Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 47
FLÆKINGUR í NAPÓLÍ
37
um. „Hvers vegna?“
„ÞaS er eina leiðin,“ sagði
presturinn, „til að hefjast handa
og reyna að bjarga börnunum
í Napólí. Þúsundir þeirra lifa
eins og dýr. Þau eiga engin
heimili, þau eru tötraleg og ó-
þrifaleg til fara, og þegar þau
eru ekki stelandi, borða þau
upp úr sorptunnum. Ef ég á að
verða þeim að einhverju liði,
þarf ég að lifa þeirra lífi nokk-
urn tíma og vinna tiltrú þeirra."
Kardinálinn lokaði augunum
hugsandi á svip. Er hann opnaði
augun, sagði hann: „Ég veiti
yður leyfið, faðir Borelli.“ Sið-
an brosti hann. „Og, faðir, ég
vona, að þér náið glæsilegum
árangri."
Þannig atvikaðist það, að Don
Mario Borelli lagði út i merki-
legasta ævintýri lifs sins.
Hann starfaði sem prestur á
daginn, önnum kafinn við em-
bættisverk, en á kvöldin var
hann flækingur og svaf aðeins
fáeinar klukkustundir undir
morgun. En liann lærði það,
sem hann hafði ætlað sér, og
hann kom við hjörtu þeirra,
sem hann óskaði að bjarga. Með
þessari óvenjulegu tilraun sinni
skapaði hann fordæmi um víða
veröld.
Nú eru árlega teknir 400 dreng-
ir af götum Napólíborgar. Þeir
húa á búgörðum og í byggingum
sem keyptar hai'a verið handá
þeim fyrir tilstilli hins miklá
starfs föður Borellis. Þeir koma
vegna þess, að þeir treysta hon-
um, og þeir dvelja vegna þess,
að þeir hafa lært að elska hann.
Nú þarf hann ekki lengur að
losa sig við prestsskrúðann, til
þess að verða „einn þeirra“,
því að nú er þeim ljóst, að hann
mun ávallt verða þeirra sáiu-
félagi.
Árið 1951 var í Napólí fjöldi
heimilislausra drengja sem
hlupu um í hópum og tíndu
vindlingastubba upp úr göturæs-
unum, hetluðu í hrauðbúðum,
hirtu matarúrgang úr sorptunn-
um og sváfu undir húsveggj-
um.
Dag einn, er faðir Borelli var
á leið fram hjá hreysi einu, sá
hann móður hrinda sex ára
dreng sínum út á götuna. „Farðu
og komdu ekki aftur,“ æpti hún
á drenginn. „Munnarnir eru
orðnir of margir nú þegar.“
Presturinn vissi, að drengur-
inn myndi aldrei snúa heim
aftui'. Hann var einn síns liðs
og átti hvergi athvarf. Þau sváfu
níu í sama lierberginu, og hann
vissi, að lianda honum var eng-
inn staður, ekkert brauð engin
ást.
Það var einmitt þetta, sem
hafði hvatt föður Borelli til
að bera fram ósk sina við kardi-