Úrval - 01.11.1962, Síða 87
GRÓÐURINN Á MARZ
103
03). ÓzónlagiS hefur þá verkun,
að það síar burt stuttbylgjngeisla,
sem annars mundu drepa bakterí-
urnar liér á jörðinni. Kuiper hef-
ur reyni að sanna, að ózón sé til í
gufuhvolfi Marz, en án árangurs.
En Ticliov áiítur, að slíkt úti-
ioki ekki þann möguleika, að til
séu lífverur á Marz. Yið vitum,
að grænu jurtirnar komu töluvert
seinna fram hér á jörðu en bakte-
riurnar. Það þýðir, að til voru
barðgerar lífverur hér á jörðinni,
áður en grænu jurtirnar byrjuðu
að gefa frá sér súrefni út í gufu-
hvolfið, en úr því súrefni mynd-
aðist ózónlagið síðan. Sömu for-
sendur hafa getað gilt á Marz.
Blaðgrænan ge-fur grænu jurtun-
um !it þeirra. Hún endurkastar
innrauðri birtu. Það hefur þær
afleiðingar, að grænu jurtirnar
eru alltaf ljósar á myndum, sem
teknar eru í innrauðu ljósi. En
þótt teknar séu myndir af dökku
svæðunum á Marz i innrauðu
ljósi, halda blettirnir á myndun-
um áfram að vera dökkir. Þetta
má því útskýra á þann hátt, að
grænar jurtir séu þar ekki tih
og slíkt er i samræmi við það,
sem tekið hefur verið fram hér að
ofan. En er þá útrætt um blóm-
jurtirnar? Ef til vill ekki.
Fyrir nokkrum árum gerði
Tichov mjög athyglisverða U])p-
götvun. Það var um að ræða jurt
sem gleypir í sig innrauða geilsa.
(Minnizt þess, að blaðgrænulit-
rófið er ekki fyrir hendi í litrófi
Marz). Jurtin er sjaldgæfur með-
limur ættarinnar Celastracae og
getur brætt snjó í kringum sig á
hringlaga svæði, sem er 10—12
sm i þvermál. Hún fellir ekki
blöð; þau halda áfram að vera
græn, einnig í vetrarhörkum.
Jurtin fyrirfinnst aðeins í Ata-
Taou fjöllum í nánd við Alma
Ata, höfuðborg Kasakstan. Sumar
jurtir hafa þann eiginleika, að
geta sjálfar geislað frá sér, og
slikt hefur þann möguleika í för
með sér, að þær geti með slíkri
geislun hitað sjálfar sig og and-
rúmsloftið umhverfis sig.
Þá höfum við nálgazt þá tilgátu,
sem felst i þeirri ályktun, að viss
tegund jurtagróðurs á Marz
gleypi í sig innrauða geisla í stað
þess að endurvarpa þeim, og á
þann hátt ætti að fást lausn á gát-
unni um litróf blaðgrænunnar.
Þegar fyrsti maðurinn iendir
einhvern tíma á Marz, munum
við fá ákveðin svör við mörgum
þeim spurningum, sem við höfum
borið fram, ef til vitl einnig stað-
festingu á hugmyndum þeim, sem
við höfum nú lýst. Hin geysi-
mikla viðleitni geimsiglingatækn-
nnar til lausnar ýmsum gátum
ætti að tryggja það, að sá dagur
sé ekki langt undan.