Bændablaðið - 05.10.2023, Page 40

Bændablaðið - 05.10.2023, Page 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023 Eiginleikar sen dæmdir eru á kynbótasýningum eru dæmigerðir magneiginleikar, sem einnig eru kallaðir „mældir eiginleikar“. Kynbótadómur hvers eiginleika dómstigans er þannig mæling á samanlögðum áhrifum erfða og umhverfis á viðkomandi eiginleika. Það er ómögulegt að greina með fullri vissu hlutdeild áhrifa erfða og umhverfisþátta á dómseinkunn hvers einstaks grips. Hins vegar kunna kynbótafræðingar ráð til að reikna meðaltals hlutdeild erfða og umhverfis í stórum stofni (erfðahópi) með réttar ætternisfærslur og kynbótamatið (BLUP) metur áhrif erfðaþáttarins fyrir sérhvert hross fyrir hvern eiginleika. Bæði erfðirnar (kynbótagildið) og umhverfisáhrifin, og þar með samanlögð áhrif beggja þátta (þ.e. mælingin=dómseinkunn) eru í eðli sínu meðaltöl fjölmargra þátta og það er náttúrulögmál að slík meðaltöl fylgja normaldreifingu. Normaldreifing skýrist af einungis tveimur stærðum: µ sem er meðaltal (miðja samfelldrar og samhverfar dreifingar mælinga) og σ sem táknar staðalfrávik dreifingarinnar. Í normaldreifðum gögnum væntum við 68,3% mælinga á bilinu µ-σ til µ+σ; 95,5% mælinga á bilinu µ-2σ til µ+2σ; 99,7% á bilinu µ-3σ til µ+3σ og einungis tæplega 0,3% á endimörkum þar fyrir utan. Lárétti ás kúrfunar táknar kvarða mælinganna og lóðrétti ásinn endurspeglar fjölda mælinga í skurðarpunkti ásanna. Sjá mynd 1. Kynbótadómar Tölfræðilegt yfirlit um hæstu aldursleiðréttu dóma þeirra kynbótahrossa sem komu til sýninga á Íslandi árin 2010 – 2022 er sýnt í Töflu 1. Alls eru það 7910 dæmd hross í fullnaðardómi og þetta er hluti þeirra gagna sem var grundvöllur reiknaðs kynbótamats haustið 2022. Kynbótadómar eru huglægt mat fagmenntaðra dómara á gæðum hrossanna og taka til 8 sköpulagseiginleika og 9 eiginleika í reiðhestshæfileikum. Dómskalinn hleypur á heilum og hálfum á bilinu 5 til 10 og sem viðmið hafa dómarar töluna 7,5 sem væntanlegt meðaltal stofnsins á hverjum tíma. Af töflu 1 má þó lesa að meðaltal eiginleikanna fyrir dæmdu hrossin víkur mismikið frá 7,5 frávikið endurspeglar forval í gögnunum, en það er mest fyrir háls, herðar og bóga, samræmi, tölt, fegurð í reið og samstarfsvilja. Lágt meðaltal einkunna fyrir skeið skýrist af stærstu leiti af því að tæp 30% hrossanna eru dæmd sem klárhross og fá 5,0 í skeiðeinkunn. Af einstökum eiginleikum er minnstur breytileiki (staðalfrávik) í dómum á háls, herðum og bógum (σ = 0,38). Sá sköpulagseiginleiki sem hefur mesta dreifni er prúðleiki (á fax og tagl) (σ = 0,75). Sá eiginleiki sem hefur langlægsta meðaltalið (µ = 6,89) og mestu dreifnina (σ = 1,44) er skeið. Þegar dómseinkunn 5,0 er sleppt hækkar meðaltal skeiðeinkunna í 7,67 og staðalfrávik lækkar í 0,92. Vegin aðaleinkunn sköpulags hefur meðaltal 8,05 og staðalfrávik 0,25, Vegin aðaleinkunn hæfileika hefur meðaltal 7,91 og staðalfrávik 0,38. Aðaleinkunnin sem vegur alla eiginleikana með vægisstuðlum hefur meðaltal 7,96 og staðalfrávik 0,30. Gröfin í myndum 2 – 3 sýna myndrænt tíðni einstakra einkunna fyrir eiginleika sköpulags og hæfileika. Mynd 2 sýnir að 8,0 er algengust allra einkunna fyrir alla sköpulagseiginleika nema fyrir