Úrval - 01.06.1964, Síða 100
90
ÚRVAL
þegar blekið í skriftinni er rann-
sakað. Þarf og ekki nema hluta
af bókstaf viö tilraunina.
Fyrst er að vita, hvort blekið
er uppleysanlegt í vatni. Til þess
þarf einungis dropa af vatni og
snifsi af þerriblaði. Sé um kol-
blek að ræða, kemur dökkvi í
þerripappírinn. Úrþvoanlegt
blek hverfur strax að kalla.
Blanda af oxalicsýru bleikir
blek, gert úr járnefni og hnotu-
galli, en sé viðarkoli blandað í
blekið, verður það fjólublátt við
slíka efnaprófun, eða gulrautt,
og fer það eftir því, livort pott-
aska eða koparsýringur fyrir-
finnst einnig i blekinu. Ivolblek
og nigrosineblek tekur ekki nein-
um breytingum við þá efnapróf-
un, en það verður brúnt, þegar
notuð er hydrochloricsýra og
sodium hydrochlorite. Siðast-
nefnd efnablanda bleikir lika
járnblek og viðarkolblek, en hef-
ur ekki nein áhrif á vanadium-
hlek. Við greiningu kúlupenna-
bleks kemur klóróform og þerri-
pappír oftast að gagni. Annars
er efnaprófunin venjulega gerð
með oddfínum prjóni, svo að
segi sem minnst eftir.
Það var einu sinni, er sann-
prófa skyldi aldur skjals, sem
sérfræðingar voru yfirleitt á
einu máli um, að væri eins gam-
alt og haldið var fram, eða um
400 ára, að málmur fannst i
blekinu, og' gengdi enn meiri
furðu, er sá málmur réyndist
vera alúminíum. Að öðru leyti
stóðst skjalið alla prófun sér-
fræðinganna, svo kunnáttusam-
leg var fölsunin, en nú var mað-
ur sá, sem hana hafði gert, tek-
inn höndum. Við yfirheyrslu
kom i Ijós, að bróðir hans hafði
sorfið aiuminiumsteypu i sama
herberginu og falsarinn vann að
skjalinu.
Gerð pennanna getur og haft
mikla þýðingu. Fjaðrapennar
voru notaðir frá ómunatíð og
allt fram á nítjándu öld, en þá
var farið að gera á þá málmodd.
Fyrstu stálpennarnir voru fram-
leiddir í Birmingham á Bret-
landi lcringum 1780.
Tilraun með smíði lindar-
penna var fyrst gerð árið 1819,
en náði þó ekki neinni fullkomn-
un fyrr en um 1890, og um alda-
mótin voru sjálfblekungar með
irradiumgulloddi almennt komn-
ir i notkun á Bretlandi og í
Bandaríkjunum. Fyrstu lcúlu-
pennarnir komu á markaðinn
kringum 1940.
BLÝANTAR KOMA SJALDAN
VIÐ SÖGU
Það kemur sjaldan fyrir, að
sérfræðingar þeir, sem rétturinn
kveður til skjalarannsóknar,
þurfi að fást við athugun á blý-