Úrval - 01.06.1964, Síða 39
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
29
stefnu leita skyldi.
Ég hef dvalizt mest við dag-
leg störf þessa ágætismanns, —
en fjarri fer, að það sé saga
hans öll. Kona hans hét Ástfrið-
ur Árnadóttir, ættuð úr Þistil-
firði. Þau eignuðust tólf börn,
sem öll eru hið myndarlegasta
fólk, sem vænta mátti, starfsöm
svo að af ber. Má þvi af likum
ráða, að umsvif hlutu að verða
ærin, bæði utanhúss og innan
— þegar við bættist sá gestbeini,
sem ég drap á. M.a. átti athvarf
i Bakka um fjögurra ára skeið
Árni Kristjánsson, sem þá stjórn-
aði söludeild kaupfélagsins. Þá
hafði hann alveg þar eitt her-
hergi, en auk þess borðið i einu
stofunni í húsinu að mestu teppt
undir skjöl sin og skriftir. Færi
því mörgum, sem þekkti þau
húsakynni, sem upphaflega voru
á Bakka, að verða það nokkur
ráðgáta, hvernig allt þetta fólk
komst þar fyrir, gestir og heima-
fólk. En þetta er aðeins eitt
dæmi um, hvernig fólk kom sér
saman i þröngum húsakynnum
gamla timans, þar sem hjarta-
rými var nóg. Ég hef ekki fjöl-
yrt um þátt Iconunnar, — en
Ijóst má öllum vera, að nokk-
uð hefur hún haft í sínum verka-
hring og dugði þar með ágæt-
um. Það get ég vitnað, — og
margir fleiri, að bæði tók hún
alúðlega og rausnarlega á móti
gestum. En fyrir því hef ég góðar
heimildir, að varla muni Árni
hafa komið svo seint frá störf-
um sínum, að hann gleymdi að
athuga, hvort noltkuð vantaði
til heimilisins.
Þegar K.N.Þ. hélt hátiðlegt
hálfrar aldar afmæli sitt, var
þess og verðuglega minnzt, að
það var líka fimmtugt starfsaf-
mæli Árna hjá því. Þá, og næstu
ár, vann hann enn fulla vinnu.
Veit ég eða. aðrir óviðkomandi
lítið um, hvenær liann byrjaði að
kenna þess meins, sem að lokum
dró hann til dauða. Þvi, — sem
öllu öðru, tók hann með sinni
óbifandi ró og æðruleysi og
breitti í engu skapferli sínu eða
Ijúfu dagfari, en vann svo lengi
sem hann gat staðið, léttur í
máli og glaður i bragði. Banalega
hans varð ekki löng. Allir hér-
aðsbúar höfðu lengi vitað, hvað
þeir áttu í Árna, — en vera má,
að einhverjir hafi þó fundið
það skýrast, þegar hann var all-
ur. Hann lézt 3. 6. 1951. Jarðar-
för hans fór fram frá Snartar-
staðakirkju 12. 6. 1951, og var
ein sú fjölmennasta, sem hér hef-
ur sézt. Kaupfélagið sá um veit-
ingar.
Jón sonur Árna heitins tók þá
alveg við utanbúðarstarfinu,
sem hann var orðinn allra
manna kunnugastur, eftir að
hafa um tugi ára verið önnur