Úrval - 01.06.1964, Síða 122
112
ÚRVAL
il þróun varð i þessum málum,
og íslenzku verksmiðjurnar gátu
keypt nýtízkuvélar og hafið
raunverulegan verksmiðjurekst-
ur.
Við skulum nú athuga íslenzku
ullina sem iðnaðarhráefni.
Ullin er, eins og aðrar hár-
myndanir úr dýrarikinu, protein
eða eggjahvítuefni. Að efnasam-
setningu er ullin:
Kolefni 50—52%
Súrefni 22—25%
Köfnunarefni 16—17%
Vetni 6—7%
Brennisteinn 3—4%
Það er sérkennileg't fyrir ull-
ina, að í henni er ávallt brenni-
steinn, bæði sem frumefni og
einnig i lífrænu efnasambandi.
Aðalefnin í ullinni er hið svo-
nefnda keratín A, sem er yfir-
borðslagið (hreisturmyndað), og
svo keratín C, sem er baklagið
og mergurinn í ullarhárinu.
Yzta lagið, keratín A, myndar
eins konar hreistur utan um
hárið. Það hefur einnig meiri
mótstöðu gegn ytri áhrifum en
keratín B, og er því nokkurs
konar hlífðarlag.
Ýmis utanaðkomandi áhrif,
bæði eðlisfræðiieg og efnafræði-
leg, hafa áhrif á ullina, og skal
þeim lýst hér stuttlega.
Sólarljósið verkar á ullina
þannig, að hún gulnar og feysk-
ist. Hiti breytir ullinni mjög
mikið, sérstaklega ef raki er
einnig fyrir hendi. Við þurran
hita, 100—105°C, missir ullar-
hárið styrkleika, verður feyskið,
og við 130oC molnar það sundur.
í gufu við 100°C verður ullin
þjál og kemur það fram, er við
pressum með rökum klút. í
sjóðandi vatni missir ullin að
nokkru þá eiginleika að „hlaupa“
eins og sagt er. Þessi áhrif eru
mikið notuð í ullariðnaði þann-
ig, að með þvi að nota hita er
hægt að „fixera" eða binda ull-
ina þannig, að hún breytist
ekki eða þófni við liitastig, sem
er lægra en það sem notað var.
Til að binda eða „fixera", þarf
að snöggkæla með köldu vatni
eftir upphitunina. Það er alveg
gagnstætt með ullina og baðm-
ullina, að ullin þolir allvel
þynntar sýrur, en baðmullin
ekki. Aftur á móti þolir ullin
mjög illa lút, svo að 10% lútur
leysir ullina upp. Þetta atriði er
sérstaklega varúðarvert við
þvotta, þar eð hingað til hafa
allflest þvottaefni verið alkalisk.
Tilraunir síðustu áratuga hafa
beinizt í þá átt að búa til þvotta-
efni, sem þvo við „isoelektriskan
punkt“ ullarinnar, en það er á
milli pH 4,8—5,5 (sýrustig). -—•
Tilkoma hinna syntetisku þvotta-
efna hefur beinlínis valdið bylt-
ingu i öllu þvottum viðkom-
andi.