Bændablaðið - 05.10.2023, Page 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023
Hollenski landbúnaðarbankinn
Rabobank tekur saman reglulega
margvíslegan fróðleik um þróun
landbúnaðarins í heiminum og
m.a. gefur út árlegt yfirlit yfir
stöðu stærstu mjólkurvinnslu-
fyrirtækja heims.
Undanfarin ár hafa ekki beint orðið
miklar breytingar á listanum og væri
nær lagi að tala um hliðrun á stöðu
fyrirtækja, þar sem sum hafa haft
sætaskipti á milli ára. Nú ber aftur
á móti svo við að töluvert miklar
breytingar hafa orðið á listanum, þegar
staða þessara fyrirtækja árið 2021 er
borin saman við árið 2022.
Mikil veltuaukning
Heildarvelta 20 stærstu fyrirtækjanna
í heiminum, sem vinna úr mjólk,
jókst um 7,3% árið 2022 miðað við
fyrra ár, þegar veltan er reiknuð í
bandaríkjadollurum en sé miðað við
uppgjör í evrum jókst velta þessara
sömu fyrirtækja um heil 21%.
Skýringin felst auðvitað í sterkari
bandaríkjadollar miðað við evru en
önnur skýring á aukinni veltu almennt
séð felst fyrst og fremst í hækkuðu
verði afurða á markaði þegar flest
þessara fyrirtækja hækkuðu verð til að
mæta hærri verðbólgu. Athygli vekur
að óvenju hátt hlutfall fyrirtækja settu
veltumet árið 2022 og varð hálfgerð
uppstokkun á heimsmarkaðinum
þegar horft er til afurðafyrirtækja, þ.e.
stöðu þeirra miðað við heildarveltu.
Einungis fimm fyrirtæki héldu
röð sinni á listanum og það er harla
óvenjulegt enda um gríðarlega stór
fyrirtæki að ræða.
Þau 10 stærstu
Lactalis Franski risinn heldur áfram
að stækka og ber orðið höfuð og herðar
yfir önnur fyrirtæki á þessum markaði
með heildarveltu upp á 3.903 milljarða
íslenskra króna! Vöxtur fyrirtækisins
skýrist m.a. af uppkaupum og samruna
annarra fyrirtækja við Lactalis á árinu
en einnig af aukinni sölu og hærra
afurðaverðs. Af þekktum fyrirtækjum
sem Lactalis keypti upp árið 2022 má
nefna Jalna Dairy Foods frá Ástralíu,
ferskvörudeild hins þýska BMI og
franska fyrirtækið Verdannet, sem er
sérhæft í ostagerð.
Þá hafa fregnir borist af því að
Lactalis sé að reyna að kaupa núna
brasilíska fyrirtækið DPA, sem er
í dag í eigu Nestlé og Fonterra en
bæði eiga í ákveðnum vanda þessi
misserin og eru að leita að leiðum út
úr vanda sínum.
Dairy farmers of America Banda-
ríska samvinnufélag þarlendra bænda
gerði einstaklega vel árið 2022 og
setti nýtt veltumet og skaust þar með
upp fyrir bæði Danone og Nestlé!
Einstakur árangur þessa merka
félags sem náði árangrinum án þess
að kaupa upp önnur fyrirtæki eða
félög. Veltuaukninguna má því fyrst
og fremst rekja til hærra afurðaverðs
og aukinnar sölu.
Nestlé Í áraraðir var Nestlé ósnertan-
legt í efsta sæti þessa lista Rabobank
en nú er öldin önnur og hefur það nú
fallið niður í það þriðja. Fyrirtækið
hefur á undanförnum árum verið
að draga saman seglin á þessum
markaði og selja frá sér eignir og
framleiðslueiningar.
Nú hefur þó verið gefin út spá
um að veltuaukning sé fram undan
á árinu 2023, en óvíst er hvaðan sú
aukning muni koma.
Danone Franska fyrirtækið Danone
fellur niður um sæti á listanum en
ekki vegna þess að illa gekk heldur
vegna þess að DFA stökk upp í annað
sætið. Fyrirtækið er umsvifamikið
á heimsmarkaðinum og árið 2022
gekk það frá kaupum á vörumerkinu
Dumex í Kína, en það var áður
í sameiginlegri eigu Danone og
Mengniu. Dumex er eitt þekktasta
vörumerkið innan mjólkurdufts
fyrir börn. Fyrirtækið var einnig á
árinu í hagræðingaraðgerðum sem
skiluðu góðum árangri en hvort það
sé nóg fyrir afkomuna árið 2023
skal ósagt látið en um mitt þetta
ár tóku rússnesk yfirvöld Danone í
Rússlandi eignarnámi.
Þessi armur fyrirtækisins var sá
fimmti stærsti innan Danone svo
líklegt er að um mikið högg sé að
ræða fyrir fyrirtækið.
Yili Kínverska fyrirtækið Yili gekk
ágætlega á heimamarkaði árið 2022
og jók söluna um rúm 5% en vegna
falls hins kínverska yuan gagnvart
bandaríkjadollar mælist vöxturinn
ekki nema um 0,8% frá árinu 2021.
