Úrval - 01.06.1964, Side 39

Úrval - 01.06.1964, Side 39
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR 29 stefnu leita skyldi. Ég hef dvalizt mest við dag- leg störf þessa ágætismanns, — en fjarri fer, að það sé saga hans öll. Kona hans hét Ástfrið- ur Árnadóttir, ættuð úr Þistil- firði. Þau eignuðust tólf börn, sem öll eru hið myndarlegasta fólk, sem vænta mátti, starfsöm svo að af ber. Má þvi af likum ráða, að umsvif hlutu að verða ærin, bæði utanhúss og innan — þegar við bættist sá gestbeini, sem ég drap á. M.a. átti athvarf i Bakka um fjögurra ára skeið Árni Kristjánsson, sem þá stjórn- aði söludeild kaupfélagsins. Þá hafði hann alveg þar eitt her- hergi, en auk þess borðið i einu stofunni í húsinu að mestu teppt undir skjöl sin og skriftir. Færi því mörgum, sem þekkti þau húsakynni, sem upphaflega voru á Bakka, að verða það nokkur ráðgáta, hvernig allt þetta fólk komst þar fyrir, gestir og heima- fólk. En þetta er aðeins eitt dæmi um, hvernig fólk kom sér saman i þröngum húsakynnum gamla timans, þar sem hjarta- rými var nóg. Ég hef ekki fjöl- yrt um þátt Iconunnar, — en Ijóst má öllum vera, að nokk- uð hefur hún haft í sínum verka- hring og dugði þar með ágæt- um. Það get ég vitnað, — og margir fleiri, að bæði tók hún alúðlega og rausnarlega á móti gestum. En fyrir því hef ég góðar heimildir, að varla muni Árni hafa komið svo seint frá störf- um sínum, að hann gleymdi að athuga, hvort noltkuð vantaði til heimilisins. Þegar K.N.Þ. hélt hátiðlegt hálfrar aldar afmæli sitt, var þess og verðuglega minnzt, að það var líka fimmtugt starfsaf- mæli Árna hjá því. Þá, og næstu ár, vann hann enn fulla vinnu. Veit ég eða. aðrir óviðkomandi lítið um, hvenær liann byrjaði að kenna þess meins, sem að lokum dró hann til dauða. Þvi, — sem öllu öðru, tók hann með sinni óbifandi ró og æðruleysi og breitti í engu skapferli sínu eða Ijúfu dagfari, en vann svo lengi sem hann gat staðið, léttur í máli og glaður i bragði. Banalega hans varð ekki löng. Allir hér- aðsbúar höfðu lengi vitað, hvað þeir áttu í Árna, — en vera má, að einhverjir hafi þó fundið það skýrast, þegar hann var all- ur. Hann lézt 3. 6. 1951. Jarðar- för hans fór fram frá Snartar- staðakirkju 12. 6. 1951, og var ein sú fjölmennasta, sem hér hef- ur sézt. Kaupfélagið sá um veit- ingar. Jón sonur Árna heitins tók þá alveg við utanbúðarstarfinu, sem hann var orðinn allra manna kunnugastur, eftir að hafa um tugi ára verið önnur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.