réttleika fóta og prúðleika sem hafa hæstu tíðni einkunna 7,5. Þar virðist áhrifa forvals gæta minnst. Augljóst virðist að áhrifa forvals gætir mest í dreifingu einkunna fyrir háls herðar og bóga og samræmi sem kemur fram í nokkuð skekktri normaldreifingu þeirra eiginleika. Af mynd 3 má lesa að algengasta einkunn fyrir tölt og samstarfsvilja er 8,5 og fyrir skeið er algengasta einkunnin 5,0. Rúmlega 45% hrossanna sem fá einkunn 5,0 fyrir skeið eru með arfgerð CA eða CC í gangráði (erfðasæti skeiðgens, DMRT3) og hafa því ekki lífeðlisfræðilega möguleika til að sýna vekurð að einhverju gagni. Hross með arfgerð AA í gangráði ættu að geta sýnt skeið en samt sem áður virðist rúmur helmingur (55%) þeirra hrossa sem fá 5,0 í skeiðeinkunn bera arfgerð AA. Ástæður þess að þau eru sýnd sem klárhross geta verið ýmsar. Algengasta einkunn annarra reiðhestshæfileika eru 8,0. Myndir 2 og 3 sýna að allir sköpulagseiginleikarnir og reiðhestshæfileikarnir, að frátaldri einkunninni 5,0 fyrir skeið, fylgja allvel undirliggjandi normaldreifingu en kvarði mælinganna er grófur og í stað samfelldrar dreifingar sjáum við afrúnaðar mælingar sem deilast upp í 11 afmarkaða flokka. Dreifing flestra eiginleikanna er þó nokkuð skekkt með hala sem teygir sig niður á við vegna forvals hrossa sem koma til kynbótadóms. Mælingar vantar fyrir lökustu hross stofnsins sem myndi þá fylla í normaldreifinguna. Dreifing veginna einkunna sköpulags, hæfileika og heildaraðaleinkunnar er sýnd í mynd 4 þar sem einkunnir á bilinu 6,0 til 9,5 eru kvarðaðar með einum aukastaf (36 stöplar). Dreifing aðaleinkunnar sköpulags er ágætlega samhverf, en aðaleinkunn hæfileika er aðeins skekkt og hefur heldur lengri hala niður á við. Þeirri skekkingu normaldreifingarinnar valda lágar skeiðeinkunnir hrossa sem sýnd eru sem klárhross. Dreifing heildaraðaleinkunna geldur þessa einnig í nokkrum mæli en er þó ekki verulega skekkt. Meðaltal aðaleinkunnar hrossa sem voru dæmd á Íslandi árin 2010 – 2022 eru µ =7,97 stig og staðalfrávik dreifingarinnar er σ = 0,30 stig. Ef aðaleinkunnin fylgir normaldreifingu fullkomlega væntum við okkur að 68,3% dæmdra hrossa hafi aðaleinkunn á bilinu 7,67 til 8,27; 95,5% liggi á bilinu 7,37 til 8,57 og 99,7% á bilinu 7,07 til 8,87 samkvæmt mynd 1. Í reynd eru í gögnunum 69,4% aðaleinkunna á bilinu 7,67 til 8,27; 95,27% á bilinu 7,37 til 8,57 og 99,5% á bilinu 7,07 til 8,87. Frávikin í kynbótadómum frá væntanlegri tíðni normaldreifingar eru því óveruleg og gögnin henta vel sem grundvöllur útreikninga kynbótamats. Kynbótamat Í mynd 5 eru sýnd gröf sem lýsa dreifingu kynbótamats aðaleinkunnar hrossa fæddra á Íslandi með 5 ára millibili árin 2010, 2015 og 2020 og hafa lágmarksöryggi (RTI) kynbótamats 30% . Meðaltal 8307 hrossa í árgangi 2010 er 92,35 stig; meðaltal 5947 hrossa í árgangi 2015 er 100,17 stig og meðaltal 5276 hrossa í árgangi 2020 er 104,45 stig. Mismunurinn á meðaltölum kynbótamats aðaleinkunnar milli árganga 2010 og 2020 nemur 12,1 stigum sem endurspeglar erfðaframför sem orðið hefur í stofninum á síðastliðnum áratug. Markmið alls kynbótastarfsins eru erfðafræðilegar framfarir í verðmætum eiginleikum stofnsins. Árangur markvissrar ræktunar felur í sér að sérhver árgangur ber að meðaltali heldur betra erfðamengi en fyrri árgangar. Hraði erfðaframfara í stofni er algjörlega háður eftirtöldum þáttum: 1) Erfðabreytileika (σA ) 2) Öryggi í vali undaneldishrossa (þ.e. fylgni milli dóms og kynbótagildis (RTI ), sem er háð arfgengi eiginleikanna, magni og eðli upplýsinga í gögnum og gæði aðferða sem notaðar eru til útreikninga kynbótamats). 