Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 18
8
ÚRVAL
anir óvinanna), svo að þessar
brjár upplýsingadeildir muni
verSa áfram við líSi. Og fyrst
svo er, á DIA ekki um neitt
annaS að velja en aS einbeita
sér aS upplýsinga- og njósna-
starfsemi stj órnmálabaráttunnar,
sem er einmitt aSalverkefni CIA.
Einstöku hernaSarfræSingar
hafa næmt stjórnmálaloftnet, en
ákaflega margir, því miSur, ekki.
Mun DIA auka völd sin á kostn-
aS CIA? SvariS viS þeirri spurn-
ingu mun endanlega velta á
svarinu við spurningunni: Hve
góð er CIA?
Samanburður viS hinn sov-
étska keppinaut hennar K.G.B.
bendir til þess, að CIA hafi stað-
iS sig allvel, þegar litiS er yfir
starf hennar á liðnum árum i
heild. Sovétmenn hafa flætt yfir
amerísk landssvæði oftar en
almcnnt er vitað, en þeir hafa
ekki haft neitt, sem jafnist á
við aðgerðir IJ-2 vélanna. Að
vísu fór illa fyrir okkur i Svína-
flóa, en ekki fór betur fyrir
Krustchev með eldflaugnaævin-
týrið á Kúbu. NiSurstaðan af því
ævintýri sannaði, hve fullkom-
lega sovézkri upplýsingaþjónustu
hafði skjátlazt, bæði hvað snerti
hæfni bandarískrar upplýsinga-
starfsemi og einnig líkurnar fyr-
ir þvi, til hvaða mótaðgerða
Bandaríkin mundu grípa gegn
ögrun Khrushchevs.
í fjölmörg önnur skipti hefur
K.G.B. brugðist. Nýlegt dæmi,
ekki eins augljóst, var hin slæma
útreið kommúnistanna í írak.
Samkvæmt niSnrstöðum CIA
lögSu Sovétrikin sem svarar
hálfum millard dollara í aS gera
Kassim að kommúnískum ein-
ræðisherra, í þeirri von, aS írak
gæti orðið eins konar Kúba i
Mið-Austurlöndum. En IÍ.G.B.
hafSi samt enga aðvörun fengið
fyrir fram um uppreisnina, sem
leiddi til morðs Kassims i febrú-
ar og falls hins kommúníska
stjórnarfars í írak. Hvorki
brezka, ísraelska né egypzka
upplýsingaþjónustan vissi neitt
lieldur. Hins vegar var CIA full-
kunnugt um hvað til stóð.
Það er ennfremur enginn vafi
á því, að CIA hefur á að skipa
mörgum hæfileikamönnum.
„Þetta er liæfileikamesta og á-
hrifaríkasta stofnun, sem ég hef
kynnzt, bæði i opinberu og
einkalífi mínu,“ segir John Mc-
Cone.
Til eru þeir menn, sem eru
gramir yfir tilhneigingu John
McCones til að reka þessa stofn-
un eins og stórt hlutafélag, en
svo eru aSrir, sem hafa góða að-
stöðu til að dæma um það, sem
hafa mikiS álit á CIA ag McCone
sjálfum. En eitt er víst. Upplýs-
ingastarfsemi vor verður að
staldra hér við. Það er fjölmargt,