Úrval - 01.11.1962, Qupperneq 50
66
ÚR VAL
um 3—4 mínútna gangur heim að
Hofsá. En þegar hún kemur suður
í gilið, grípur hana enn hin sama
villa og áður um kvöldið. Samt
heldur hún örugg áfram og telur
líklegt, að hún muni bráðlega átta
sig.
Eigi hafði hún mjög lengi geng-
ið, að henni fannst, er hún varð
þess vör, að hún er enn farin að
stikla á jakahröngli, og hún heyrir
til árinnar undir fótum sér. Þyk-
ist hún vita að hún sé enn komin
á sama staðinn, sem hún villtist
á fyrr um kvöldið, og áður er á
minnzt. Finnst henni, sem þetta
geti ekki verið einleikið, og verð-
ur mjög undrandi yfir þesáu ein-
kennilega ástandi sínu. Þó verður
hún ekkert hrcedd. Snýr hún nú
enn frá ánni með þá ósk og von
í huga, að þetta óhugnanlega æv-
intýr muní senn á enda. Heldur
hún nú, að þvi er hún hyggur,
beinustu leið heim að Hofsá.
Eigi getur hún gert sér grein
fyrir því, hversu lengi hún hefur
gengið, án þess að finna nokkurn
bæ, þegar hún allt í einu kemur
auga á ljós, að hún heldur í vest-
urátt. Gizkar hún á, með sjálfri
sér, að það muni vera á Bakka,
og telur því ekki ólíklegt, að hún
muni vera komin inn á svokallaða
Bakkabakka. Þó finnst henni, að
gangan hljóti að vera orðin all-
mikið lengri en svo, að svari til
þeirrar vegalengdar. Beinist nú all-
ur hugur hennar að því, að missa
ekki sjónar á ljósinu, og jafnframt
herðir hún gönguna sem mest hún
má, þótt þreyta sé töluvert farin
að gera vart við sig.
Eftir nokkra stund tekur hún
eftir því, að ljósið er á hreyfingu
og skömmu síðar mætir hún
tveimur mönnum og heldur ann-
ar á ljósbera. Eru þetta Hofsár-
menn að fara í húsin á nýjálrs-
dagsmorgun. Eins og nærri má
geta, verða þeir eigi lítið undrandi.
er þeir sjá konu koma á móti sér
svo snemma dags, og það því meir
sem þeim vjrðist hún koma ofan
úr fjalli. Kemur þeim fyrst í hug,
að þetta muni huldukona vera, en
brátt verða þeir þess vísari, að
svo er ekki, enda bera þeir fljótt
kennsl á Aðalbjörgu, er hún hafði
heilsað þeim.
„Þú ert snemma á ferli, Aðal-
björg,“ segir annar þeirra, og er
undrun í málrómnum, „eða hvað-
an ber þig að? Okkur sýndist þú
koma hér ofan að, þú kemur þó
vænti ég ekki ofan úr fjalli?“
„Ógjörla veit ég það hvaðan ég
kem,“ svarar Aðalbjörg. „Þið get-
ið athugað slóðina mína, ef þið
viljið leggja það á ykkur. Mörg
spor hef ég gengið í nótt, en ekki
mun hún alls staðar bein slóðin
mín.“
„Þú átt þó ekki við að þú hafir
verið á ferð í alla nótt?“ spyr
annar þeirra.