Úrval - 01.11.1962, Side 101
LJÖS1 FJÖTRUM
117
STEINGERVINGA-ÓPALAR.
Ýmsir ópaiar eða ópalamyndan-
ir, sem fundizt hafa í Ástralíu, eru
ekki síður fallnar til að vekja
áhuga vísindamanna en gimsteina-
sala. Námumenn eða holugrafarar
við Ljósubjörg fundu beinagrind
úr plesiasaurusi (forsögulegu sjó-
dýri allt að þrettán metrum að
lengd), að kalla má aigerlega um-
myndaða í ópal. Að hauskúpunni
slepptri er þessi beinagrind sem
nær einn glitrandi ópall. Hún er
nú varðveitt í British. Museum. Á
sömu slóðum fannst einnig beina-
grind úr fornaldarhákarli metri að
lengd, ummynduð á sama hátt og
hin fyrri. Þar hafa og fundizt
margar leifar ýmissa skeldýra og
skeljar, kuðungar, fljótakrabbar,
sæliljur o. fl., allt meira og minna
steingert sem ópall.
FRÆGIR ÖPALSTEINAR.
Af fimmtán ágætustu ópalstein-
um, sem þekktir eru á okkar dög-
um, eru tólf ættaðir frá Ástralíu.
Einn þeirra er „Rauði aðmíráll-
inn“, svartur ópali, fundinn við
Eldingasnös (Lighting Ridge) árið
1920, en aðeins á þeim slóðum
hefur svarti ópallinn fundizt. Þessi
steinn glóir í öllum regnbogans
litum, og margir telja hann feg-
ursta ópal veraldar. Um skeið var
hann í eigu Northcliffe lávarðar,
brezks blaðakóngs og þekkts ópal-
safnara.
Við Eldingasnös fannst einnig
„Pandora“, öðru nafni „Ljós Ástra-
líu“; mjög frægur steinn. Þegar
hann fannst, var hann 10 cm á
lengd, 5 cm á breidd og 2.5 cm
á þykkt. Fullslípaður vó hann 750
karöt og vakti feikna athygii, þeg-
ar hann var til sýnis í London árið
1947. „Pandora“ hefur einnig vís-
indalegt gildi, því að hún mynd-
aðist á herðablaði plesiosaurusar,
forsögudýrsins fyrrnefnda.
Þá má nefna „Ljós heimsins“,
svartan ópal, sem kastar frá sér
grænum og rauðum geislum. „Eld-
drottningin“ er eitt djásnið enn;
bronzrauð og um hana lykst svart-
grænn baugur. „Svarti prinsinn",
sem nú er í New York, og „Stoit
Ástralíu" eru báðir þekktir og
mjög fagrir steinar.
„Devonskíristeinninn" er afar-
stór, svartur ópal! frá Eldingasnös,
eign hertogans af Devonskíri, og
vegur 100 karöt.
„Andamooka“ heitir einn steinn-
inn. Hann fannst við Stefánsvík
(Stevens Vreek) árið 1946 og vó
eftir slípun 203 karöt. Þessi mikli
steinn var færður Bretadrottningu
að gjöf í tilefni heimsóknar henn-
ar til Ástralíu árið 1954.
LUKKUSTEINN.
Sú hjátrú hefur víða ríkt um
nokkurn aldur, að ópölum fylgdi
ógæfa, en hún er nú á hröðu und-
anhaldi. Til forna höfðu menn aðra