3) Úrvalsstyrkleika (i) 4) Lengd ættliðabils (L) 5) Skyldleikaræktarhnignun (d) Ef við gefum okkur eftirfarandi raunhæfar forsendur fyrir íslenska hrossastofninn: ● Arfgengi aðaleinkunnar h2 = 0.36. Þá er erfðabreytileikinn σA = √(h2 σ2) = √(0.36 x 0.32) = 0.18 ● Meðaltals öryggi í vali stóðhesta RTI = 80% ● Meðaltals öryggi í vali undaneldishryssa RTI = 60% ● Vegin hlutdeild valdra stóðhesta = 10%. Þá verður úrvalsstyrkleiki stóðhesta (is = 1.755). ● Hlutdeild valdra hryssa = 60%. Þá verður úrvalsstyrkleiki hryssa (ih = 0.644). ● Ættliðabil faðir – afkvæmi (Ls ) = 8 ár. ● Ættliðabil móðir – afkvæmi (Lh ) = 12 ár. LÍF&STARF Erfðaframför í íslenska hrossastofninum – Hvernig er dreifing einkunna á kynbótasýningum og í kynbótamati? Ræktunarmarkmið íslenska hestsins er víðfeðmt og eiginleikarnir sem ræktendur leitast við að bæta eru fjölmargir. Til einföldunar má skipta þeim í tvo meginflokka. Annars vegar „séða eiginleika“, sem ráðast alfarið af erfðum stakra erfðavísa (dæmi: erfðir hrossalita og gangráðs) og eru ekki háðir neinum umhverfisáhrifum, og hins vegar „magneiginleika“ sem lúta áhrifum fjölmargra erfðavísa og umhverfisþátta. Þorvaldur Árnason og Elsa Albertsdóttir. Eiginleiki Meðaltal, µ Staðalfrávik, σ Lágmarksgildi Hámarksgildi Höfuð 7,82 0,51 6,0 10,0 Háls,h,b* 8,24 0,38 7,0 9,5 Bak,og lend 8,06 0,53 6,0 9,5 Samræmi 8,15 0,45 6,5 9,5 Fótagerð 7,94 0,50 6,5 10,0 Réttleiki 7,64 0,49 6,0 9,5 Hófar 8,09 0,48 6,0 10,0 Prúðleiki 7,60 0,75 5,5 10,0 Tölt 8,25 0,53 5,5 10,0 Brokk 7,96 0,61 5,0 10,0 Skeið 6,89 1,44 5,0 10,0 Stökk 8,05 0,50 5,0 10,0 Fegurð í reið 8,17 0,48 6,0 9,5 Samstarfsvilji 8,39 0,44 6,5 10,0 Fet 7,68 0,69 5,0 10,0 Hægt tölt 7,97 0,54 5,0 10,0 Hægt stökk 7,75 0,61 5,0 10,0 Skeið > 5 7,67 0,92 5,5 10,0 Sköpulag 8,05 0,25 7,13 9,09 Kostir 7,91 0,38 6,00 9,38 Aðaleinkunn 7,96 0,30 6,51 9,03 *Háls, herðar og bógar Tafla 1. Tölfræðilegt yfirlit um kynbótadóma 7910 hrossa (af báðum kynjum) sem voru dæmd á Íslandi árin 2010–2022. Land:Ár Fjöldi Meðaltal, μ Feður, μs Mæður, μh IS: 2010 8514 91,8 100,0 83,7 IS: 2015 6087 99,7 107,9 91,4 IS: 2020 5585 103,0 111,2 94,9 DE: 2010 2784 85,6 90,6 80,8 DE: 2015 2338 90,3 95,6 85,2 DE: 2020 2171 95,1 100,6 89,7 DK: 2010 2243 88,5 95,0 82,0 DK: 2015 1290 95,5 101,1 90,0 DK: 2020 1539 99,7 105,0 94,5 SE: 2010 1354 89,3 94,7 84,1 SE: 2015 764 95,1 100,6 90,2 SE: 2020 798 99,4 104,9 94,0 Tafla 2. Meðaltöl kynbótamats aðaleinkunnar allra hrossa í árgöngum 2010, 2015 og 2020 með báða foreldra skráða í gögnum og meðaltöl kynbótamats foreldranna. Meðaltölin eru reiknuð sérstaklega innan fæðingarlands í 4 helstu ræktunarlöndum íslenska hestsins (Ísland, Þýskaland, Danmörk og Svíþjóð). Mynd 1. Normaldreifingin, þar sem µ = meðaltal og σ = staðalfrávik. Mynd 2. Mynd 3.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.