Úrval - 01.11.1962, Page 128
Furðulegasta járnbrautarslysið
Eftir Gordon Gaskill.
EGAR lest nr. 8017
T-\ þræddi sig eftir tein-
unum gegnum Salerno
á ítalíu á köldu rign-
ingarkvöldi 2. marz 1944, var
ekkert sem benti til að hún
stefndi beint í opinn dauðann. Og
satt að segja rakst lest 8017 aldr-
ei á neitt, né heldur lenti hún út
af sporinu, brann eða skemmdist
á annan hátt. Samt átti hún eftir
að leiða tortímingu yfir fleira
fólk en e.t.v. hefur týnt lífinu í
nokkru öðru járnbrautarslysi í
sögunni.
Því að morðingi var með í för-
inni — kolin, sem notuð voru til
að kynda eimvagninn. Þau voru
ekki nema í meðallagi að gæðum
(það var nauðsyn vegna stríðs-
ins), og við brennslu þeirra
myndaðist stundum óeðlilegt
magn af lyktlausum, eitruðum
kolsýringi.
Lestin átti ekki að flytja far-
þega. En eins og margar aðrar
vöruflutningalestir á Napolísvæð-
inu gerði hún það, því að Napolí
var einangruð. Innrás Banda-
manna, fimm mánuðum áður,
hafði bundið enda á eðlileg við-
skipti milli borgarinnar og sveit-
anna, og svartamarkaðsbrask
varð geysimikið. Karlar, konur
og börn keyptu (oft frá hersveit-
um Bandamanna) sjaldgæfa hluti
eins og vindlinga og súkkulaði,
sem þau síðan fóru með upp í
sveitirnar og seldu fyrir egg, olíu,
kjöt o.þ.u.l. Síðan seldu þau
þetta í Napolí með miklum ágóða.
Eftirlætissvæði svartamarkaðs-
braskaranna var hið auðuga,
fjöllótta hérað umhverfis Pot-
— Úr Reader's Digest —
144