Úrval - 01.06.1964, Page 82
72
URVAL
langt i'ram úr Nóa í siglinga-
fræðinni. Mörg rök styðja þá
kenningu, að ýmsir Ameríku-
indiánar liafi komið þangað yf-
ir hafið. Þeir fyrstu af nokkr-
um hópum komið um 2200 f.
Krist, eða á fyrstu tveimur öld-
unum eftir syndaflóðið svo-
nefnda. Á þesum tíma virðist
hafa verið um almenna þjóð-
flutninga að ræða til Ameríku
frá svæði i Suðaustur Asiu.
Þetta skeður um það leyti, sem
Babelsturninn er talinn vera
reistur. Leiðangur og rannsókn-
ir Norðmannsins Thor Heyer-
dals benda ennfremur til þjóð-
flutninga frá Ameríku til Kyrra-
hafseyja. Það er mjög athyglis-
vert, að næstum öll lönd, sem
hinir miklu landkönnuðir Ev-
rópu fundu, voru þegar i byggð,
er þeir komu þangað.
Það er ekki erfitt að skilja,
að þjóð sem ekki er vön sjóferð-
um og fer aðeins i eina merka
sjóferð, leggur þróun siglinga-
fræðinnar ekki mikið til. Hins-
vegar er ekki auðskilin sú stað-
reynd, að miklar siglingaþjóðir
eins og Norðmenn og Polynesíu-
menn, lögðu þróuninni ekki til
nema óljósar erfðir af aðferð-
um sínum. Þær löngu og yfir-
gripsmiklu sjóferðir, sem við
vitum að þjóðir þessar fóru í,
benda til meiri þekkingar á
siglingafræði, heldur en saga
þjóðanna gelur til kynna, hins-
vegar getur þetta legið i þvi, að
þessar þjóðir hafa ekki skilið
eftir nema litið af skráðum frá-
sögnum frá þessum tímum. Ef
til vill er útskýringuna ag finna
á því, að þessar þjóðir hafi
þroskað svo eðlisávisun sína, að
siglingafræði hafi verið þeim
háþroskuð list. Að þessu leyti
hefur siglingafræði þeirra ekki
verið óskyld ratvísi fugla, fiska
og dýra, sem hljóta ratvísina
reyndar að erfð. Við vitum að
ýmsar þjóðir, sem nú lifa eru
gæddar óskeikulli ratvisi, sem
er háþroskuð eðlisávísun, sem
skapazt hefur fyrir einbeitingu
athyglisgáfunnar i gegn um
aldaraðir. Þetta er ónuminn
eiginleiki fyrir mannlegan vilja.
Dæmi um þetta má nefna t. d.
Grænlendinga og ratvisi þeirra
á snjóauðninni, og ibúa hinna
þéttustu frumskóga.
1 dag eru til fiskimenn á ís-
landi, sem eru svo óskeikulir
fiskimenn, þrátt fyrir almennt
aflaleysi, að menn vilja almennt
ekki viðurkenna það, sem annað
en heppni. Staðreyndin er hins-
vegar sú, að þessir fiskimenn
njóta ávaxtanna af háþroskaðri
athyglisgáfu, sem hefur þrosk-
ast með þeim langt fram yfir
venjulegt meðallag, en meðal-
lagið stendur nú fallanda fæti
andspænis tækninni, sem nú