Úrval - 01.06.1964, Side 66

Úrval - 01.06.1964, Side 66
56 ÚRVAL anir megni ekki að draga úr þunglyndiskenndinni. Stundum grætur þunglynt fólk mjög mik- ið, en á eftir slíku sálarástandi getur fylgt stig, sem einkennist af því, að alger tilfinningadeyfð virðist hafa náð yfirhöndinni og hið innra með sjúldingnum virðist ríkja algert tóm. Þetta er einnig hættumerki. Annað hættumerki er sú kennd, að um- hverfið og umheimurinn sé ó- raunverulegur og hafi glatað allri þýðingu. Einnig verður að líta alvarlegum augum á tölu- vert minnkandi matarlyst og aukið svefnleysi, einkum ef slíkt ástand helzt. Fyrsti aðilinn, sem fólk ætti að snúa sér til í þessu efni, er heimilislæknirinn, enda gegnir sama máli um sjúkdóma og kvilla yfirleitt. Hann átti ekki völ margra lækningaaðferða þar til fyrir nokkrum árum. Hann gat aðeins ráðlagt hinum þjáðu notkun róandi meðaia til þess að draga úr hugaræsingu og hjálpa þeim til að fá svefn. En nú eru fáanleg fjölmörg meðul við þunglyndi, og geta þau lækn- að þunglyndi á lágu stigi utan sjúkrahúss i flestum tiifellum. Læknirinn kann einnig að ráð- leggja breytingu á lífsháttum sjúklingsins, ef þunglyndið má að einhverju I'eyti rekja til lífs- hátta hans. Hann kann einnig að vísa sjúklingnum tii sállæknis, ef veikin er á háu stigi, þegar sjúklingurinn kemur til hans, eða meðul þau, sem hann ráð- leggur, virðast algerlega árang- urslaus. Sállæknirinn kann að stinga upp á því, að reynd séu önnur meðul en þau, sem heimil- islæknirinn reyndi. Og þar að auki hefur hann yfir að ráða tvenns konar lækningaaðferðum til viðbótar. Önnur er raflost. Þetta var eina árangursríka lækningaaðferðin gegn sjúklegu þunglyndi, þangað til ný meðul voru fundin upp nú nýlega, og þessi aðferð er enn mjög þýð- ingarmikil, þegar um alvarleg- tilfelli er að ræða eða tilfelli, sem lyf virðast ekki hafa áhrif á. Nafn þessarar lækningaað- ferðar kann að virðast fremur ógnvekjandi, en samt er hún alls ekki óþægileg. Nú er hún ekki lengur framkvæmd, nema sjúklingurinn sé svæfður á und- an. Hann finnur því aðeins nál- arstungu í handlegg sér, og síð- an sofnar hann. Venjulega er ekki um neinar eftirverkanir að ræða, nema lítilsháttar minnis- tap, sem kann að standa í nokkra daga. Hinir ýmsu sjúklingar þarfnast mismunandi fjölda slíkra aðgerða, en meðaltalið ér um sex aðgerðir. Sállæknirinn kann einnig að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.