Úrval - 01.06.1964, Blaðsíða 84
74
ÚRVAL
Periplus frá Scylax. en það eru
elztu ritaðar leiSbeiningar fyrir
sjófarendur, sem vitaS er um,
en ekki er ósanngjarnt að á-
lykta, að hann hafi haft svipað-
ar upplýsingar.
Fyrst leiðbeiningar fyrir sjó-
farendur voru til, getur vel átt
sér stað, að sjókort hafi verið
til, þó skráðar heimildir séu
ekki fyrir því.
Þó að Pytheas og samtíðar-
menn hans hafi haft leiðbein-
ingar og sjókort, hljótá þau að
hafa verið mjög ófullkomin, og
án efa hafa þau ekki náð yfir
svæðið norðan Bretlands. En
þessir fornu sjófarendur þekktu
áttina að nóttu sem degi, ef
himinninn var bjartur, og þeir
gátu áttað sig nægjanlega vel,
þegar skýjað var, með þvi að
nota vinda og sjólag. Þeir
þekktu hinn heita eyðimerkur-
vind, sem blés ofan af Libyu
sem nú kallast Sirocco, og einn-
ig norðanvindinn mistral.
Þeir gátu áætlað vegalengd.
En hvers konar tímamælir hafa
þeir verið með. Sandglasið var
þekkt á þessum tíma, og þeir
gátu tekið áratogin, en það hef-
ur verið algeng aðferð frá tím-
um galeiðanna og fram til kapp-
róðrabáta nútímans. Sjófarend-
ur, sem sigldu um Miðjarðar-
hafið, vissu hvaS skip þeirra
gengu mikið, þó að við vitum
ekki hvað þeir áttu við með dags
siglingu, hvort það hafa verið
35, 50 eða 100 sjómílur.
Sextándu aldar siglingafræði.
— Þróunin i list siglingafræð-
innar fór hægum skrefum á
fyrstu öldum kristninnar, og
stóð mikið til í sömu sporum á
miðöldum, en tók siðan mikið
stökk framávið, þegar Evrópu-
þjóðir koma á gullöld landfund-
anna. Sigling Ferdinands Magell-
ans, útskúfaðs portúgalsks aðals-
manns, sem sigldi undir spönsku
flaggi í kring um jörðina, sýnir
á Ijósan hátt þá þróun, sem orð-
ið hefur í siglingafræðinni þau
1800 ár, sem liðin eru, síðan
Pytheas fór sína merku ferð.
Magellan fann réttlætingu
fyrir og sannaði þá skoðun sína,
að siglanlegt sund lægi mjög
sunnarlega við Kyrrahaf. Hann
sannaði að hnattlíkan eða kort
Martin Behaims væri rétt, einn-
ig að hnattlíkan Thomas Shcon-
er frá Nurnberg smíðað 1515
væri rétt, og ennfremur að
heimskort Leonardo da Vincis
gert sama ár, væri rétt. Hann
fékk fyrir ferð sína upplýsing-
ar frá Ruy Faleiro stjörnufræð-
ingi og kortagerðarmanni. En
sjókort hans, leiðsögubækur,
siglingaskrár og leiðbeiningar
um notkun astrolabe og kross-
stafs, sem hvort tveggja voru
undanfarar sextantsins, voru