Úrval - 01.11.1962, Qupperneq 75
FANGI AÐEINS Á NÓTTINNI
91
skeytti því engu, þótt læknir
hans ráðlegði honum að hvílast
betur.
LeDru var engu nær, er hann
hafði athugað allar aðstæður í
Ste. Adresse. Veski hins myrta
var enn í jakka hans, og í því
voru nokkur hundruð frankar.
Hann átti enga óvini, að því er
menn vissu. Hann var ekki ríkur,
og eini erfingi hans var eigin-
kona hans. Frú Monet hafði beð-
ið eftir eiginmanni sínum í and-
dyri gistihússins, þangað til
klukkan var næstum orðin 2,30
að nóttu. Líkskoðarinn kvað upp
þann úrskurð, að morðið hefði
verið framið um klukkan 2 að
nóttu, og því féll enginn grunur
á frú Monet.
Það gekk hvorki né rak fyrir
LeDru, og því greip hann til síns
gamla ráðs, þ. e. að sýna ósegj-
anlega þrautseigju og varfærni í
rannsóknum sínum. Hann
strengdi kaðal í hring í um 50
feta fjarlægð frá þeim stað, sem
líkið lá á. Síðan skoðaði hann
vandlega hvern þumlung sands-
ins í leit að sönnunargögnum.
Það var komið myrkur fyrir
löngu, og hann notaði ljósker við
leitina. Skyndilega fann hann
það, sem hann hafði verið að leita
að. Hann starði alveg höggdofa á
það.
Síðar um nóttina gekk hann
fram og aftur um göturnar í Ste.
Adresse, og um morguninn hélt x
hann til lögreglustöðvarinnar.
„Herrar mínir“, sagði hann líf-
vana röddu. „Ég hef leyst morð-
gátuna. Hér er gipsafsteypa af
fórsporinu, sem morðinginn skildi
eftir, er hann læddist aftan að
fórnardýri sínu. Hann var á
sokkaleistunum. Takið eftir ein-
kennilegu atriði í sambandi við
fótsporið. Það er eftir vinstri fót,
og það vantar köggul frarrian á
stóru tána.... sjáið þið það ekki?
Það er enginn vafi á því, að þetta
er fótspor eftir manninn, sem
myrti André Monet“.
Síðan kraup LeDru niður og
fór úr vinstri skónum.
• „Ég er morðinginn, herrar mín-
ir“, bætti hann við.
LeDru hafði misst köggul fram-
an af stórutá á vinstri fæti, þeg-
ar hann var lítill drengur. Fót-
sporið í sandinum var nákvæm-
lega af sömu stærð og lögun og
il hans. Hin síendurtekna mar-
tröð drauma hans, hafði raun-
verulega orðið að veruleika, en í
draumum þeim hafði hann gerzt
morðingi.
Hann var handtekinn og dreg-
inn fyrir rétt. Verjandi hans
sannaði það með aðstoð læknis-
úrskurðar í einni athyglisverð-
ustu vörn í franskri réttarsögu,
að LeDru væri aðeins hættuleg-