Úrval - 01.06.1964, Síða 36
20
ÚRVAL
komumikill nú, en þá var þetta
ærið framtak og gjörþreytti allri
aðstöðu til uppskipunar. Þá var
farið að draga stærri báta milli
skips og lands á vélþátnum, sem
nefndist „Kári“. Ertn fremur
var hann rnikið hafður i flutn-
ingum, bæði innfjarðar og á
milli næstu hafna. Þegar hann
kom var Jón, elzti sonur Árna,
um 12 ára gamall og tók þá þeg-
ar við vélgæzlu á bátnum —
enda var hann víst ekki hár i
lofti, þegar hann fór að fylgja
föður sínum og hjálpa til svo
fljótt sem verða mátti. Báturinn
reyndist farsæll, og' varð aldrei
slys af honum — þó að honum
væri oft hoðið það, sem full-
raun liefði verið miklu stærra
og öflugra fari. En hann mátti
heita uppslitinn, einkum vélin,
þegar hann, 1927, var leystur
af hólmi af nýjum báti með
sama nafni. Sá hátur var stærri
og að öllu glæsilegri; samt varð
ævi hans styttri, en slysalaus.
Þegar ég kom fyrst á þessar
slóðir, var kaupfélagið orðið
þrítugt. Árni var þá önnum kaf-
inn alla daga og Jón sonur hans
líka, enda hafði umsetning auk-
izt ákaflega og var í örum vexti.
Þá var og kaupfélasstjórinn orð-
inn búsettur á staðnum fyrir
nokkrum árum, en ekki fleiri.
Ekki gat hjá því farið, að mað-
ur tæki eftir Árna Ingimundar-
syni — jafnvel þó að ekki hefði
þurft jafnmikið að sækja til hans
og raun var á. Hann var með
hærri mönnum, vöðvastæltur og'
samanrekinn, enda rammur að
afli. Þrátt fyrir allþungan
skrokk, var hann svo léttur i
hreyfingum og snar í snúning-
um, að mann lilaut að furða,
og hélt þvi til æviloka; hann
var friður sýnum, karlmannleg-
ur og vel á sig kominn i hvi-
vetna. Þó var það svipur hans
öðru fremur, sem mér er minnis-
stæður: góðlegur, hýr, athugull,
æðrulaus — enda virtist sem
ekkert gæti komið honum úr
jafnvægi; þó að hann væri
hverjum öðrum sneggri að
hverju starfi, var hann ævin-
lega fumlaus. „Ilvort blítt eða
strítt honum bar til handa“ ■—
segir Gr. T. um Halldór Snorra-
son; Áttu þau ummæli vel við
Árna. Við var brugðið æðru-
leysi hans á sjó, sem ýmsir
fengu að staðreyna. Kári hans
var, að þeirrar tíðar sið, aldrei
með stýrishúsi, svo að standa
varð úti við stýrissveifina,
hverju sem viðraði. Var það
oft bæði ónáðugt og kaldsamt,
því sem að líkum lætur, er veðr-
áttan ekki alltaf jafnlynd hér
um heimskautsbauginn. Kom fyr-
ir, að á Árna sannaðist það,
sem Grímur sagði um annan
fornan afreksmann: „Hjálpar-