Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 49
FLÆIÍINGUR í NAPÓLÍ
39
fengu drengirnir að vita, að
Mario var prestur. „Það hlaut
að koma að þvi að lokum,“ sagði
hann, „en hvernig það vildi til,
kom mér ef til vill meira úr
jafnvægi en nokkuð annað, sem
mig hefur hent um ævi mína.“
Kvöld eitt byrjaði Nino litli,
sem þjáðist af berklaveiki,
skyndilega að hósta upp blóði.
Hann var brennandi heitur af
sótthita og varð að komast í
húsaskjólið í kirkjunni, úr kuld-
anum, meðan ráðstafanir væru
gerðar til að koma honum í
sjúkrahús.
Faðir Borelli vissi, að; dreng-
irnir myndu gera, hvað sem
hann segði þeim, og kvaðst vita
um húsaskjól fyrir Nino.
Hann var í þann veginn að
taka veika drenginn upp, en
hnum var ljóst, að drengirnir
myndu fylgja á eftir honum til
að sjá, hvert hann færi með
Nino, og myndu heimsækja litla
drenginn daginn eftir. Og þeir
myndu sjá Mario sinn starfandi
í kirkjubyggingunni sem prest.
Hann sagði drengjunum þvi
að gæta Nino. „Ég ætla að fara
og athuga, hvort þeir vilja taka
við lionum strax,“ sagði hann.
„Ég kem eins fljótt aftur og ég
get.“
Hann liraðaði sér til vinar
sins, svartmunksins, fleygði af
sér óhreinum görmunum og
klæddist prestsskrúða sínum.
Síðan fór hann aftur til drengj-
anna.
Er hann nálgaðist, sáu dreng-
irnir prest nálgast og' tóku til
fótanna. Faðir JBorelli stanzaði
þá. „Það er ég,“ hrópaði hann.
Mario. Þekkið þið mig ekki?“
Drengirnir urðu æfir yfir því
að hafa verið gabbaðir, en loks
róuðust þeir.
„Það er hann Mario,“ sagði
einn þeirra, „og hingað til hef-
ur hann aldrei farið á bak við
okkur. Hann hefur gert allt, sem
hann hefur lofað.“
Faðir Borelli stóð og horfði
á þá. Loks tók hann Nino upp
og hagræddi honum i örmum
sér.
„Ég veit, hvað þið eruð að
hugsa,“ sagði hann. „Þið hald-
ið, að ég hafi komið hingað til
að fara með ykkur á munaðar-
lcysingjaliæli, þar sem hurðum
er lokað og haldnar yrðu ræður
yfir ykkur. Það gæti ég elcki
gert ykkur.“
„En ég hef stað, sem ég hef
verið að reyna að gera nothæf-
an fyrir ykkur. Hann er ekki
merkilegur, en það rignir ekki
inn. Þar eru rúm, teppi, arinn
til að halda á ykkur hita, og
eitthvað að borða. Þið getið
verið þar á næturnar og farið
að morgni. Þið getið komið
þangað, hvenær sem þið viljið,