Bændablaðið - 05.10.2023, Síða 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2023
Býli? Kirkjubær á Rangárvöllum.
Ábúendur? Hjörvar Ágústsson,
Hanna Rún Ingibergsdóttir og dóttir
okkar, Lilja Rún Hjörvarsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Við erum þrjú í heimili, eigum svo
kisuna Blesu og hundana Dögg og
Kröflu, sem eru ástralskir fjárhundar.
Stærð jarðar? 1.500 hektarar.
Gerð bús? Hrossaræktarbú.
Fjöldi búfjár? Á jörðinni eru um
100 hestar.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Byrjum á að gefa og moka stíur, svo
er riðið út þangað til komið er að
kvöldgjöf hjá hestum og mönnum,
svo frekar einfalt prógramm alla daga.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Frumtamningarnar
á haustin eru með því
skemmtilegra sem við gerum og
ætli það leiðin- legasta sé ekki að
fara skyndilega í girðingarvinnu
þegar maður má alls ekki vera
að því, girðingar slitna nánast
alltaf þegar það er annaðhvort
mjög vont veður eða við í mikilli
tímaþröng.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Vonandi alveg jafngaman að þjálfa
hesta og vonandi fjöldi hesta í
húsinu frá Kirkjubæ orðinn aðeins
stærri en fjöldi hesta frá öðrum.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Það er alltaf til smjör og ostur og
svo frosnar beyglur með rúsínum í
frystinum.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Ætli það sé ekki grillað
lambakjöt og meðlæti, mjög vinsæll
matur yfir sumarmánuðina.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Öll eftirminnilegustu
atvikin eru frá því þegar við vorum
að reyna vera fjárbændur, vorum
með um 30 fjár. Komumst að því að
við erum vonlaus í því.
Eigum ótal sögur af okkur að
detta almennilega á hildir rétt áður
en lagt var af stað í keppnisferðalag
og vera stönguð af rollu við það að
reyna að hjálpa stífluðu lambi með
óvenjulegum aðferðum.
Prjónaðar tuskur með fallegu gatamynstri sem
myndar tígla. Við mælum með tveimur bómullar-
tegundum frá DROPS í tuskur. DROPS Safran sem
fæst í 45 litbrigðum og kostar dokkan 440 kr. og
DROPS ♥️ You 7 sem fæst í 57 litbrigðum og kostar
aðeins 285 kr.
DROPS mynstur: e-308
Stærð: 1 tuska er ca 26x26 cm og ca 32 grömm.
Garn: DROPS Safran eða DROPS ♥You 7, fæst hjá
Handverkskúnst, www.GARN.is
Litir á mynd: DROPS Safran - Þokubleikur nr 56, Natur
nr 18, Rauður leir nr 59, Ljósbrúnn nr 22.
Sambærilegir litir í DROPS ♥ You 7 - Ljósferskja nr 54,
Ryð nr 34, Súkkulaði nr 37, Perla nr 32.
Prjónar: nr 2,5 eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur
í sléttuprjóni verði 10 cm á breidd.
Uppskrift: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið
upp 67 lykkjur á prjón 2,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón
yfir allar lykkjur.
Prjónið síðan eftir mynsturteikningu frá réttu þannig:
Prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni, A.1 yfir 5 lykkjur, A.2
yfir 50 lykkjur (=5 endurtekningar), A.3 yfir 6 lykkjur
og prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni.
Haldið áfram að prjóna eftir mynsturteikningu svona
þar til stykkið mælist ca 25 cm, endið eftir 10. eða 20.
umferð í mynsturteikningu.
Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið af með sléttum
lykkjum í næstu umferð. Klippið frá og gangið
frá endum.
Kirkjubær
BÆRINN OKKAR
HANNYRÐAHORNIÐ
Tíglatuskur
Mynstur
= slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu
= brugðin lykkja frá réttu, slétt lykkja frá röngu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= 3 lykkjur slétt saman (1 lykkja færri)
= lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni
yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri)
= lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu
lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (= 2 lykkjur færri)
Við hvetjum sem flesta til að hafa samband ef ykkur langar að vera með!
Hafið samband: sigrunpeturs@bondi.is
Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst
frá Háskólanum á Hólum af hestafræðibraut. Hjörvar er þriðji ættliður
Kirkjubæinga en þrð hefur verið stunduð hrossarækt frá árinu 1950. Fyrstu
15 árin voru það bræðurnir Stefán og Eggert Jónssynir sem ræktuðu hross í
Kirkjubæ en þá tók við búinu afi Hjörvars, Sigurður Haraldsson. Við vinnum
við að rækta og þjálfa hesta og tökum einnig að okkur reiðkennslu. Við erum
bæði að þjálfa hesta frá okkur en einnig fyrir aðra.