Bændablaðið - 20.07.2023, Síða 55

Bændablaðið - 20.07.2023, Síða 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 fyrirliggjandi gögn og ræktunarsögu en glæðitapsmæling myndi styrkja áburðarleiðbeiningar í kornrækt þar sem hún mun bæta við mikilvægum upplýsingum. Fyrir bændur í kornrækt þá er einnig gott að hafa góða hugmynd um magn köfnunarefnis í jarðveginum sérstaklega ef verið er að sá í lífrænan jarðveg og á fyrsta ári eftir endurræktun. Mikilvægt er að bera ekki of mikið á af N því það seinkar kornþroska síðsumars. Mikið aðgengi af N síðsumars getur valdið því að kornþroskinn sé kominn of stutt á veg þegar það er kominn tími til að þreskja en N sem losnar síðsumars, eykur fyrst og fremst hálmvöxt og seinkar um leið þroska kornsins. Glæðitapsmæling getur gefið óbeina mælingu á N í jarðvegi því ef lífrænt efni í jarðveginum er þekkt er hægt að nálgast magn N í jarðvegi sem myndi styrkja áburðarleiðbeiningar í kornrækt miðað við það sem nú er. Með mælingu á glæðitapi er því hægt að stilla köfnunarefnisskammta á korn með meiri nákvæmni en nú . Grasrækt Eins og áður kom fram getur verið umtalsverð losun á köfnunarefni úr frjósömu landi, en sú losun er breytileg eftir hlutfalli lífræns efnis sem köfnunarefnið losnar úr. Ekki eru til margar tilraunir sem skoða samband áburðarsvörunar við mismunandi skammta köfnunarefnis á mismunandi jarðvegsgerðum þar sem fyrir liggja mælingar bæði á C og/eða N í jarðvegi. Þóroddur Sveinsson og Þorsteinn Guðmundsson (2009) skoðuðu þetta samband út frá gögnum sem fengust úr áburðarsvörunartilraunum sem voru gerðar á nokkrum stöðum í Hörgárdal Þær sýndu að frjósamasti jarðvegurinn, mýrartún, gáfu mestu heildar uppskeruna en hlutfallslega minnstu áburðarsvörunina en áburðarsvörun jókst með minnkandi magni köfnunarefnis í jarðvegi. Gáfu þeir út eftirfarandi tillögu að köfnunarefnisgjöf miðað við magn N í jarðvegi; 120 kgN/ha ef N-tala væri „lág“ 90 kgN/ha ef N-tala væri „miðlungs“ og 60 kgN/ha ef N-tala væri „há“. Þeir tóku þó skýrt fram að nauðsynlegt væri að leggja út fleiri tilraunir til að sannreyna gildi þessara niðurstaðna fyrir almennar áburðarleiðbeiningar en slíkar tilraunir hafa því miður ekki verið lagðar út enn þann daginn í dag. C og N í jarðvegi Með óbeinum mælingum á bæði C og N í jarðvegi er hægt að skoða svokallað C/N hlutfall sem er mælikvarði á framboð köfnunarefnis í jarðvegi. C/N hlutfall er jafnan 10-20 í þurrlendisjarðvegi en 15-50 í votlendisjarðvegi (Þorsteinn Guðmundsson, 2018). Auk þess getur verið mjög nytsamlegt að vita C/N hlutfall jarðvegs þegar verið er að nota lífrænt efni, sem áburð þar sem C/N hlutfall í lífrænum efnum þarf að vera lægra en í jarðveginum til þess að það hafi áburðargildi en sé ekki einungis jarðvegsbætandi. Áhrif lífræns efnis á sýrustig og kölkun Mæling á lífrænu innihaldi jarðvegs myndi einnig styðja leiðbeiningar um kölkun í jarðrækt. Kölkunarþörf jarðvegs er að miklu leiti háð hlutfalli lífræns efnis í jarðvegi en einnig þó hlutfalli leirs í jarðvegi. Jarðvegur á Íslandi er jafnan með mjög hátt lífrænt innihald en þó líka mjög breytilegt og kölkunarþörf jarðvegsins getur því verið breytileg vegna