Bændablaðið - 20.07.2023, Qupperneq 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023
Vetrarnepja:
Próteinræktun og olíuframleiðsla
Mikil tækifæri eru á ræktun
olíujurta hér á landi. Með ræktun
á olíujurtum má anna eftirspurn
matarolíu, lífdísils og próteingjafa
fyrir búfé.
Niðurstöður rannsókna við
Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðar-
háskóla Íslands hafa sýnt tvöfalt
meiri uppskeru vetrarrepju
samanborið við vornepju og
uppskerumöguleika á við
það sem best gerist erlendis.
En undanfarin ár hafa verið
stundaðar rannsóknir á repju og
nepju styrkt af Matvælasjóði,
Þróunarsjóði nautgripabænda,
Orkurannsóknasjóði Lands-
virkjunar og Nýsköpunarsjóði
námsmanna.
Vetrarafbrigði eru ólík vor-
afbrigðum að því leyti að
vetrarafbrigðum er sáð síðsumars
og látin yfirvetrast sem blómgast
svo og þroskast haustið eftir, rúmu
ári eftir sáningu. Helsti munurinn
á afbrigðum þegar kemur að
kostnaði er áburðarliðurinn, þar
sem bera þarf á við sáningu til
vetrarundirbúnings og að vori
eftir veturinn. Niðurstöður erlendis
og hérlendis hafa sýnt fram á
hærri uppskeru vetrarafbrigða en
vorafbrigða sem leiðir til hærri
tekna og vegur því upp á móti
gjöldum sem við kemur ræktuninni.
Að því gefnu að vetrarafbrigðið
lifi veturinn af, sem er ekki alltaf
raunin hér á landi.
Olíurepja- og -nepja búa yfir
ólíkum eiginleikum þegar kemur
að þroska en hvað útlitið varðar eru
þær mjög líkar. Nepja hefur styttri
vaxtartíma og er harðgerðari en
repja. Nepja er því talin öruggari
í ræktun á norðlægari slóðum þrátt
fyrir að repja skili alla jafna mun
meiri uppskeru. Á heimsvísu er
repja mun meira ræktuð en nepja en
repja er með algengustu olíujurtum
heims. Olían af nepju er alla jafna
talin af síðri gæðum til manneldis
en af repju.
Hægt er að fóðra svín með
uppskeru olíujurta án þess að pressa
olíuna úr fræinu. Við pressun fæst
annars vegar olía og hins vegar
kaka (sem áður hefur verið kölluð
hrat). Olían nemur um 1/3 og kakan
2/3 af uppskerunni. Olíuna má meðal
annars nýta til manneldis en kökuna
má nýta sem próteinhráefni í fóður.
En talsvert er af repjuköku og
repjumjöli í kjarnfóðuruppskriftum
fyrir nautgripi.
Repjukaka, úr íslenskri uppskeru,
eftir eina umferð í kaldpressun er
um 30% prótein en um 10% fita.
Kökuna má þannig nýta beint í
heilfóðurblöndu en huga þarf að
magni kökunnar svo fituhlutfallið
verði ekki of hátt í heildarfóðri
gripa. Mögulegt er að minnka
fituhlutfallið í kökunni enn frekar
með því að pressa kökuna og nýta
hita við pressun.
Umhleypingar, frostlyftingar,
snjór og klaki eru þættir sem
hafa áhrif á vetrarlifun olíujurta.
Niðurstöður rannsókna á vegum
Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ bentu
til þess að sáðtími og haustáburður
hafði áhrif á vetrarlifun, vaxtarhraða
og uppskeru.
Bornir voru saman þrír sáðtímar
á vetrarnepju á Hvanneyri 2021-22,
ljóst var að vori að afföllin voru
talsvert meiri hjá fyrri sáðtíma
(8. júlí). En þær plönturnar sem
eftir stóðu fengu því meira rými til
vaxtar og urðu því mun stærri og
með fleiri hliðarsprota. Plöntum
sem sáð var seinna (28. júlí)
voru talsvert fleiri í hverjum reit,
grennri og hærri samanborið við
fyrri sáðtíma. Engar plöntur lifðu
veturinn sem sáð var 18. ágúst.
