Úrval - 01.06.1964, Qupperneq 66
56
ÚRVAL
anir megni ekki að draga úr
þunglyndiskenndinni. Stundum
grætur þunglynt fólk mjög mik-
ið, en á eftir slíku sálarástandi
getur fylgt stig, sem einkennist
af því, að alger tilfinningadeyfð
virðist hafa náð yfirhöndinni
og hið innra með sjúldingnum
virðist ríkja algert tóm. Þetta
er einnig hættumerki. Annað
hættumerki er sú kennd, að um-
hverfið og umheimurinn sé ó-
raunverulegur og hafi glatað
allri þýðingu. Einnig verður að
líta alvarlegum augum á tölu-
vert minnkandi matarlyst og
aukið svefnleysi, einkum ef
slíkt ástand helzt.
Fyrsti aðilinn, sem fólk ætti
að snúa sér til í þessu efni, er
heimilislæknirinn, enda gegnir
sama máli um sjúkdóma og kvilla
yfirleitt. Hann átti ekki völ
margra lækningaaðferða þar til
fyrir nokkrum árum. Hann gat
aðeins ráðlagt hinum þjáðu
notkun róandi meðaia til þess
að draga úr hugaræsingu og
hjálpa þeim til að fá svefn. En
nú eru fáanleg fjölmörg meðul
við þunglyndi, og geta þau lækn-
að þunglyndi á lágu stigi utan
sjúkrahúss i flestum tiifellum.
Læknirinn kann einnig að ráð-
leggja breytingu á lífsháttum
sjúklingsins, ef þunglyndið má
að einhverju I'eyti rekja til lífs-
hátta hans.
Hann kann einnig að vísa
sjúklingnum tii sállæknis, ef
veikin er á háu stigi, þegar
sjúklingurinn kemur til hans,
eða meðul þau, sem hann ráð-
leggur, virðast algerlega árang-
urslaus. Sállæknirinn kann að
stinga upp á því, að reynd séu
önnur meðul en þau, sem heimil-
islæknirinn reyndi. Og þar að
auki hefur hann yfir að ráða
tvenns konar lækningaaðferðum
til viðbótar. Önnur er raflost.
Þetta var eina árangursríka
lækningaaðferðin gegn sjúklegu
þunglyndi, þangað til ný meðul
voru fundin upp nú nýlega, og
þessi aðferð er enn mjög þýð-
ingarmikil, þegar um alvarleg-
tilfelli er að ræða eða tilfelli,
sem lyf virðast ekki hafa áhrif
á. Nafn þessarar lækningaað-
ferðar kann að virðast fremur
ógnvekjandi, en samt er hún
alls ekki óþægileg. Nú er hún
ekki lengur framkvæmd, nema
sjúklingurinn sé svæfður á und-
an. Hann finnur því aðeins nál-
arstungu í handlegg sér, og síð-
an sofnar hann. Venjulega er
ekki um neinar eftirverkanir að
ræða, nema lítilsháttar minnis-
tap, sem kann að standa í nokkra
daga. Hinir ýmsu sjúklingar
þarfnast mismunandi fjölda
slíkra aðgerða, en meðaltalið ér
um sex aðgerðir.
Sállæknirinn kann einnig að