Bændablaðið - 05.10.2023, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023
LÍF&STARF
Sauðfjárafurðir:
Stjórnvöld hafa gleymt
gildi íslensku ullarinnar
– Íslensk ullarframleiðsla hornreka meðal innlendra framleiðsluvara
Stjórnvöld hafa gleymt virði
ullarinnar sem framleiðsluvöru og
vörur framleiddar hér innanlands
úr íslenskri ull þurfa skýra
upprunamerkingu.
Spurt var hvers íslenska
ullin væri megnug og hver væri
framtíð ullarframleiðslu á Íslandi
í svokölluðu sófaspjalli á Fundi
fólksins í Norræna húsinu á
dögunum. Segja aðstandendur
viðburðarins, skrifstofan Íslenzk
ull, bekkinn hafa verið þétt setinn
áhugasömum þátttakendum.
Umræðurnar leiddu þau Guðfinna
Mjöll Magnúsdóttir, einn stofnenda
fyrirtækisins Vík Prjónsdóttir,
Margrét Katrín Gunnarsdóttir,
verkefnisstjóri TextílLabs, Sigurður
Sævar Gunnarsson, forstjóri Ístex og
Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor
í kynjafræði við Háskóla Íslands og
var vöngum velt um hvers vegna
mikilvægt sé að viðhalda íslensku
ullinni og hvernig mætti tryggja
stöðu hennar.
Ágústa Sveinsdóttir, talsmaður
verkefnisins Íslenzkrar ullar, segir
að svo virðist sem stjórnvöld hafi
minni áhuga á ullinni en annarri
innlendri framleiðsluvöru og hafi
það verið mat margra viðstaddra í
sófaspjallinu. Sammælst hafi verið
um að nýsköpunargildið sem felist í
þróun á textíl og ullarframleiðslu sé
oftar en ekki vanmetið. Það sé miður
því íslenska ullin feli enn í sér fjölda
vannýttra tækifæra.
Aðstöðumunur í verðlagningu
Þátttakendum þótti mikilvægt að
stjórnvöld stæðu betur vörð um
íslenska framleiðslu í heild sinni.
Fyrirtæki sem ekki framleiði
innanlands geti verðlagt vörur
sínar mun lægra en innlendir
framleiðendur. Í því samhengi var
einnig rætt um upprunamerkingar
á vörum og bent á að enn sé ekkert
sem standi í vegi fyrir því að vörur
sem framleiddar eru erlendis séu
merktar líkt og þær séu alíslenskar.
Fólk hafi verið sammála um að við
þessu þyrfti að bregðast. Gagnsæi
væri nauðsynlegt til að gera
íslenska framleiðslu sýnilegri og
aðgreinanlegri. Sem dæmi mætti
taka að ef peysa úr íslenskri ull væri
ofin í Bretlandi og saumuð í Portúgal
ættu þær upplýsingar allar að koma
fram á merkimiða peysunnar svo
neytandinn gæti tekið meðvitaða
ákvörðun.
Verkefnið Íslenzk ull er
rannsóknarverkefni þriggja nemenda
úr LhÍ og HÍ sem hlaut styrk frá
Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá
Rannís í sumar. Segir í tilkynningu
að Ágústa, sem er vöruhönnuður,
Valgerður Birna Jónsdóttir
vöruhönnuður og Elís Gunnarsdóttir,
grafískur hönnuður, sameini þar
krafta sína til að stuðla að aukinni
vitund um framtíðarmöguleika
íslensks ullariðnaðar.
Leitað aftur til ársins 1939
„Verkefnið er endurvakning
á samnefndri skrifstofu sem
starfrækt var af tveimur konum á
árunum 1939–1951, þeim Önnu
Ásmundsdóttur og Laufeyju
Vilhjálmsdóttur, í þeim tilgangi
að efla íslenskan ullariðnað,“ segir
Ágústa. „Skrifstofan stóð fyrir
fjölbreyttri grasrótarstarfsemi í yfir
tvo áratugi sem knúði fram miklar
breytingar á hugarfari fólks til
nýtingar á ullinni.“
Hún segir margt sammerkt með
stöðu ullariðnaðarins nú á tímum og
þá. „Sauðfjárrækt er ekki fjárhagslega
sjálfbær sem stendur en íslenska ullin
er dýrmætt hráefni sem enn felur í
sér fjölda vannýttra tækifæra,“ segir
hún og bætir við að nú verði áhersla
lögð á að skapa vettvang fyrir aukna
verðmætasköpun úr ullinni með því
að efla samtal milli ólíkra starfsstétta,
sem allar hafi hag af því að íslenski
ullariðnaðurinn sé efldur. /sá
Þeir Óli Þór Hilmarsson og Guðjón
Þorkelsson, starfsmenn hjá Matís,
fóru enn af stað í leiðangur í slátur-
hús á dögunum til að taka út lamba-
kjötskskrokka, en líklega er þetta
með síðustu ferðum þeirra saman,
þar sem árin hafa færst yfir.
