Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 57
MARZ — DULAEFULLUR NÁGEANNI
47
Marz hefur tvö tungl, Phobos og Dei-
mos, sem e;ru grísku orðin fyrir
„skelfingu“ og „ótta“. Slíkt urðu
tunglin auðvitað að heita, því þetta
eru tryggir förunautar herguðsins
Marz. Þvermál tungla þessara er að-
eins nokkrir kílómetrar, og því gæti
reynzt erfitt að sjá þau í sjónauka,
jafnvel þótt við værum stödd á Marz.
Franski stjörnufræðingurinn Dollfuss
gerði teikningar þessar árið 1948. Eru
þær af hinni frægu „Stóru Syrtu“ á
Marz. Vinstri myndin var teiknuð,
þegar um venjuleg athugunarskilyrði
var að ræða, en sú til hægri, þegar
veðrið var óvenjulega hagstætt til
slíkrar athugunar, og má sjá töluverð-
an mun á myndunum. Á þeirri til
vinstri hafa verið teiknaðir nokkurs
konar skurðir, en á þeirri til hægri
hefur þeim verið skipt í dökka depla
eða klessur.
i'ð er þurrt og loftþrýstingurinn
lítill; ef hugsanlegt væri, aö það
næði að myndast, mundi það óð-
ara gufa upp eða frjósa.
Þess vegna verður að gera
ráð fyrir, að dökku flekkirnir
breytist i sambandi við gróður-
inn, þegar loftið tekur til sín
uppgufunina. Það er litlum vafa
bundið, að fyrirfinnist gróður.
Sandfok er þar svo mikið, að
dökku flekkirnir mundu gersam
lega huldir Ijósum sandinum
eftir milljónir ára, hefði ekki
gróðurinn komið i veg fyrir það.
Menn hafa brotið heilann mjög
um það, hvernig gróðurinn á
Marz líti út. Hann getur að
minnsta kosti ekki líkzt þeim
gróðri, sem mest gætir hér á
jörð, því að rannsóknir hafa nú
leitt í Ijós, að hin kunna blað-
græna, eða klorofyl, fyrirfinnst
alls ekki á dökku flekkjunum.
Þar að auki er veðrátta þar svo
hörð, að einu gróðurtegundirn-
ar, sem þar gætu þrifizt, af þeim,
sem hér þekkjast, eru vissar
mosategundir og skófir, og það
gæti staðizt að því leyti til, að
þær piöntur hafa ekki neina
hlaðgrænu. Þær finnast hér á
jörðu, m.a. hátt uppi í bröttum
hamrahlíðum uppi í hæstu fjöll-
um, þar sem snjórinn getur ekki
festst og oft er yfir 50 stiga
frost. Reiknað hefur verið út, að
jurtagróðurinn á Marz getur ekki
verið hávaxnari en í mesta lagi
einn fimmti hluti úr millimetra.