Úrval - 01.06.1964, Page 45
MATARÆÐI — LYKILL AÐ GÓÐRI HEILSU
35
fitu, er flestir neyta nú á dög-
um, er langtum meira en líkam-
inn þarfnast í raun og veru.
En það væri jafn heimsku-
legt að grípa til hinna öfganna
og reyna að forðast alveg fitu
og fæðutegundir, sem innihalda
fitu. Rétt tegund fitu, sem neytt
er í hófi, getur verið þýðingar-
mikill þáttur mataræðisins. Sam-
kvæmt nýjustu rannsóknum er
neyzla réttra fitutegunda algert
skilyrði, ef ná á sem beztri
heilsu, og er þá átt við olíur
úr jurtarikinu, sem vitað er, að
innihalda hinar svokölluðu ó-
mettuðu fitusýrur. Beztu fæðu-
tegundir til öflunar þessara ó-
mettuðu fitusýra er sólblóma-
fræ, korn og soyabaunaolíur.
Olífuolia og „peanuto]ía“ eru
nokkru lakari til slíkra nota,
þótt fita þeirra sé miklu ákjós-
anlegri en fitutegundir úr dýra-
rikinu.
XXX
Það er kallað framför, þegar einu goði er steypt af stalli og
annað sett í staðinn.
LÍKAMLEGT ERFIÐI EYÐIR KÓLESTERÓLI 1 BLÓÐI.
Aukning kólesteróls í blóði hefir í setnni tíð verið talin standa
i nánu sambandi við sjúkdóma, i æðum, svo sem æðakölkun og
háan blóðþrýsting. Nú hefir visindamaður, Coulding að nafni,
sýnt með tilraunum á 32 hermönnum úr flughernum, sem komn-
ir voru yfir fertugt, að við líkamlegar æfingar, sem tóku eina
klukkustund daglega, minnkaði blóðkólesterólið úr 2,61 niður i
1,95 g á 9 mánuðum. (Vie et Santé).
BREYTTIR TlMAR.
Til skamms tíma hafa eldhús verið aðskilin frá borðstofum.
Nú færist það í vöxt, að þessi aðskilnaður hverfi. Sumir ganga
ekki lengra en það, að hafa hurð með stórum rúðum miUi borð-
stofu og eldhúss. Aðrir hafa breiðar dyr á milli, án hurðar. Loks
stíga sumir skrefið til fulls og láta borðstofu og eldhús renna
saman í eitt. I sumum nýrri veitingahúsum erlendis má úr borð-
salnum sjá um allt eldhúsið og fylgjast með starfinu þar.