Úrval - 01.11.1962, Side 103
119
BÓNDI nokkur og kona hans
voru á ferðalagi ríðandi. Þetta
gerðist á Norðurlandi. Hestur
konunnar hnaut og hún datt af
baki og féll svo ofan í hraungjótu,
en hesturinn hrasaði ofan á hana.
Þá varð bónda að orði:
— Ætlarðu að láta hann drepa
þig þarna eða hvað
— Nei, anzar konan, ég er að
spyrna honum upp úr.
X-D.
ÚR VIKUBLAÐI: Lesandi spyr:
— Ef við færum í eldflaug um-
hverfis jörðina á móti snúnings-
stefnu hennar með tvöföldum
snúningshraða jarðar, mundum
við þá ná brottfararstaðnum ,dag-
inn áður en við lögðum af stað?
Svar:
— Það held ég varla, en það
mætti reyna það. Góða ferð.
VE"LÞEKKTUR Akureyringur,
góður vinur Bakkusar konungs,
var eitt sinn sem oftar staddur
í grjótnámi bsejarins og hafði of-
urlítið í kollinum. Skammt þar
frá stóð opin stáltunna, tóm að
öðru leyti en þvi, að grunnur
pollur af vatni stóð neðst niðri í
löggunum. Það mun maðurinn
ekki hafa vitað. Er hann svo gekk
að tunnunni og leit ofan í hana,
sá hann andlitsmynd sína spegl-
ast óglöggt í vatnslögginni.
Hann röltir svo stundarkorn
kringum tunnuna og virðir undr-
ið fyrir sér með allmiklum vanga-
veltum, en segir síðan snúðugt og
með nokkurri furðu í raddblæn-
um:
— Hver andskotinn er i tunn-
unni? — S. Dr.
SÉRA JÓHANN ÞORKELSSON,
dómkirkjuprestur í Reykjavik, var
eitt' sinn að halda líkræðu yfir
konu, sem andast hafði háöldruð
ógift og barnlaus. Flutti hann
hinni látnu konu kveðjur frá
börnum og barnabörnum. Eftir
jarðarförina vakti einhver að-
standenda athygli prests á þvi,
að slæm mistök hefðu orðið. En
prestur svaraði:
— Þá hafa ræðurnar ruglast á
náttborðinu hjá mér.
En bætti svo við og brosti:
— En allan hafði hún nú ald-
urinn til þess. L. G.