þessa. Það eru til þumalputtareglur um kölkunarþörf jarðvegs eftir jarðvegsgerðum sem eru meira byggðar á reynslu bænda og ráðunauta frekar en á hérlendum tilraunum þar sem að þær skortir og því eru leiðbeiningar í dag meira almenns eðlisfrekar en sérstækar. Víða erlendis er jónrýmd jarðvegs notuð til þess að áætla magn kalkefna, sem þarf við kölkun, en eiginleikar íslensk jarðvegs eru með þeim hætti að erfitt að reikna út jónrýmd hans. Fjöldi bindimöguleika leiragna í eldfjallajörð er breytilegur eftir sýrustigi og einnig hefur hlutfall lífræns efnis í jarðvegi áhrif á jónrýmdina. Í öðrum jarðvegsgerðum er miklu auðveldara að reikna út jónrýmd því bindimöguleikar jarðvegs í lagsílikötum, sem eru ráðandi leirsteindir í hefðbundnum ræktunarjarðvegi erlendis. Hérlendis ætti að vera hægt að nýta upplýsingar um lífrænt innihald, sem fengist með glæðitapsmælingu, til að nálgast hvers mikið kalk þarf til þess að hækka sýrustig um tiltekið gildi með meiri nákvæmni en nú er hægt. Kalkþörf mundi þá geta tekið tillit til upphafs sýrustigs jarðvegs, því sýrustigi sem stefnt er að og lífrænu innihaldi jarðvegs. Samt sem áður vantar töluvert uppá þekkingu á hérlendum jarðvegi og framkvæma þyrfti títrunarmælingar á tilraunastofu á mismunandi jarðvegsgerðum til þess að styrkja grunninn í leiðbeiningum á kalkþörf jarðvegs en mælingar á lífrænu innihald jarðvegs er skref í rétta í þessum efnum. Í stuttu máli þá er greining á lífrænu innihaldi jarðvegs mikilvægt tæki til að meta frjósemi lands, heilsu jarðvegs, hringrás næringarefna og möguleika á bindingu kolefnis í jarðvegi ásamt því að nýtast til að styrkja ráðleggingar varðandi áburðarþörf ræktarlands og kölkunarþörf. Mat á kolefnisinnihaldi jarðvegs er viðbót við hefðbundnar jarðvegsefnagreiningar, eins og þær eru í dag, sem veitir ekki bara mikilvægar upplýsingar til að taka upplýstar ákvarðanir í landbúnaði, heldur getur líka nýst sem tól í umhverfisstjórnun og landnotkunarskipulagi. RML hefur því ákveðið að glæðitap verði bætt við staðlaðar mælingar á þeim jarðvegssýnum sem tekin verða af RML frá næstkomandi hausti. Faglegt mat er að sú viðbót í greiningum á jarðvegssýnum verði mjög til gagns fyrir bændur sem er byggt á þeim rökum sem farið hefur verið í gegnum hér að ofan. Við hvetjum bændur til að panta jarðvegssýnatöku tímanlega en það má t.d. gera á heimasíðu RML. Sigurður Max Jónsson og Þórey Gylfadóttir jarðræktarráðunautar. NT ryksugur HDS háþrýsti/hitadælur Hreinsibúnaður og vélar PGG rafstöðvar K háþrýstidælur HD háþrystidælur rafver.is - S: 581 2333 - rafver@rafver.is Auglýst eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garðávöxtum til manneldis á Afurð.is. Umsóknum skal skilað eigi síðar en á miðnætti 15. ágúst næstkomandi. Til að geta sent inn umsókn í Afurð þarf að liggja fyrir skýrsla í forritinu Jörð. Vakin er sérstök athygli á að hægt er að skila skýrslu í Jörð án þess að endanleg uppskera ársins liggi fyrir. Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru skil á skýrsluhaldi í skýrsluhaldsforritinu Jörð og fullnægjandi túnkort af ræktunarspildu sem sótt er um styrk fyrir. Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.