvæðum
og hluti á öðrum svæðum. Í
hermilíkaninu voru hermdir þrír
framleiðslueiginleikar: Fallþungi,
gerð og mæðraeiginleiki. Settar
voru upp 12 sviðsmyndir fyrir
20 ár af riðumótstöðuræktun þar
sem ARR-samsætan var innleidd
í 130.000 áa stofn. Þrjár breytur
aðskildu sviðsmyndirnar: 1) hvort
áhersla á riðumótstöðuræktun var
mikil í öllum stofninum eða mikil á
riðusvæðum en minni annarstaðar,
2) hversu stórt hlutfall lamba
var arfgerðargreint, og 3) hvort
hrútar með verndandi arfgerðir
voru aðeins notaðir í eitt ár eða
í allt að þrjú ár. Til samanburðar
var sett upp grunnsviðsmynd
þar sem aðeins var valið fyrir
framleiðslueiginleikum. Í töflu 1
má finna lýsingu á sviðsmyndunum
sem eru sýndar í myndum 1 til 3 í
þessari grein.
Í öllum sviðsmyndum báru
nánast allar kindur minnst
eina ARR-samsætu eftir 20 ár
af riðumótstöðuræktun og á
riðusvæðum eftir 9 ár. Á mynd
1 sést þróun arfgerðahlutfalla
ærstofnsins í fjórum af
sviðsmyndum rannsóknarinnar.
Eftir 20 ár af riðumótstöðuræktun
er hlutfall arfhreinna ARR-gripa að
nálgast 100% í sviðsmyndum þar
sem allur stofninn leggur áherslu á
innleiðingu en er á bilinu 50-70%
í sviðsmyndum þar sem minni
áhersla er utan riðusvæðanna.
Mikill munur var á fjölda arfgerðar
Völuteig 4 - 270 Mosfellsbær
www.vinnuvelarehf.is - S: 496 4400
1.000m3
án vsk.
2.800.000
1.500m3
án vsk.
3.500.000
Verðdæmi:
2.000m3
án vsk.
4.300.000
Hagkvæm geymsla verðmæta
MYKJULÓN
Kr. 3.472.000 m/vsk Kr. 4.340.000 m/vsk Kr. 5.332.000 m/vsk
Mykjulón eru hagkvæm og afturkræf aðferð við geymslu
á húsdýraáburði sem gerir bændum kleift að hámarka
verðmæti áburðarefna og uppfylla kröfur um geymslu
búáráburðar. Mykjulón eru styrkhæf framkvæmd.
RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS
Hægt að innleiða ARR hratt án þess
að stofna stofninum í hættu
Jón Hjalti
Eiríksson.
Þórdís
Þórarinsdóttir.
Mynd 1 - Þróun arfgerðahlutfalla ærstofnsins á árunum eftir að riðumót-
stöðuræktun hefst. Q eða R tákna breytileika í sæti 171.
Mynd 2 - Þróun meðalskyldleikaræktarstuðuls í stofninum við innleiðingu
ARR-samsætunnar.
Mynd 4 – Virk stofnstærð fyrir ár 1-15.
Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir að hin viðurkennda verndandi ARR-samsæta sé mjög sjaldgæf er hægt að innleiða hana tiltölulega hratt hér á landi, þannig að allar kindur á riðusvæðum verði
með verndandi arfgerðir eftir innan við 10 ár og allur stofninn eftir innan við 20 ár. Mynd / ÞÞ