Úrval - 01.11.1962, Síða 96
Ópcdar, sem hvergi finnst
mikið af nema i Ástrcdíu, eru
eftirsóttir í skartgripi. Þeir
eru allt annars eðlis en aðrir
dýrir steinar, og fundizt hef-
ur „ópalíseruð“ beinagrind af I
Eftir John Sidney. fornu skriðkvikindi í Ástralíu.
r
o
PALSTEINAR eða ó-
palar eru oftast nær
mjólkurhvítir og hálf
glærir og stundum
með fögrum litbrigðum og eru þá
taldir í hópi eðalsteina, oft mjög
verðmætir. Á okkar tímum eru ástr-
alskir ópalar í mestum metum víða
um heim, t.d. í Japan og Banda-
ríkjunum. Innan í þeim er sem
glói eldur, eldur sem birtist í dýr-
legu ljósbroti, og því hafa menn
stundum kallað þar vera „Sólar-
geisla í fjötrum".
Frá fornu fari hafa fagrir ópalar
verið metnir hátt, en framboð á
þeim hefur aldreí verið mikið. Nú
er svo komið, að Ástralía, það meg
inlandanna, sem seinast var numið,
er eina landssvæðið, þar sem veru-
legt magn ópala er enn að finna.
Að vísu kemur nokkurt magn verð
mætra ópala á markaðinn frá Mexí-
kó, Mið-Ameríku og víðar að. í
flestum fjallalöndum má finna ó-
pala, en það er í Ástralíu einni
sem verulegt magn verðmætra ó-
pala er unnið úr jörðu.
Ópalnámur Indlands, þær er eina
tíð hrifu hugi hinna fornu Grikkja
og Rómverja, eru nú löngu upp
urnar, sama máli gegnir um námur
Rússlands og námurnar í Karpata-
fjöllum.
Hvað Evrópu og Asíu viðvikur,
þá var Ungverjaland eina landið,
nú á síðari tímum, þar sem veru-
legar ópalnámur var að hafa. Ung-
versku ópalarnir — þeir eru mjólk-
urlitir — höfðu um langan aldur
verið í mestum metum, unz svo
bar við árið 1889, að kengúruveiði-
maður var á ferð við Ljósubjörg
(White Cliffs), vestarlega í Nýja
Suður-Wales. Hann kom auga á
einhvern glampandi hlut á jörð-
— Úr Scienee Digest —
112