Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 64

Bændablaðið - 20.07.2023, Blaðsíða 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 20. júlí 2023 Góður hamborgari á allar sínar vinsældir skilið, en er samt auðvitað bara hamborgari hversu mikið sem góðir auglýsingamenn vilja telja okkur trú um að einhverjir hafi klofið atómið yfir steiktum borgara. Að elda hamborgara tengist ekkert geimvísindum, og allir ættu að klóra sig fram úr því verkefni með bravör. Hamborgarinn er einmitt vinsæll á sumrin vegna þess hversu einfalt og fljótlegt er að hrista hann fram úr erminni fyrir fjölda fólks heima, í útilegunni eða í sumarbústaðnum. Persónulega finnst mér skemmti- legast að poppa borgarann ögn upp með heimagerðum góðum sósum og meðlæti og síðast en ekki síst að sleppa kryddblöndunni sem heitir hamborgarakrydd og nota bara gott salt og nýmulinn svartan pipar. Það er auðvitað ekkert að því að nota svona bleika sósu úr brúsa. En það er líka mjög auðvelt að gera eigið majones með skemmtilegu bragði. Eða einfaldlega að taka gott majones úr búðinni og krydda eftir eigin smekk. Svo má líka nota alls kyns súrsað grænmeti sem brýtur upp bragð og áferð. Klassískur borgari er gerður úr góðu nautakjöti og þarf að innihalda a.m.k. 20% fitu sem gefur bragð og mýkt. Borgarana má auðvitað gera frá grunni með því að hakka hráefnið og forma í góð buff, en víða má líka finna góða hamborgara. Lesið bara vel smáa letrið, því íslenskar umbúðir, fánalitir o.fl. er engin trygging fyrir íslenskum uppruna kjötsins. Við byrjum á því að gera majones, sem við síðan deilum í tvær sósur, aðra á hamborgarann, og hina til að dýfa kartöflunum í. Við gerum svo franskar kartöflur frá grunni og síðast en ekki síst steikjum við borgarann og berum fram ásamt hefðbundnu meðlæti og súrsuðum gúrkum. Majones uppskrift 2 eggjarauður 1 tsk. salt 2 msk. sítrónusafi 1 msk. hvítvínsedik ½ lítri olía Þeytið eggjarauður með salti þar til eru orðnar léttar og ljósar, pískið sítrónusafa og ediki saman við þar til þykknar, pískið síðast olíunni saman við í mjórri bunu. Má gera í skál með handpísk, í hrærivél eða með töfrasprota. Grunnuppskriftina má svo krydda til og frá, teygja og toga. Jalapeno majones 3 msk. súrsað jalapeno 3 dl majones Salt Saxið fínt eða maukið jalapeno og blandið saman við majonesið, smakkið til með salti. Chipotle sósa fyrir franskar kartöflur 1 msk. chipotle mauk ( Chipotle er reyktur chilipipar) 2 dl majones 1 dl grísk jógúrt Sítrónusafi Salt Blandið saman í skál og smakkið til með sítrónusafa og salti. Súrsaðar gúrkur 2 dl eplaedik 150 g sykur 2 dl vatn 1 tsk. salt 2 tsk. fennelfræ 1 tsk. kóríanderfræ Setjið allt nema gúrkur í pott og látið suðuna koma upp, skerið gúrkur í jafnstórar sneiðar eða bita eftir smekk og setjið í tandurhreina krukku eða annað ílát með loftþéttu loki. Hellið heitum vökvanum yfir og lokið. Tilbúið eftir 2 klst. en getur geymst vikum og mánuðum saman í kæli. Sama uppskrift gildir jafnvel fyrir annað súrsað eins og lauk, smátómata, sveppi, hvönn, skessujurt o.s.frv. Steikarfranskar 3-4 bökunarkartöflur Olía Salt Steikarfranskar eru alla jafna gróf- skornar og taka því lengri tíma í eldun en þær sem við sjáum oftast á skyndibitastöðum. Auðveldlega er þó hægt að keypt tilbúnar kartöflur, og líka nota ofninn frekar en að djúpsteikja. Fyrir þá sem vilja prófa að gera franskar frá grunni má endilega fylgja leiðbeiningunum. Athugið að franskar kartöflur eru alltaf tvísteiktar, Skerið kartöflurnar í um 1x1 cm strimla og setjið í kalt vatn. Látið liggja í vatninu í a.m.k. klukkustund. Skolið vel tvívegis í miklu vatni og þerrið á viskastykki. Hitið olíu í djúpsteikingarpotti í 130 °C og steikið kartöflurnar í 5–6 mínútur. Setjið til hliðar og steikið síðan aftur rétt áður en hamborgarinn fer á pönnuna. Nú í 180 °C heitri olíu þar til þær verða gullinbrúnar, takið úr pottinum, saltið vel og berið fram. Hamborgari með jalapeno majonesi, sultuðum gúrkum, steikarfrönskum og chipotle sósu 4 stk. 120 g hamborgarar Ostur í sneiðum, Cheddar-ostur hentar best. Hamborgarabrauð Salatblöð Tómatar í sneiðum Agúrkur í sneiðum Sneiddur laukur Salt og nýmulinn pipar Steikarfranskar Saltið borgarana og steikið eða grillið, snúið þeim við þegar kjötsafinn myndar polla á yfirborðinu, piprið og setjið ostinn á. Hitið brauðin og berið fram með nýsteiktum kartöflunum, grænmeti, sósum og súrsuðum gúrkum. Verði ykkur að góðu! MATARKRÓKURINN Hamborgari – með heimagerðum sósum og frönskum kartöflum ERFINGJAR LANDSINS Setja skal inn tölur frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt - og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs Hafliði Halldórsson haflidi@icelandiclamb.is Útilega & hestaferðir skemmtilegast Hún Lilja Sól Favour Kristbjörnsdóttir er hress og kát stúlka að norðan, sem hefur áhuga á íþróttum og hestamennsku. Nafn: Lilja Sól Favour Kristbjörnsdóttir. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Fiskar. Búseta: Sigtún. Skóli: Hrafnagilsskóli. Skemmtilegast í skólanum: Heimilisfræði, myndmennt og smíðar. Áhugamál: Hestamennska, fótbolti, körfubolti og frjálsar. Tómstundaiðkun: Fótbolti, körfubolti og frjálsar. Uppáhaldsdýrið: Hestur. Uppáhaldsmatur: Tortilla. Uppáhaldslag: Copines með Aya Nakamura. Uppáhaldslitur: Blár. Uppáhaldsmynd: The Addams Family. Fyrsta minningin: Þegar ég fór í göngutúr á Ítalíu og sá flottan turn. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Fara í útilegu og hestaferð. Við hvetjum sem flesta til að hafa samband ef ykkur langar að vera með! sigrunpeturs@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.