Bændablaðið - 20.07.2023, Síða 57

Bændablaðið - 20.07.2023, Síða 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Suðurhrauni 12b - 210 Garðabæ | 545 4600 | metal@metal.is LÁGAFELL VERSLUN OG BYGGINGAR EHF VÖLUTEIGUR 4, 270 MOSFELLSBÆR WWW.LAGAFELLVERSLUN.IS 846 7014 – 895 4152 Sérstyrkt fyrir íslenskar aðstæður - 24 ára reynsla á Íslandi SERRALUX Gróðurhús og yndisreitir í miklu úrvali Aukaársfundur Rafrænt stjórnarkjör Aukaársfundur Lífeyrissjóðs bænda niðurstöður rafræns stjórnarkjörs og tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Rafrænt stjórnarkjör fer fram dagana 21. – 28. ágúst n.k. Framboðsfrestur er til og með 3. ágúst 2023. Tillögur um breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs bænda LÍFEYRISSJÓÐUR BÆNDA Stórhöfða 23 - 110 Reykjavík s. 563 1300 - lsb@lsb.is - www.lsb.is Bændasamtök Íslands (BÍ), í samstarfi við Hampfélagið, lögðu nýlega fram könnun sem er opin öllum áhugasömum til 15. ágúst. Könnunin er aðgengileg á heimasíðum og samfélagsmiðlum félaganna, bondi.is og hampfelagid.is. Hamprækt á Íslandi er fjarlæg hugmynd í augum margra en það var kartaflan líka þegar hún var fyrst kynnt fyrir Íslendingum fyrir þremur öldum. Enginn hefur farið varhluta af kartöflum. Það er ærin ástæða til að trúa á að iðnaðarhampur geti orðið að nýrri „kartöflu“ fyrir íslenskan landbúnað. Sú ímynd af hampi sem náð hefur að skjóta hvað dýpstum rótum hérlendis er væntanlega sprottin frá Bandaríkjunum á tímum hippanna en þá fékk hampurinn orð á sig fyrir að vera eiturlyf. Allur annar ávinningur hampplöntunnar féll þar með í skugga þessara heilasljóvgandi áhrifa og þannig hefur það bara verið. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og í dag hafa vísindamenn náð orðstír hampsins aftur til vegs og virðingar. Það er nefnilega fjölmargt sem hampplantan getur gefið okkur. Sumir segja að hampur sé eina plantan sem æðri máttarvöld hafi ætlað manninum því hún veitir flest það sem mannveran þarfnast. Fyrir utan afurðir eins og trefjar í föt, stöngla í steypu og olíur til heilbrigðis má nefna jarðvegsbæti og kolefnisbindingu. Ýmsir frumkvöðlar hafa prófað að rækta iðnaðarhamp hérlendis og er árangurinn misjafn, rétt eins og við var að búast; því þekking og reynsla er mislangt á veg komin. Þeirmsem hafa náð tökum á ræktuninni hefur þó tekist að sýna fram á að ræktunin er auðveldari en marga hefði grunað. Áskorunin nú er að skilgreina viðráðanleg markmið og finna viðeigandi markað fyrir þá afurð sem ætlunin er að rækta. Þá þarf að vita hvaða möguleikar eru fyrir hendi; hvar, hve mikið og fleira eftir því. Tilgangur könnunarinnar er að safna upplýsingum til greiningar á núverandi stöðu iðnaðarhampræktar hérlendis og kanna mögulegt umfang hampræktar út frá því. Með viðunandi fjölda svara úr könnuninni má reikna með að hægt verði að áætla hvar á landinu sé mestur áhugi á hamprækt, hvaða landkostir eru til umræðu, flatarmál mögulegs ræktunarlands og ytri skilyrða og upp úr þeim gögnum má til dæmis gera útreikning á mögulegu framboði hráefnis og setja í samhengi við vaxandi eftirspurn. Könnunin er gerð til að vinna að framgangi iðnaðarhampræktar á Íslandi. Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur hjá BÍ og félagsmaður í Hampfélaginu og Þórunn Þórs Jónsdóttir, stjórnarformaður og einn af stofnendum Hampfélagsins. Hamprækt á Íslandi? Hlynur Gauti Sigurðsson. Þórunn Þórs Jónsdóttir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.