Niðurstöðurnar sýndu að plöntur
sem fengu mismunandi sáðtíma
meðferð urðu fullþroska á sama
tíma haustið eftir. Fjöldi vaxtardaga
fyrir fyrri sáðtímann var því 476
dagar en fyrir seinni 453 dagar, því
munaði rúmum þremur vikum á
vaxtartímanum. Þessar niðurstöður
eru sambærilegar þeim sem finnast
erlendis. Marktækur munur var á
allflestum gæðaeiginleikum sem
mældir voru en einungis munaði
0,2 tonn þe/ha í uppskeru á milli
sáðtíma. Svo virðist sem plönturnar
úr fyrri sáðtíma hafi náð að bæta
upp fræuppskeru með því að nýta
plássið en kom það verulega niður
á gæðum uppskerunnar.
Repja og nepja eru kjörin
til skiptiræktunar við korn og
túnrækt. Stólparætur repjunnar
brjóta jarðveginn á annan hátt
en trefjarætur grastegunda. Sem
tvíkímblöðungar veita olíujurtir
þann möguleika að verjast ágangi
einkímblöðunga í ræktun með
varnarefnum, helst ber að nefna
húsapunt. Varast skal einnig að
rækta káltegundir eins og repju
og nepju á sama stað lengi þar
sem kálflugumaðkurinn getur
auðveldlega grandað allri uppskeru
í akri.
Hálmur olíujurta er góður
undirburður en talinn steinefnaríkur
og því gæti verið til bóta að skilja
hann eftir til jarðvegsbóta en kanna
má möguleika að nýta hann sem
steinefnahráefni í fóðuruppskriftir.
Þó að möguleikar á olíujurta-
ræktun hér á landi séu talsverðir
og eftirspurn olíu og próteins til
staðar, þá er úrvinnsluþátturinn
helsta hindrun í vegi stórfelldrar
ræktunar. Því ljóst er að olíujurtum
líður vel í íslenskri jörð.
Sunna Skeggjadóttir og
Hrannar Smári Hilmarsson,
starfsmenn Jarðræktar-
miðstöðvar LbhÍ.
Sunna
Skeggjadóttir.
Hrannar Smári
Hilmarsson.
Olíujurtir í blóma á Hvanneyri. Mynd / Þóroddur Sveinsson
Á FAGLEGUM NÓTUM
Komdu við í sýningarsalinn okkar að Krókhálsi 9 eða skoðaðu úrvalið og kynntu
þér kosti langtímaleigu á sixtlangtimaleiga.is. Einnig getur þú haft samband við
viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222 eða á vidskiptastjori@sixt.is
B
irt m
eð fyrirvara um
m
ynd- og textabrengl.
Innifalið í langtímaleigu:
Þjónustuskoðanir Tryggingar Hefðbundið viðhald Vetrardekk DekkjaskiptiBifreiðagjöld
(Tesla Model Y bíður eftir þér!)
Brostu hringinn!
Verð:
149.600 kr.
á mánuði
Verð: 149.600 kr. á mánuði.
Bændablaðið kemur næst út
24. ágúst
Hér má sjá samanteknar niðurstöður tilrauna síðustu ára fyrir þrjár gerðir olíujurta
Þurrefni % Rúmþyngd g/dL Þúsundkornaþyngd g Uppskera Tonn þe/ha Olíuhlutfall % Tonn olía/ha Tonn repjukaka/ha
Vetrarnepja 59 - 78 64 - 69 2,7 - 3,0 0,4 - 3,3 31 - 36 0,1 - 1,0 0,2 - 1,8
Vetrarrepja 57 - 78 55 - 67 3,2 - 5,2 1,4 - 5,6 36 - 43 0,5 - 2,4 0,8 - 3,2
Vornepja 57 - 88 58 - 68 - 0,8 - 2,3 38 - 46 0,4 - 1,1 0,4 - 1,2