Úrval - 01.06.1964, Síða 119
SKAÐABÆTUR ÞJÓÐVERJA TIL GYÐINGA
109
rael til að hafa umsjá með upp-
setningu þýzkra véla. Börn nokk-
urra þessara verkfræðinga gengu
í skóla í ísrael, og töluðu þau
hebrezku, þegar þau sneru aft-
ur til Þýzkalands.
Þýzkar kvikmyndir sjást varla
í ísrael, og þýzkar óperur eru
ekki sungnar þar. En á meðan
Eichmannréttarhöldin stóðu yf-
ir, var fáeinum þýzkum frétta-
riturum, sem sendir voru til að
fylgjast með og senda fregnir
af réttarhöldunum, samt boðið
inn á heimili Gyðinga.
„El' við ættum að hata alla
þjóðverja, án greinarmunar,“
sagði ísraelsmaður nokkur, „Þá
myndi það vera nákvæmlega
sama kynþáttamisréttið og hjá
nazistum."
Á síðustu þrem árum hafa
koinið yfir 50 hópar þýzkra
kennara, félaga í verkalýðssam-
tökum opinberra starfsmanna og
námsmanna til þess að skoða
sig um í ísrael, og þeir hafa séð
ísrael alla leið frá Nazaret til
Rauðahafsins. Sumir hafa dval-
izt um kyrrt og' starfað sem
vinnugestir á samyrkjubúunum
— kibbutz.
Meðal þeirra þjóðverja, sem
nýlega hafa verið á ferð í ísra-
el, eru nokkrir hópar ungra þjóð-
verja, sem kirkjuleiðtogar hafa
safnað saman i eins konar
„Hjálparsveit“. Ekki aðeins í
ísrael heldur einnig i Frakk-
landi, Grikklandi, Noregi, Nið-
urlöndum og öðrum löndum,
þar sem nazistarnir skildu eftir
sig merki illmennskunnar, liafa
ungir þýzkir sjálfboðaliðar var-
ið sex mánuðum eða einu ári
til að aðstoða við að endurbyggja
samkomustaði, kirkjur, heilsu-
hæli og æskulýðsklúbba. Þessi
ungmenni vonast til að geta
sannað fyrir fólki í löndum
þeim, sem hernumin voru af
feðrum þeirra og frændum, að
hin nýja kynslóð Þjóðverja finn-
ur til sárrar iðrunar vegna þess,
sem átti sér stað í valdatið Hitl-
ers.
Ungu mennirnir og stúlkurn-
ar i þessari sveit, en meðalaldur
þeirra er 24 ár, — óska eftir
erfiðisvinnu á samyrkjubúunum,
og þau fá hana. „Meðan Rolf
annast diskaþvottinn,“ segir í
bréfi frá ungum Þjóðverja i ís-
rael, „strýkur Marianna þvott
Hans reytir illgresi, Martin fer
á fætur fyrir dögun til að mjólka,
og öll förum við út í garðinn
til að stinga upp jarðepli, jarð-
epli, jarðepli.
ísraelsmaður sýndi einum af
„hinum iðrandi ungmennum"
myndir af föður sinum, móður,
bræðrum, systrum og tveggja ára
gamalli frænku — sem öll voru
drepin af nazistunum. Síðan
rétti hann fram hönd sína og