Þeir hafa í áraraðir rýnt í ýmsa
þætti varðandi kjötgæði.
Í þessari sláturtíð meta þeir
arfgengi fitusprengingar með því að
skoða og taka lítið sýni úr hryggvöðva
skrokka, frá fjórum ræktunarbúum,
en lömbum frá þeim er slátrað
í þremur sláturhúsum. Verkefni
þeirra er samstarfsverkefni með
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
og Landbúnaðarháskóla Íslands.
Að sögn þeirra er mikill áhugi á
að kanna arfgengi og ræktun fyrir
fitusprengingu í vöðva og áhrif
þessara þátta á bragðgæði lambakjöts
á Íslandi. Rannsóknir í öðrum löndum
gefi til kynna að æskilegt sé að mæla
með ákveðnu lágmarki af fitu í vöðva,
til að tryggja safa og meyrni kjötsins.
Þegar þeir Óli Þór og Guðjón voru
á ferðinni árið 1995 var markmiðið
helst að skoða hlutfall kjöts, fitu og
beina með tilliti til nýs kjötmats sem
þeir þróuðu sjálfir við störf sín hjá
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins.
Í ár hafa þeir verið að skoða
afleiðingar af ræktunarstarfinu, eftir
að nýtt kjötmat var tekið upp þar sem
ræktunarstefnan hefur verið að draga
úr of feitum skrokkum.
Þeir segja að vísbendingar séu um
að sterkt val í ræktunarstarfi gegn
fitusöfnun og fyrir vöðvavexti, hafi
leitt til minni fitu í vöðva, minni
safa og meyrni. Í þessu verkefni fer
fram allnokkur sýnataka. Frá hverju
ræktunarbúi verða skoðaðir allt að
200 skrokkar í hverri slátrun, eða
eins margir og hægt er að komast
að með góðu móti. Sýnatakan
fer þannig fram að skorið er
þvert yfir hægri hryggvöðva, við
aftasta rifbein, og tekin ein þykk
kóteletta úr hryggnum, þannig að
auðvelt sé að sjá og mynda í enda
hryggvöðva. Þá er framkvæmt
sjónmat á fitusprengingu vöðvans,
litur kjöts og fitu metin, sýrustig
mælt og að lokum tekin ein sneið
af hryggvöðvanum. Hverjum bita
sé pakkað í sér umbúðir og það
fryst. Síðar í vetur verður litur kjöts
mældur, fitusprenging metin og
fituinnihald kannað.
Með því að fá sýni frá ræktunar-
búum er hægt að tengja niðurstöður
beint í ræktunarlínur.
Hluti verkefnisins er síðan að
skoða möguleika á notkun NIR
tækninnar (e. Near Infrared analysis)
við ákvörðun fituinnihalds í vöðva.
Verk efnið er styrkt af Þróunar-
sjóði sauðfjárræktarinnar, unnið
af starfsfólki Matís með stuðningi
sláturhúsanna á Hvammstanga,
Selfossi og Blönduósi.
/smh
Hafa lengi rýnt í vöðva
og fitu lambakjöts
Guðjón og Óli Þór á forsíðu Bændablaðsins árið 1995 og nú í sláturtíðinni.
Ágústa Sveinsdóttir
Nýsköpunargildið sem felst í þróun á textíl og ullarframleiðslu er oftar en ekki vanmetið. Áhugafólk og framleiðendur
telja að íslenska ullin eigi mikið inni og fjölmörg vannýtt tækifæri séu fyrir hendi henni tengd. Mynd / bbl