Úrval - 01.06.1964, Page 140
130
URVAL
að auki varð að hafa auga með
Sovétríkjunum. Jafnvel Onishi
aðmíráll, sem Yamamoto hafði
trúað fyrir þessu leyndarmáli
þegar í janúarmánuði, lýsti þvi
nú yfir, að hann áliti fram-
kvæmd áætlunarinnar óvitur-
lega, þegar haft væri í huga,
hversu mörgum móðurskipum
og flugvélum þeir gætu haft á
að skipa. Nagumo talaði síðast
og hann ræddi einnig um þessa
miklu áliættu. „En gat það ekki
hugsazt, að Bandaríkjamenn
væru undir slílta árás búnir og
væru aðeins að lokka Japani i
hættulega gildru?“ spurði hann.
„Yfirleitt virtust foringjarnir
álíta, að þetta væri orðið um
seinan,“ sagði Genda. „Þeir á-
litu, að hið stjórnmálalega á-
stand hefði versnað að slikum
mun, að nú hlyti Bandaríkja-
floti að vera farinn að hefja und-
irbúning til þess að mæta hugs-
anlegri skyndiárás."
Sólin var næstum alveg gengin
til viðar, þegar Yamamoto reis
á fætur. Hann talaði hægt í
fyrstu, en það var festa og á-
kveðni í rödd hans. Hann sagð-
ist hafa tekið til greina þá gagn-
rýni, sem fram hefði verið bor-
in, og hann fullvissaði þá um,
að allt yrði jietta haft í huga.
Hann sagðist hafa verið að rann-
saka hernaðarstöðuna nú í lang-
an tima. Hann sagði, að hernað-
aðgerðir gegn Hawaii væru al-
gerlega nauðsynlegar hernaðar-
aðgerðum Japana í heild, þegar
hugsað væri til lengri tíma. Hann
sagði, að að öðrum kosti myndi
sóknin til suðurs mistakast.
Hann sagði, að liann óskaði
þess því, að þeir gerðu sér grein
fyrir eftirfarandi staðreyndum:
„Það verður ráðizt á Perluhöfn,
svo framarlega sem ég lield á-
fram að vera æðsti yfirmaður
hins sameinaða flota."
Þessi yfirlýsing hans varð til
þess, að allar linur skýrðust nú
i eitt skipti fyrir öll. Nú vissu
allir yfirforingjarnir, að héðan í
frá stoðuðu engin mótmæli né
kvartanir. Ef Japan berðist,
myndi allur flotinn þvi taka
þátt í bardaganum af órjúfandi
einingu, líkt og um mikla kross-
för væri að ræða.
En foringjaráð flotans var enn
mjög mótfallið Perluhafnarárás-
inni, og þar yar ekki um að
ræða foringja undir stjórn Ya-
mamotos, heldur æðstu yfirmenn
flotans. En Yamamoto kunni að
halda á spilum sínum, enda var
hann góður pokerspilmaður.
Siðari hluta októbermánaðar á-
kvað hann að senda sendiboða
á fund foringjaráðsins til þess
að knýja fram ákvörðun. Hann
valdi einn af foringjum sinum,
Iiameto Kuroshima, til verks
þessa, og fékk honum biturt