Yili hélt áfram á árinu 2022 að styrkja
stöðu sína í Asíu með því að kaupa
upp fyrirtæki í mjólkurvinnslu í
álmunni. Það sem er þó áhugaverðast
við þessi uppkaup er að fyrirtækið
gerir það einungis til að styrkja stöðu
sína á kínverska markaðinum, þ.e.
kaupir upp fyrirtæki utan landsins
steina og flytur svo framleiðsluvörur
þess heim til Kína.
Þess má geta að fyrirtækið, rétt
eins og Mengniu, er að hluta til í
opinberri eigu kínverskra yfirvalda.
Arla Foods Hástökkvari listans að
þessu sinni er samvinnufélagið Arla
Foods, sem er með höfuðstöðvar
sínar í Danmörku. Félagið jók
veltuna um rúm 23% árið 2022 og
stökk upp um 3 sæti frá árinu 2021.
Skýringin á aukningunni fólst fyrst
og fremst í sterkri stöðu félagsins á
hinum evrópska markaði og sterkum
vörumerkjum sem neytendur hafa
haldið tryggð við þrátt fyrir hækkandi
verð. Þetta eru merki eins og Lurpak,
Castello, Puck og Starbucks, en Arla
foods er með einkarétt á framleiðslu
og sölu margs konar kaffidrykkja í
dósum, sem merkt eru hinni þekktu
Starbucks kaffihúsakeðju.
FrieslandCampina
Hið hollenska samvinnufélag hafði
sætaskipti við Arla Foods að þessu
sinni en félögin tvö hafa att kappi
hvort við annað í fjöldamörg ár enda
svipuð að stærð og uppbyggingu.
Fyrirtækin bera sig títt saman
hvort við annað, þegar horft er til
afurðastöðvaverðs og almennrar
uppbyggingar. FrieslandCampina
lenti í kröppum dansi á sumum
mörkuðum sínum og hefur upplifað
samdrátt í innvigtun mjólkur frá
hollenskum kúabændum sem margir
þurfa að draga úr framleiðslu sinni
vegna sértækra umhverfiskrafna
þarlendra yfirvalda.
Til að mæta þessu var stjórn
félagsins snögg að bregðast við
og seldi frá sér einingar og lokaði
vinnslustöðvum og skilaði það sér
í því að félagið náði að auka veltu
sína þrátt fyrir breytt starfsumhverfi!
Mengniu Mengniu, sem er kínverskt,
fellur á listanum mest vegna gengis-
þróunar á yuan en hélt áfram að
vaxa vel á kínverska markaðinum.
Alls jukust umsvif Mengniu um rúm
10% árið 2022 en fyrirtækið hefur
nú hafið innreið sína inn á osta- og
smjörmarkaðinn í Kína, en hingað
til hafa kínversku afurðafyrirtækin
látið þann markað eiga sig. Hægt
og rólega hefur byggst upp stór
markaður fyrir þessar vörur, byggt
upp af innflutningsfyrirtækjum, og
núna er markaðurinn nógu stór til
þess að Mengniu hefur innreið á
hann.
Þá heldur Mengniu áfram að vaxa
á kínverska ísmarkaðinum, sem enn
er í mikilli sókn.
Fonterra Þessi fyrrum risi á afurða-
markaðinum, hið nýsjálenska sam-
vinnufélag þarlendra kúabænda,
hefur átt betri ár og miðað við hin
fyrirtækin féll það á listanum um þrjú
sæti og heldur þar með áfram að gefa
eftir enn eitt árið. Er nú í níunda sæti.
Fáir hefðu líklega trúað þessu fyrir
örfáum árum síðan!
Fonterra veðjaði á sínum tíma
heldur hraustlega á kínverska markað-
inn og þegar þarlendir bændur náðu
vopnum sínum og framleiðslan þar
jókst ár frá ári lentu þau fyrirtæki
sem voru stórtæk í innflutningi í
ákveðnum vanda.
Sum voru betur sett en önnur eins
og gefur að skilja en Fonterra, sem
seldi mikið af afurðum sínum sem
hráefni fyrir önnur fyrirtæki, fékk
skell sem enn er verið að vinna úr.
Saputo Í tíunda sæti listans er
kandadíska fyrirtækið Saputo.
Fyrirtækið er bara eitt þriggja á topp
10 listanum sem hefur ekki sætaskipti
við annað fyrirtæki á milli ára. Saputo,
sem hefur verið í miklum uppkaupum
á öðrum fyrirtækjum undanfarin ár,
notaði árið í að bæta reksturinn
og nýta fjölbreytt eignasafn sitt til
aukinnar sérhæfingar. Af þeim sökum
hélt Saputo mikið til sjó á milli ára.
Flest með vörur úr plöntuafurðum
Athygli vekur að svo til öll afurða-
fyrirtækin 20 eru með framleiðslu á
vörum úr plöntuafurðum, þ.e. með
vörulínur sem eru fyrir neytendur sem
ekki neyta mjólkurvara.
Snorri Sigurðsson
snorri.sigurdsson@outlook.com
Á FAGLEGUM NÓTUM
Ótrúlegar sviptingar á lista stærstu
mjólkurvinnslufyrirtækjanna