Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 60
50
ÚRVAL
vitum sjáli' að vér erum. Að geta
haldið and-legu jafnvægi er, sem
betur fer, enginn sérstakur hæfi-
leiki, sem sumir eru fæddir með
og aðrir ekki. Því marki geta all-
ir náð. „Hugarrósemina, sem er
svo nauðsynleg til gæfu og til
að koma fram góðum málefn-
um, geta menn tileinkað sér,“
eins og William heitinn Phelps
sagði.
Fyrsta skilyrðið til þess að
læra að haga sér rétt i erfiðri
aðstöðu, er að gefa gaum að
lifinu umhverfis oss og samlaga
sig hrynjandi þess. Ein örugg
aðferð er sú, að gefa nákvæmar
gætur að þeim, sem eru orðn-
ir fullnuma í þessari list. Slíka
menn er oft að finna i þeim
störfum, sem mestrar þolinmæði
krefjast. Meðal þeirra eru fram-
kvæmdastjórar verzlunarfyrir-
tækja, sáttasemjarar í launadeil-
um, stjórnmálamenn og skurð-
læknar. Reynsla slikra manna og
kvenna leiðir í Ijós sjö aðferð-
ir til aðstoðar listinni að halda
jafnvæginu þegar á bjátar, og
þeirri list sem er rökrétt afleið-
ing hennar, að hleypa ut guf-
unni, þegar þrýstingurinn tek-
ur að vaxa.
1. Aö beita kímni. Enginn að-
ferð er árangursríkari til að
draga úr þenslu. í síðari lieims-
styrjöldinni hélt brezki yfir-
hershöfðinginn William J. Slim
fund með herforingjaráði sinu
til þes að reyna að telja i þá
nýjan kjark eftir mikinn ósigur.
„Ástandið gæti verið verra,“ hóf
hann máls.
„Hvernig þá?“ spurði rödd í
salnum.
„Jú,“ svaraði Slim, „Það gæti
verið rigning."
En af því að það er ekki allt-
af hægt að láta sér detta i hug
einhverja hnyttna athugasemd,
á stundinni, þegar mest á ríður,
getur komið sér vel að hafa á
takteinum eina eða tvær smelln-
ar sögur til þess að hreinsa and-
rúmsloftið, þegar fer að syrta
i álinn. Hinn látni varaforseti
Alben Barklcy brá oft fyrir sig
slíkum söguin, eins og hann
gerði í öldungadeildinni eitt
mollulegt júlíkvöld árið 1940,
þegar hörð deila um verðlags-
eftirlit hafði staðið yfir í nærri
12 klukkustundir. Það var lið-
ið að miðnætti, mönnum var
þungt í skapi, og það virtist
eiga langt í land að hægt yrði að
taka ákvörðun í málinu. Þá reis
Barkley upp úr sæti sinu.
„Við verðum komnir i sér-
kennilega aðstöðu,“ tók hann til
máls. „Þeir sem ekkert eftirlit
vilja, ætla að greiða atkvæði
gegn frumvarpinu. Og augljóst
er, að sumir þeirra, sem vilja
meira eftirlit, ætla einnig að
greiða atkvæði gegn því. Þetta